Erlent

Vopnahlé tekur formlega gildi

Samúel Karl Ólason skrifar
Timoleon Jimenez, leiðtogi FARC, ræddi við blaðamenn í Havana í dag.
Timoleon Jimenez, leiðtogi FARC, ræddi við blaðamenn í Havana í dag. Vísir/AFP
Kólumbíski uppreisnarhópurinn FARC hefur lýst yfir vopnahléi eftir 52 ára átök þar í landi. Vopnahléið mun taka gildi klukkan fimm í nótt, eða á miðnætti að staðartíma. Þúsundir hafa látið lífið í uppreisn FARC.

Forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, skirfaði undir skipun um að herinn skyldi hætta aðgerðum sínum gegn uppreisnarmönnum í kvöld. Hann sagði á Twitter að búið væri að binda enda á átökin.

Friðarviðræður hafa átt sér stað á Kúbu frá nóvember 2012 en þeim var lokið fyrir fimm dögum

Samkvæmt AFP fréttaveitunni hafa minnst 260 þúsund látið lífið. 45 þúsund er saknað og 6,9 milljónir hafa þurft að yfirgefa heimili sín. FARC var stofnað árið 1964 sem hernaðararmur kommúnistaflokksins í Kólumbíu, eftir að kólumbíski herinn réðst á landsvæði kommúnista í sveitum landsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×