Fentanýl ekkert til að fíflast með Una Sighvatsdóttir skrifar 27. ágúst 2016 19:30 Rannsókn stendur enn yfir á því hvort andlát ungs manns á menningarnótt tengist neyslu á verkjalyfinu fentanýl. Að minnsta kosti tvö önnur dauðsföll á árinu má rekja til lyfsins og hefur landlæknisembættið áhyggjur af því að misnotkun þess sé að aukast, en hvergi á Norðurlöndum ávísa læknar meira á sterk verkjalyf og enda sum þeirra, þar á meðal fentanýl, á svörtum markaði. Ísland sver sig að þessu leyti meira í ætt við Bandaríkin, þar sem rekja má tugi dauðsfalla síðustu mánuði til fentanýlneyslu. Og þar er sagan að endurtaka sig.Sá á eftir vinum sínum í dauðann Paul Fontain, fréttastjóri Reykjavík Grapevine, er bandarískur Íslendingur, uppalinn í Baltimore. Borgin er þekkt er sem heróínhöfuðborg Bandaríkjanna. Fregnir af andlátum ungra Íslendinga undanfarið vekja slæmar minningar hjá Paul því fyrir rúmum tuttugu árum var hann sjálfur ungur maður háður heróíni og sá marga neyslufélaga verða fentanýli að bráð, en lyfið er fimmtíu sinnum sterkara en heróín. „Ég þekkti fólk, sem ég myndi kalla vini, sem dóu úr þessu. Og það var ekki fólk sem var bara aðeins að fíflast í með vímuefni. Sumir þeirra voru mjög harðir í heróín og höfðu mikið tolerans fyrir því, en jafnvel þeir sem eru búnir að taka ópíóða árum eða áratugum saman geta dáið eins fljótlega og þeir sem eru að prófa þetta í fyrsta sinn, því miður," segir Paul.Fetanýl er margfalt sterkara en bæði heróín og morfín.Tilhneiging til að telja hættuna vera ýkta Paul fjallar um fentanýlneyslu í pistli á vef Reykjavík Grapevine þar sem hann varar fólk í neyslu við því að vanmeta hættuna af fentanýli. Í samtali við fréttastofu segir hann að sumir kunni að telja lyfið að einhverju leyti öruggt vegna þess að það er lyfsseðilsskylt og afgreitt af læknum. Varúðarorðin um þá stórhættu sem stafi af fentanýli séu hinsvegar alls engar ýkur. Því sé grundvallaratriði að umræðan og viðhorfin breytist meðal þeirra sem eru í neyslu. „Það er viðhorf innan þessa heims gagnvart fentalýn sem þarf að breytast fyrst og fremst. Það er hægt að skemmta sér með ýmisleg efni án þess að deyja úr því. Sjálfur hef ég mjög frjálslynda stefnu hvað vímuefni varðar, mjög frjálslynda, en á sama tíma held ég að það séu sum efni sem eiga að vera tekin undir eftirlit lækna eða einhverra sem vinna á sjúkrahúsi og geta fylgst með hversu mikið er tekið. Því það er mjög, mjög auðvelt að taka of stóran skammt af þessu."Vonar að ekki þurfi fleiri að deyja Paul prófaði sjálfur aldrei fentanýl. Hann náði sér á endanum út úr heróínneyslunni á tíunda áratugnum, með miklum herkjum, og hóf nýtt líf á Íslandi. Hann vonar að fíkniefnaheimurinn þróist ekki með þeim hætti sem hann hefur gert í Baltimore. „Vonandi þurfa ekki fleiri að deyja fyrr en fólk fattar að þetta er eitthvað sem maður á ekki að fíflast með." Tengdar fréttir Viðvörunarbjöllur vegna vaxandi verkalyfjanotkunar Ávísunum á sterk verkjalyf sem innihalda ópíóða fer fjölgandi á Íslandi og eru hvergi fleiri á Norðurlöndunum en hér. Landlæknisembættið telur þetta vera áhyggjuefni vegna hættu á misnotkun þessar lyfja, enda ópíafíkn bráðhættuleg. 6. júlí 2016 19:15 Missti son sinn vegna misnotkunar á morfínplástri: „Hann var stóra ástin í mínu lífi“ Sonur Guðnýar Rannveigar Reynisdóttur var á biðlista eftir meðferð á Vogi þegar hann lést. 27. ágúst 2016 07:00 Fentanýl gengur kaupum og sölum á Facebook Umræða um lyfið fentanýl komst í hámæli eftir að ungur maður lést um síðustu helgi og annar missti meðvitund. Móðir manns sem lést vegna misnotkunar lyfsins árið 2013 segir Vog hafa brugðist. 27. ágúst 2016 08:00 Einn lést og annar missti meðvitund: Tveir þegar látist af völdum fentanýl á árinu Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. 23. ágúst 2016 19:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Rannsókn stendur enn yfir á því hvort andlát ungs manns á menningarnótt tengist neyslu á verkjalyfinu fentanýl. Að minnsta kosti tvö önnur dauðsföll á árinu má rekja til lyfsins og hefur landlæknisembættið áhyggjur af því að misnotkun þess sé að aukast, en hvergi á Norðurlöndum ávísa læknar meira á sterk verkjalyf og enda sum þeirra, þar á meðal fentanýl, á svörtum markaði. Ísland sver sig að þessu leyti meira í ætt við Bandaríkin, þar sem rekja má tugi dauðsfalla síðustu mánuði til fentanýlneyslu. Og þar er sagan að endurtaka sig.Sá á eftir vinum sínum í dauðann Paul Fontain, fréttastjóri Reykjavík Grapevine, er bandarískur Íslendingur, uppalinn í Baltimore. Borgin er þekkt er sem heróínhöfuðborg Bandaríkjanna. Fregnir af andlátum ungra Íslendinga undanfarið vekja slæmar minningar hjá Paul því fyrir rúmum tuttugu árum var hann sjálfur ungur maður háður heróíni og sá marga neyslufélaga verða fentanýli að bráð, en lyfið er fimmtíu sinnum sterkara en heróín. „Ég þekkti fólk, sem ég myndi kalla vini, sem dóu úr þessu. Og það var ekki fólk sem var bara aðeins að fíflast í með vímuefni. Sumir þeirra voru mjög harðir í heróín og höfðu mikið tolerans fyrir því, en jafnvel þeir sem eru búnir að taka ópíóða árum eða áratugum saman geta dáið eins fljótlega og þeir sem eru að prófa þetta í fyrsta sinn, því miður," segir Paul.Fetanýl er margfalt sterkara en bæði heróín og morfín.Tilhneiging til að telja hættuna vera ýkta Paul fjallar um fentanýlneyslu í pistli á vef Reykjavík Grapevine þar sem hann varar fólk í neyslu við því að vanmeta hættuna af fentanýli. Í samtali við fréttastofu segir hann að sumir kunni að telja lyfið að einhverju leyti öruggt vegna þess að það er lyfsseðilsskylt og afgreitt af læknum. Varúðarorðin um þá stórhættu sem stafi af fentanýli séu hinsvegar alls engar ýkur. Því sé grundvallaratriði að umræðan og viðhorfin breytist meðal þeirra sem eru í neyslu. „Það er viðhorf innan þessa heims gagnvart fentalýn sem þarf að breytast fyrst og fremst. Það er hægt að skemmta sér með ýmisleg efni án þess að deyja úr því. Sjálfur hef ég mjög frjálslynda stefnu hvað vímuefni varðar, mjög frjálslynda, en á sama tíma held ég að það séu sum efni sem eiga að vera tekin undir eftirlit lækna eða einhverra sem vinna á sjúkrahúsi og geta fylgst með hversu mikið er tekið. Því það er mjög, mjög auðvelt að taka of stóran skammt af þessu."Vonar að ekki þurfi fleiri að deyja Paul prófaði sjálfur aldrei fentanýl. Hann náði sér á endanum út úr heróínneyslunni á tíunda áratugnum, með miklum herkjum, og hóf nýtt líf á Íslandi. Hann vonar að fíkniefnaheimurinn þróist ekki með þeim hætti sem hann hefur gert í Baltimore. „Vonandi þurfa ekki fleiri að deyja fyrr en fólk fattar að þetta er eitthvað sem maður á ekki að fíflast með."
Tengdar fréttir Viðvörunarbjöllur vegna vaxandi verkalyfjanotkunar Ávísunum á sterk verkjalyf sem innihalda ópíóða fer fjölgandi á Íslandi og eru hvergi fleiri á Norðurlöndunum en hér. Landlæknisembættið telur þetta vera áhyggjuefni vegna hættu á misnotkun þessar lyfja, enda ópíafíkn bráðhættuleg. 6. júlí 2016 19:15 Missti son sinn vegna misnotkunar á morfínplástri: „Hann var stóra ástin í mínu lífi“ Sonur Guðnýar Rannveigar Reynisdóttur var á biðlista eftir meðferð á Vogi þegar hann lést. 27. ágúst 2016 07:00 Fentanýl gengur kaupum og sölum á Facebook Umræða um lyfið fentanýl komst í hámæli eftir að ungur maður lést um síðustu helgi og annar missti meðvitund. Móðir manns sem lést vegna misnotkunar lyfsins árið 2013 segir Vog hafa brugðist. 27. ágúst 2016 08:00 Einn lést og annar missti meðvitund: Tveir þegar látist af völdum fentanýl á árinu Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. 23. ágúst 2016 19:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Viðvörunarbjöllur vegna vaxandi verkalyfjanotkunar Ávísunum á sterk verkjalyf sem innihalda ópíóða fer fjölgandi á Íslandi og eru hvergi fleiri á Norðurlöndunum en hér. Landlæknisembættið telur þetta vera áhyggjuefni vegna hættu á misnotkun þessar lyfja, enda ópíafíkn bráðhættuleg. 6. júlí 2016 19:15
Missti son sinn vegna misnotkunar á morfínplástri: „Hann var stóra ástin í mínu lífi“ Sonur Guðnýar Rannveigar Reynisdóttur var á biðlista eftir meðferð á Vogi þegar hann lést. 27. ágúst 2016 07:00
Fentanýl gengur kaupum og sölum á Facebook Umræða um lyfið fentanýl komst í hámæli eftir að ungur maður lést um síðustu helgi og annar missti meðvitund. Móðir manns sem lést vegna misnotkunar lyfsins árið 2013 segir Vog hafa brugðist. 27. ágúst 2016 08:00
Einn lést og annar missti meðvitund: Tveir þegar látist af völdum fentanýl á árinu Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. 23. ágúst 2016 19:00