Wolfsburg vann þægilegan sigur á Alfreð Finnbogasyni og félögum í Augsburg, 2-0, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Leikurinn fór farm á heimavelli Augsburg en það Didavi sem skoraði fyrsta mark leiksins 35. mínútu og Rodriguez sem skoraði annað mark leiksins rétt fyrir leikslok.
Alfreð Finnbogason var tekinn af velli um hálftíma fyrir leikslok en hann fékk ekki mikla þjónustu inni á vellinum og náði sér því ekki á strik.
Fleiri leikir fóru fram í deildinni í dag en Borussia Dortmund vann Mainz, 2-1.
Frankfurt vann Schalke 1-0 og Köln vann fínan sigur á Darmstadt 2-0. Þá gerður Humburger og Ingolstadt 1-1 jafntefli.
Fótbolti