Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 23:42 Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóla. Hann nauðgaði meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð háskólans. vísir Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. Dómurinn yfir Turner vakti mikla reiði í Bandaríkjunum enda þykir hann léttvægur miðað við alvarleika glæpsins. Vísir fjallaði um málið fyrr í sumar en Svíarnir tveir, þeir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson, voru að hjóla í gegnum skólalóð háskólans þegar þeir komu auga á Turner bakvið ruslagáminn. Arndt og Jonsson voru lykilvitni ákæruvaldsins í málinu en ítarlega er fjallað um gögn úr réttarhöldunum á vef Guardian. Þar er meðal annars greint frá vitnisburði Jonsson. Hann sagði að sér hafi virst sem stúlkan væri sofandi en Turner reyndi að flýja undan þeim Arndt. Þeir náðu honum hins vegar og þegar þeir stoppuðu hann brosti hann og hló að þeim. „Ég tók eftir því að hann brosti. Svo ég spurði hann af hverju hann væri að brosa og ég bað hann um að hætta að brosa. ... Ég sagði: „Hvað ertu að gera? Hún er meðvitundarlaus.““Breytti framburði sínum fyrir dómi Turner var spurður að því hvers vegna hann hefði brosað þegar Arndt og Jonsson náðu honum. „Ég var bara að hlæja að þessum fáránlegu aðstæðum,“ sagði Turner. Samkvæmt umfjöllun Guardian sýna gögnin úr réttarhöldunum að Turner breytti framburði sínum fyrir dómi en sagan sem hann sagði var í ósamræmi við framburði vitna og lögreglumanna sem komu fyrir dóminn.Bréf konunnar sem Turner braut á og hún las upp fyrir dómnum vakti mikla athygli í sumar. Í bréfinu lýsir hún því í smáatriðum hvaða áhrif nauðgunin hefur haft á hennar líf; hvernig henni leið þegar hún vaknaði upp á spítalanum og var sagt að henni hefði verið nauðgað, hvernig henni leið þegar hún las í smáatriðum um glæpinn í blöðunum og hvernig henni leið þegar hún sagt í vitnastúkunni og var spurð spjörunum úr af lögmönnum nauðgarans: „Ef þú heldur að mér hafi verið hlíft, að ég komi út úr þessu ómeidd og haldi til móts við sólarlagið núna á meðan þú þjáist sem mest þá skjátlast þér. Enginn vinnur. Við höfum öll verið eyðilögð yfir þessu, við höfum öll verið að reyna að finna einhverja merkingu í allri þessari þjáningu. Þinn skaði var áþreifanlegur; sviptur titlum, gráðum og skólavist. Minn skaði var innra með mér, ósýnilegur, ég tek hann með mér þar sem ég fer. Vegna þín fannst mér ég einskis virði. Þú hafðir af mér einkalíf mitt, tíma minn, öryggi mitt, nándina, sjálfstraust mitt og mína eigin rödd, þangað til í dag.“ Tengdar fréttir Stanford-nauðgarinn: „Ég gerði mistök, ég drakk of mikið“ Brock Turner, sem dæmdur var í sex mánaða fangelsi í liðinni viku fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, virðist að litlu sem engu leyti taka ábyrgð á gjörðum sínum umrædda nótt. 9. júní 2016 11:04 Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24 Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. Dómurinn yfir Turner vakti mikla reiði í Bandaríkjunum enda þykir hann léttvægur miðað við alvarleika glæpsins. Vísir fjallaði um málið fyrr í sumar en Svíarnir tveir, þeir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson, voru að hjóla í gegnum skólalóð háskólans þegar þeir komu auga á Turner bakvið ruslagáminn. Arndt og Jonsson voru lykilvitni ákæruvaldsins í málinu en ítarlega er fjallað um gögn úr réttarhöldunum á vef Guardian. Þar er meðal annars greint frá vitnisburði Jonsson. Hann sagði að sér hafi virst sem stúlkan væri sofandi en Turner reyndi að flýja undan þeim Arndt. Þeir náðu honum hins vegar og þegar þeir stoppuðu hann brosti hann og hló að þeim. „Ég tók eftir því að hann brosti. Svo ég spurði hann af hverju hann væri að brosa og ég bað hann um að hætta að brosa. ... Ég sagði: „Hvað ertu að gera? Hún er meðvitundarlaus.““Breytti framburði sínum fyrir dómi Turner var spurður að því hvers vegna hann hefði brosað þegar Arndt og Jonsson náðu honum. „Ég var bara að hlæja að þessum fáránlegu aðstæðum,“ sagði Turner. Samkvæmt umfjöllun Guardian sýna gögnin úr réttarhöldunum að Turner breytti framburði sínum fyrir dómi en sagan sem hann sagði var í ósamræmi við framburði vitna og lögreglumanna sem komu fyrir dóminn.Bréf konunnar sem Turner braut á og hún las upp fyrir dómnum vakti mikla athygli í sumar. Í bréfinu lýsir hún því í smáatriðum hvaða áhrif nauðgunin hefur haft á hennar líf; hvernig henni leið þegar hún vaknaði upp á spítalanum og var sagt að henni hefði verið nauðgað, hvernig henni leið þegar hún las í smáatriðum um glæpinn í blöðunum og hvernig henni leið þegar hún sagt í vitnastúkunni og var spurð spjörunum úr af lögmönnum nauðgarans: „Ef þú heldur að mér hafi verið hlíft, að ég komi út úr þessu ómeidd og haldi til móts við sólarlagið núna á meðan þú þjáist sem mest þá skjátlast þér. Enginn vinnur. Við höfum öll verið eyðilögð yfir þessu, við höfum öll verið að reyna að finna einhverja merkingu í allri þessari þjáningu. Þinn skaði var áþreifanlegur; sviptur titlum, gráðum og skólavist. Minn skaði var innra með mér, ósýnilegur, ég tek hann með mér þar sem ég fer. Vegna þín fannst mér ég einskis virði. Þú hafðir af mér einkalíf mitt, tíma minn, öryggi mitt, nándina, sjálfstraust mitt og mína eigin rödd, þangað til í dag.“
Tengdar fréttir Stanford-nauðgarinn: „Ég gerði mistök, ég drakk of mikið“ Brock Turner, sem dæmdur var í sex mánaða fangelsi í liðinni viku fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, virðist að litlu sem engu leyti taka ábyrgð á gjörðum sínum umrædda nótt. 9. júní 2016 11:04 Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24 Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Stanford-nauðgarinn: „Ég gerði mistök, ég drakk of mikið“ Brock Turner, sem dæmdur var í sex mánaða fangelsi í liðinni viku fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, virðist að litlu sem engu leyti taka ábyrgð á gjörðum sínum umrædda nótt. 9. júní 2016 11:04
Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24
Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42