Hernaðarlega mikilvægur bær úr höndum ISIS Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. ágúst 2016 23:30 Frá atlögunni í dag. vísir/epa Sýrlenskir uppreisnarmenn, dyggilega studdir af tyrkneska hernum og þeim bandaríska úr lofti, hafa náð bænum Jarablus úr klóm ISIS. Sagt er frá meðal annars á BBC og Al Jazeera sem og fleiri miðlum. Jarablus er sýrlenskur smábær skammt sunnan við landamæri Tyrklands en hernaðarlegt mikilvægi hans er mikið sökum staðsetningar hans. Atlagan að bænum hófst í dögun þegar tyrkneskar herþotur og skriðdrekar, auk sérsveitarmanna, fóru yfir landamærin til Sýrlands. Í yfirlýsingu frá tyrkneska hernum segir að vígamenn ISIS hafi flúið bæinn skömmu síðar. Ljóst er að markmið Tyrkja var ekki aðeins að hrekja íslamska ríkið á brott heldur einnig að tryggja það að sýrlenskir Kúrdar myndu ekki ná tangarhaldi á bænum. Kúrdar hafa á undanförnum dögum og vikum náð talsverðu landsvæði á sitt vald og óttast Tyrkir að sjálfstæðisbarátta Kúrda, innan landamæra Tyrklands, muni eflast við það. „Við höfum frelsað Jarablus að fullu,“ segir Ahmed Ottoman, yfirmaður úr röðum uppreisnarmanna, í samtali við Al Jazeera. „Við réðumst til atlögu snemma morguns og tókum fjölda smáþorpa í nágrenni bæjarins. Eftir nokkrar klukkustundir höfðum við umkringt bæinn og ISIS-liðar sáu þann kost vænstan að flýja til al-Bab [bæjar sem enn er á valdi samtakanna].“ Jarablus hafði verið á valdi ISIS í meira en tvö ár en eftir að hafa misst hann standa samtökin aðeins eftir með al-Bab. Fyrr á árinu féllu Kobane og Manbij í hendur Kúrda eftir langa bardaga. Tengdar fréttir Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45 Recep Tayyip Erdogan: Hinn vægðarlausi forseti Tyrklands Erdogan hefur á undanförnum árum gjörbylt stjórnkerfi landsins og ekki síðan í stjórnartíð Atatürk hefur einn maður verið eins ráðandi í tyrkneskum stjórnmálum og þjóðfélagsumræðu. 19. ágúst 2016 09:00 Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Sýrlenskir uppreisnarmenn, dyggilega studdir af tyrkneska hernum og þeim bandaríska úr lofti, hafa náð bænum Jarablus úr klóm ISIS. Sagt er frá meðal annars á BBC og Al Jazeera sem og fleiri miðlum. Jarablus er sýrlenskur smábær skammt sunnan við landamæri Tyrklands en hernaðarlegt mikilvægi hans er mikið sökum staðsetningar hans. Atlagan að bænum hófst í dögun þegar tyrkneskar herþotur og skriðdrekar, auk sérsveitarmanna, fóru yfir landamærin til Sýrlands. Í yfirlýsingu frá tyrkneska hernum segir að vígamenn ISIS hafi flúið bæinn skömmu síðar. Ljóst er að markmið Tyrkja var ekki aðeins að hrekja íslamska ríkið á brott heldur einnig að tryggja það að sýrlenskir Kúrdar myndu ekki ná tangarhaldi á bænum. Kúrdar hafa á undanförnum dögum og vikum náð talsverðu landsvæði á sitt vald og óttast Tyrkir að sjálfstæðisbarátta Kúrda, innan landamæra Tyrklands, muni eflast við það. „Við höfum frelsað Jarablus að fullu,“ segir Ahmed Ottoman, yfirmaður úr röðum uppreisnarmanna, í samtali við Al Jazeera. „Við réðumst til atlögu snemma morguns og tókum fjölda smáþorpa í nágrenni bæjarins. Eftir nokkrar klukkustundir höfðum við umkringt bæinn og ISIS-liðar sáu þann kost vænstan að flýja til al-Bab [bæjar sem enn er á valdi samtakanna].“ Jarablus hafði verið á valdi ISIS í meira en tvö ár en eftir að hafa misst hann standa samtökin aðeins eftir með al-Bab. Fyrr á árinu féllu Kobane og Manbij í hendur Kúrda eftir langa bardaga.
Tengdar fréttir Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45 Recep Tayyip Erdogan: Hinn vægðarlausi forseti Tyrklands Erdogan hefur á undanförnum árum gjörbylt stjórnkerfi landsins og ekki síðan í stjórnartíð Atatürk hefur einn maður verið eins ráðandi í tyrkneskum stjórnmálum og þjóðfélagsumræðu. 19. ágúst 2016 09:00 Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45
Recep Tayyip Erdogan: Hinn vægðarlausi forseti Tyrklands Erdogan hefur á undanförnum árum gjörbylt stjórnkerfi landsins og ekki síðan í stjórnartíð Atatürk hefur einn maður verið eins ráðandi í tyrkneskum stjórnmálum og þjóðfélagsumræðu. 19. ágúst 2016 09:00
Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41