Sögulegur dagur í Kólumbíu: Samið um frið við FARC Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. ágúst 2016 23:27 Það var grátið af gleði á götum Bogotá höfuðborgar Kólumbíu í kvöld eftir að ljóst var að friðarsamningurinn var í höfn. vísir/getty Blað var brotið í sögu Kólumbíu í dag þegar ríkisstjórn landsins undirritaði friðarsamning við skæruliðasamtökin FARC en þau hafa staðið fyrir skæruliðahernaði í yfir hálfa öld. Friðarviðræður milli samtakanna og ríkisstjórnarinnar hafa staðið yfir í Havana, höfuðborg Kúbu, frá 2012. Í júní síðastliðnum samþykktu báðir aðilar að leggja niður vopn og nú er formlegur friðarsamningur loksins í höfn en hann var kynntur klukkan sex að staðartíma í Kólumbíu í kvöld. Frá honum var þó greint á samfélagsmiðlum nokkuð fyrr auk þess sem forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, hafði gefið það sterklega til kynna að dagurinn gæti orðið sögulegur. „Það er ekkert pláss fyrir sigurvegara eða taplið þegar maður nær fram friðarsamningum. Kólumbía vinnur, dauðinn tapar,“ sagði Rodrigo Granda samningamaður FARC á Twitter fyrr í kvöld.Stórt skref í friðarviðræðunum var stigið í júní síðastliðnum þegar báðir aðilar samþykktu að leggja niður vopn.vísir/gettySamningurinn felur í sér að FARC-liðar munu koma sér fyrir á 23 fyrirfram ákveðnum stöðum hér og þar um landið. Þar munu þeir smám saman afhenda vopn sín til fulltrúa Sameinuðu þjóðanna á sex mánaða tímabili og óvopnuð munu samtökin geta tekið þátt í stjórnmálalífi Kólumbíu. Með undirritun samningsins í kvöld öðlast hann þó ekki fullt gildi heldur þurfa meðlimir FARC, sem eru á milli sex og sjö þúsund, að samþykkja hann á landsþingi sínu. Þá fer samningurinn einnig í þjóðaratkvæðagreiðslu í Kólumbíu, og í samningnum er eitt ákvæði sem mörgum Kólumbíumönnum þykir erfitt að samþykkja. Settur verður upp sérstakur dómstóll þar sem réttað verður yfir FARC-liðum og munu þeir geta sloppið við fangelsisvist játi þeir glæpa sína fyrir rétti. Það má því búast við að hart verði tekist á um samninginn á næstu vikum en Alvaro Uribe fyrrverandi forseti landsins fer fyrir þeim sem vilja hafna samningnum. Búist er við að þjóðaratkvæðagreiðslan verði í september eða október. Talið er að meira en 220.000 manns hafi látist í átökum FARC við kólumbísk yfirvöld og um 45 þúsund manns horfið. Meirihluti þeirra sem látið hafa lífið eru óbreyttir borgarar. Þá hafa um sex milljónir manna neyðst til að leggja á flótta vegna átakanna. Um er að ræða lengstu átök sem geisað hafa í nokkru landi Rómönsku-Ameríku. FARC var stofnað árið 1964 sem hernaðararmur kommúnistaflokksins í Kólumbíu, eftir að kólumbíski herinn réðst á landsvæði kommúnista í sveitum landsins. Þær árásir komu í kjölfar 10 ára borgarastríðs í landinu, sem kallað hefur verið La Violencia, og stóð frá 1948-1958. Tengdar fréttir Opinskár fundur á Kúbu Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi mannréttindamál við Raul Castro, forseta Kúbu, í gær. Meirihluti Bandaríkjamanna styður bætt samskipti ríkjanna. 22. mars 2016 07:00 Kólumbíski herinn hættir árásum á skæruliða FARC Ákveðið var að hætta árásunum þar sem skæruliðahópurinn hefur staðið við einhliða vopnahlé sitt sem lýst var yfir þann 18. desember síðastliðinn. 11. mars 2015 23:28 Kólumbíustjórn og Farc-liðar samþykkja að leggja niður vopn Friðarviðræður deiluaðila hafa staðið yfir í kúbönsku höfuðborginni Havana síðastliðin þrjú ár. 22. júní 2016 23:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Blað var brotið í sögu Kólumbíu í dag þegar ríkisstjórn landsins undirritaði friðarsamning við skæruliðasamtökin FARC en þau hafa staðið fyrir skæruliðahernaði í yfir hálfa öld. Friðarviðræður milli samtakanna og ríkisstjórnarinnar hafa staðið yfir í Havana, höfuðborg Kúbu, frá 2012. Í júní síðastliðnum samþykktu báðir aðilar að leggja niður vopn og nú er formlegur friðarsamningur loksins í höfn en hann var kynntur klukkan sex að staðartíma í Kólumbíu í kvöld. Frá honum var þó greint á samfélagsmiðlum nokkuð fyrr auk þess sem forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, hafði gefið það sterklega til kynna að dagurinn gæti orðið sögulegur. „Það er ekkert pláss fyrir sigurvegara eða taplið þegar maður nær fram friðarsamningum. Kólumbía vinnur, dauðinn tapar,“ sagði Rodrigo Granda samningamaður FARC á Twitter fyrr í kvöld.Stórt skref í friðarviðræðunum var stigið í júní síðastliðnum þegar báðir aðilar samþykktu að leggja niður vopn.vísir/gettySamningurinn felur í sér að FARC-liðar munu koma sér fyrir á 23 fyrirfram ákveðnum stöðum hér og þar um landið. Þar munu þeir smám saman afhenda vopn sín til fulltrúa Sameinuðu þjóðanna á sex mánaða tímabili og óvopnuð munu samtökin geta tekið þátt í stjórnmálalífi Kólumbíu. Með undirritun samningsins í kvöld öðlast hann þó ekki fullt gildi heldur þurfa meðlimir FARC, sem eru á milli sex og sjö þúsund, að samþykkja hann á landsþingi sínu. Þá fer samningurinn einnig í þjóðaratkvæðagreiðslu í Kólumbíu, og í samningnum er eitt ákvæði sem mörgum Kólumbíumönnum þykir erfitt að samþykkja. Settur verður upp sérstakur dómstóll þar sem réttað verður yfir FARC-liðum og munu þeir geta sloppið við fangelsisvist játi þeir glæpa sína fyrir rétti. Það má því búast við að hart verði tekist á um samninginn á næstu vikum en Alvaro Uribe fyrrverandi forseti landsins fer fyrir þeim sem vilja hafna samningnum. Búist er við að þjóðaratkvæðagreiðslan verði í september eða október. Talið er að meira en 220.000 manns hafi látist í átökum FARC við kólumbísk yfirvöld og um 45 þúsund manns horfið. Meirihluti þeirra sem látið hafa lífið eru óbreyttir borgarar. Þá hafa um sex milljónir manna neyðst til að leggja á flótta vegna átakanna. Um er að ræða lengstu átök sem geisað hafa í nokkru landi Rómönsku-Ameríku. FARC var stofnað árið 1964 sem hernaðararmur kommúnistaflokksins í Kólumbíu, eftir að kólumbíski herinn réðst á landsvæði kommúnista í sveitum landsins. Þær árásir komu í kjölfar 10 ára borgarastríðs í landinu, sem kallað hefur verið La Violencia, og stóð frá 1948-1958.
Tengdar fréttir Opinskár fundur á Kúbu Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi mannréttindamál við Raul Castro, forseta Kúbu, í gær. Meirihluti Bandaríkjamanna styður bætt samskipti ríkjanna. 22. mars 2016 07:00 Kólumbíski herinn hættir árásum á skæruliða FARC Ákveðið var að hætta árásunum þar sem skæruliðahópurinn hefur staðið við einhliða vopnahlé sitt sem lýst var yfir þann 18. desember síðastliðinn. 11. mars 2015 23:28 Kólumbíustjórn og Farc-liðar samþykkja að leggja niður vopn Friðarviðræður deiluaðila hafa staðið yfir í kúbönsku höfuðborginni Havana síðastliðin þrjú ár. 22. júní 2016 23:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Opinskár fundur á Kúbu Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi mannréttindamál við Raul Castro, forseta Kúbu, í gær. Meirihluti Bandaríkjamanna styður bætt samskipti ríkjanna. 22. mars 2016 07:00
Kólumbíski herinn hættir árásum á skæruliða FARC Ákveðið var að hætta árásunum þar sem skæruliðahópurinn hefur staðið við einhliða vopnahlé sitt sem lýst var yfir þann 18. desember síðastliðinn. 11. mars 2015 23:28
Kólumbíustjórn og Farc-liðar samþykkja að leggja niður vopn Friðarviðræður deiluaðila hafa staðið yfir í kúbönsku höfuðborginni Havana síðastliðin þrjú ár. 22. júní 2016 23:30