Bjarni sakar borgina um „óbilgirni“ en aðhefst ekki vegna sölu á landspildu Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. ágúst 2016 19:58 Fjármálaráðherra segir að Reykjavíkurborg hafi sýnt mikla óbilgirni með því að hraða lokun hluta Reykjavíkurflugvallar og setja innanlandsflugið í uppnám. Hins vegar sér hann enga ástæðu til að aðhafast vegna athugasemda um að ríkið hafi ekki haft skýra lagaheimild til ráðstöfunar landspildu við suðurhluta neyðarbrautarinnar. Hjartað í vatnsmýri eru hagsmunasamtök þeirra sem vilja sjá Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri og á engum öðrum stað. Fulltrúar þessara samtaka sætta sig mjög illa við að búið sé að fjarlægja hluta flugbrautar 0624 og loka henni fyrir flugumferð. Þeir hafa nú komist að því að ríkisvaldið hafi verið í gruggugu vatni þegar það seldi borginni landspildu sunnan við flugbraut 0624 sem nefnd hefur verið „neyðarbraut“ í opinberri umræðu. Lögfræðingar fjármálaráðuneytins telja hins vegar að það hafi verið skýr lagaheimild þegar landið var selt. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki efast um það mat. Samningurinn haldi gildi sínu enda hafi afsal verið gefið út og kaupverð greitt. Bjarni segir hins vegar að borgarstjórn hafi gengið fram með mjög gagnrýniverðum hætti vegna Vatnsmýrarinnar og sett innanlandsflug í landinu í uppnám. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að menn hafi dregið of víðtækar ályktanir af dómi Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar í fjölmiðlum. Ljóst er að þjóðin muni áfram takast á um veru flugvallarins og þær íbúðir sem rísa nú á Hlíðarenda munu byggjast í skugga þessa ágreinings. Nýjasta framvinda málsins hefur hins vegar engin áhrif á uppbyggingu á Hlíðarenda enda snýst hún um sölu lands við suðurhluta flugbrautar 06/24. Sjá umfjöllun Stöðvar 2 í myndskeiði. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að Reykjavíkurborg hafi sýnt mikla óbilgirni með því að hraða lokun hluta Reykjavíkurflugvallar og setja innanlandsflugið í uppnám. Hins vegar sér hann enga ástæðu til að aðhafast vegna athugasemda um að ríkið hafi ekki haft skýra lagaheimild til ráðstöfunar landspildu við suðurhluta neyðarbrautarinnar. Hjartað í vatnsmýri eru hagsmunasamtök þeirra sem vilja sjá Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri og á engum öðrum stað. Fulltrúar þessara samtaka sætta sig mjög illa við að búið sé að fjarlægja hluta flugbrautar 0624 og loka henni fyrir flugumferð. Þeir hafa nú komist að því að ríkisvaldið hafi verið í gruggugu vatni þegar það seldi borginni landspildu sunnan við flugbraut 0624 sem nefnd hefur verið „neyðarbraut“ í opinberri umræðu. Lögfræðingar fjármálaráðuneytins telja hins vegar að það hafi verið skýr lagaheimild þegar landið var selt. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki efast um það mat. Samningurinn haldi gildi sínu enda hafi afsal verið gefið út og kaupverð greitt. Bjarni segir hins vegar að borgarstjórn hafi gengið fram með mjög gagnrýniverðum hætti vegna Vatnsmýrarinnar og sett innanlandsflug í landinu í uppnám. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að menn hafi dregið of víðtækar ályktanir af dómi Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar í fjölmiðlum. Ljóst er að þjóðin muni áfram takast á um veru flugvallarins og þær íbúðir sem rísa nú á Hlíðarenda munu byggjast í skugga þessa ágreinings. Nýjasta framvinda málsins hefur hins vegar engin áhrif á uppbyggingu á Hlíðarenda enda snýst hún um sölu lands við suðurhluta flugbrautar 06/24. Sjá umfjöllun Stöðvar 2 í myndskeiði.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira