Ikea á Íslandi lækkar verð enn eitt árið en skilar á sama tíma methagnaði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. ágúst 2016 13:39 Þórarinn Ævarsson segist ekki geta svarað því hvers vegna önnur fyrirtæki sjái ekki möguleika á því að lækka verð á milli ára. Vísir Ikea á Íslandi hefur ákveðið að lækka verð á öllum sínum vörum, þriðja árið í röð. Verðlækkanirnar hafa skilað methagnaði fyrir eigendur, að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra fyrirtæksins. Lækkunin nemur 3,2 prósentum, en í fyrra nam verðlækkunin 2,8 prósentum. Verð er þegar tekið að lækka í versluninni, en Ikea mun á morgun kynna nýjan vörulista sem markar upphaf nýs rekstrarárs fyrirtæksins og skuldbindur það sig til að halda verðinu óbreyttu í eitt ár. Þórarinn segir gott svigrúm til verðlækkana. „Við erum búin að vera með lágmarksverðbólgu í langan tíma og krónan er búin að styrkjast gagnvart evrunni sem er okkar innkaupamynt, gert það stöðugt í langan tíma og það hefur áhrif. Svo hefur olíuverð lækkað mikið sem hefur áhrif á allan innkaupakostnað, þ.e.a.s. verksmiðjur í útlöndum sem smíða og framleiða allar vörurnar fyrir okkur hafa lækkað verðin, og flutningskostnaður lækkað,“ segir Þórarinn. „Svo hefur verið meiri stöðugleiki núna en hefur verið í manna minnum. Allt þetta hjálpast að fyrir utan þá staðreynd að kakan er að stækka alveg feikilega mikið fyrir alla í viðskiptum á Íslandi. Þetta gerir að verkum að þrátt fyrir þónokkuð launaskrið og spennu á markaðnum er fínt svigrúm til að lækka.“ „Ég get svo sem ekki svarað fyrir önnur fyrirtæki. En það er greinilega mikið svigrúm hjá okkur. Við höfum gert þetta þrjú ár í röð, þrjú ár lækkað og fjórða árið hækkuðum við ekki þannig að þetta er lengri saga og á sama tíma hafa laun hækkað gríðarlega.“ En hafa verðlækkanirnar skilað sér í aukinni sölu? „Við lækkuðum í fyrra um 2,8% og þá vorum við að enda metár, 2015. Þetta rekstrarár sem endar í lok ágúst er langbesti árangur sem fyrirtækið hefur náð. Við jukum söluna í magni um rúmlega 20%. Þetta var aðgerð sem skilaði sér í lægra verði fyrir viðskiptavini, hærri launum fyrir viðskiptavini okkar og methagnaði fyrir eigendur. Þannig að ég myndi segja að þetta væri bara win-win-win.“Viðtalið við Þórarinn má heyra í spilaranum að ofan. Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Ikea á Íslandi hefur ákveðið að lækka verð á öllum sínum vörum, þriðja árið í röð. Verðlækkanirnar hafa skilað methagnaði fyrir eigendur, að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra fyrirtæksins. Lækkunin nemur 3,2 prósentum, en í fyrra nam verðlækkunin 2,8 prósentum. Verð er þegar tekið að lækka í versluninni, en Ikea mun á morgun kynna nýjan vörulista sem markar upphaf nýs rekstrarárs fyrirtæksins og skuldbindur það sig til að halda verðinu óbreyttu í eitt ár. Þórarinn segir gott svigrúm til verðlækkana. „Við erum búin að vera með lágmarksverðbólgu í langan tíma og krónan er búin að styrkjast gagnvart evrunni sem er okkar innkaupamynt, gert það stöðugt í langan tíma og það hefur áhrif. Svo hefur olíuverð lækkað mikið sem hefur áhrif á allan innkaupakostnað, þ.e.a.s. verksmiðjur í útlöndum sem smíða og framleiða allar vörurnar fyrir okkur hafa lækkað verðin, og flutningskostnaður lækkað,“ segir Þórarinn. „Svo hefur verið meiri stöðugleiki núna en hefur verið í manna minnum. Allt þetta hjálpast að fyrir utan þá staðreynd að kakan er að stækka alveg feikilega mikið fyrir alla í viðskiptum á Íslandi. Þetta gerir að verkum að þrátt fyrir þónokkuð launaskrið og spennu á markaðnum er fínt svigrúm til að lækka.“ „Ég get svo sem ekki svarað fyrir önnur fyrirtæki. En það er greinilega mikið svigrúm hjá okkur. Við höfum gert þetta þrjú ár í röð, þrjú ár lækkað og fjórða árið hækkuðum við ekki þannig að þetta er lengri saga og á sama tíma hafa laun hækkað gríðarlega.“ En hafa verðlækkanirnar skilað sér í aukinni sölu? „Við lækkuðum í fyrra um 2,8% og þá vorum við að enda metár, 2015. Þetta rekstrarár sem endar í lok ágúst er langbesti árangur sem fyrirtækið hefur náð. Við jukum söluna í magni um rúmlega 20%. Þetta var aðgerð sem skilaði sér í lægra verði fyrir viðskiptavini, hærri launum fyrir viðskiptavini okkar og methagnaði fyrir eigendur. Þannig að ég myndi segja að þetta væri bara win-win-win.“Viðtalið við Þórarinn má heyra í spilaranum að ofan.
Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira