Ikea á Íslandi lækkar verð enn eitt árið en skilar á sama tíma methagnaði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. ágúst 2016 13:39 Þórarinn Ævarsson segist ekki geta svarað því hvers vegna önnur fyrirtæki sjái ekki möguleika á því að lækka verð á milli ára. Vísir Ikea á Íslandi hefur ákveðið að lækka verð á öllum sínum vörum, þriðja árið í röð. Verðlækkanirnar hafa skilað methagnaði fyrir eigendur, að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra fyrirtæksins. Lækkunin nemur 3,2 prósentum, en í fyrra nam verðlækkunin 2,8 prósentum. Verð er þegar tekið að lækka í versluninni, en Ikea mun á morgun kynna nýjan vörulista sem markar upphaf nýs rekstrarárs fyrirtæksins og skuldbindur það sig til að halda verðinu óbreyttu í eitt ár. Þórarinn segir gott svigrúm til verðlækkana. „Við erum búin að vera með lágmarksverðbólgu í langan tíma og krónan er búin að styrkjast gagnvart evrunni sem er okkar innkaupamynt, gert það stöðugt í langan tíma og það hefur áhrif. Svo hefur olíuverð lækkað mikið sem hefur áhrif á allan innkaupakostnað, þ.e.a.s. verksmiðjur í útlöndum sem smíða og framleiða allar vörurnar fyrir okkur hafa lækkað verðin, og flutningskostnaður lækkað,“ segir Þórarinn. „Svo hefur verið meiri stöðugleiki núna en hefur verið í manna minnum. Allt þetta hjálpast að fyrir utan þá staðreynd að kakan er að stækka alveg feikilega mikið fyrir alla í viðskiptum á Íslandi. Þetta gerir að verkum að þrátt fyrir þónokkuð launaskrið og spennu á markaðnum er fínt svigrúm til að lækka.“ „Ég get svo sem ekki svarað fyrir önnur fyrirtæki. En það er greinilega mikið svigrúm hjá okkur. Við höfum gert þetta þrjú ár í röð, þrjú ár lækkað og fjórða árið hækkuðum við ekki þannig að þetta er lengri saga og á sama tíma hafa laun hækkað gríðarlega.“ En hafa verðlækkanirnar skilað sér í aukinni sölu? „Við lækkuðum í fyrra um 2,8% og þá vorum við að enda metár, 2015. Þetta rekstrarár sem endar í lok ágúst er langbesti árangur sem fyrirtækið hefur náð. Við jukum söluna í magni um rúmlega 20%. Þetta var aðgerð sem skilaði sér í lægra verði fyrir viðskiptavini, hærri launum fyrir viðskiptavini okkar og methagnaði fyrir eigendur. Þannig að ég myndi segja að þetta væri bara win-win-win.“Viðtalið við Þórarinn má heyra í spilaranum að ofan. Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Ikea á Íslandi hefur ákveðið að lækka verð á öllum sínum vörum, þriðja árið í röð. Verðlækkanirnar hafa skilað methagnaði fyrir eigendur, að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra fyrirtæksins. Lækkunin nemur 3,2 prósentum, en í fyrra nam verðlækkunin 2,8 prósentum. Verð er þegar tekið að lækka í versluninni, en Ikea mun á morgun kynna nýjan vörulista sem markar upphaf nýs rekstrarárs fyrirtæksins og skuldbindur það sig til að halda verðinu óbreyttu í eitt ár. Þórarinn segir gott svigrúm til verðlækkana. „Við erum búin að vera með lágmarksverðbólgu í langan tíma og krónan er búin að styrkjast gagnvart evrunni sem er okkar innkaupamynt, gert það stöðugt í langan tíma og það hefur áhrif. Svo hefur olíuverð lækkað mikið sem hefur áhrif á allan innkaupakostnað, þ.e.a.s. verksmiðjur í útlöndum sem smíða og framleiða allar vörurnar fyrir okkur hafa lækkað verðin, og flutningskostnaður lækkað,“ segir Þórarinn. „Svo hefur verið meiri stöðugleiki núna en hefur verið í manna minnum. Allt þetta hjálpast að fyrir utan þá staðreynd að kakan er að stækka alveg feikilega mikið fyrir alla í viðskiptum á Íslandi. Þetta gerir að verkum að þrátt fyrir þónokkuð launaskrið og spennu á markaðnum er fínt svigrúm til að lækka.“ „Ég get svo sem ekki svarað fyrir önnur fyrirtæki. En það er greinilega mikið svigrúm hjá okkur. Við höfum gert þetta þrjú ár í röð, þrjú ár lækkað og fjórða árið hækkuðum við ekki þannig að þetta er lengri saga og á sama tíma hafa laun hækkað gríðarlega.“ En hafa verðlækkanirnar skilað sér í aukinni sölu? „Við lækkuðum í fyrra um 2,8% og þá vorum við að enda metár, 2015. Þetta rekstrarár sem endar í lok ágúst er langbesti árangur sem fyrirtækið hefur náð. Við jukum söluna í magni um rúmlega 20%. Þetta var aðgerð sem skilaði sér í lægra verði fyrir viðskiptavini, hærri launum fyrir viðskiptavini okkar og methagnaði fyrir eigendur. Þannig að ég myndi segja að þetta væri bara win-win-win.“Viðtalið við Þórarinn má heyra í spilaranum að ofan.
Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira