Enski boltinn

Wenger vonast til að klófesta Mustafi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wenger brosandi á hliðarlínunni í Leicester í gær.
Wenger brosandi á hliðarlínunni í Leicester í gær. vísir/getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagði í samtali við franska sjónvarpsstöð í gær að hann vonaðist eftir því að Lundúnarliðið myndi ná að klófesta Shkodran Mustafi áður en félagsskiptaglugginn er úti.

Þýski miðvörðurinn sem er á mála hjá Valencia hefur verið orðaður við Arsenal undanfarna daga og vikur, en samkvæmt heimildum Sky fréttastofunar eru félögin í viðræðum um kaupverð.

Það er talið vera hátt í 30 milljónir punda, en sömu heimildir herma að Arsenal sé að reyna lækka það verð fyrir þennan þýska miðvörð.

„Mustafi? Við vonum að það verði klárað. Hann er einn leikmanna sem við erum að skoða. Viðræður eru í gangi," sagði Wenger í samtali við frönsku sjónvarpsstöðina SFR Sport.

Arsenal hefur verið í vandræðum með miðvarðarstöðina og hafa stuðningsmenn kallað eftir því að þeir fái leikmenn í þá stöðu, en í 4-3 tapi gegn Liverpool í fyrstu umferðinni spiluðu þeir Calum Chambers og Rob Holding.

Í markalausa jafnteflinu gegn Leicester í gær spiluðu þeir Laurent Koscielny og Rob Holding, en Per Mertesacker og Gabriel Paulista glíma við langtímameiðsli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×