Enski boltinn

Chelsea og PSG búin að ná samkomulagi um kaupin á David Luiz

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Luiz mun spila aftur í bláu treyjunni.
Luiz mun spila aftur í bláu treyjunni. vísir/epa
Chelsea greindi fyrir skemmstu frá því að félagið hefði náð samkomulagi við Paris Saint-Germain um kaup á brasilíska varnarmanninum David Luiz.

Hann á nú aðeins eftir að standast læknisskoðun og semja um kaup og kjör við Chelsea.

Luiz þekkir vel til hjá Chelsea en hann lék með Lundúnaliðinu á árunum 2011-14. Luiz vann þrjá stóra titla sem leikmaður Chelsea, þ.á.m. Meistaradeild Evrópu vorið 2012.

Chelsea seldi Luiz til PSG sumarið 2014 fyrir 50 milljónir punda en kaupir hann núna til baka á 30 milljónir punda.

Luiz er annar leikmaðurinn sem Chelsea kaupir í dag en fyrr í dag var spænski varnarmaðurinn Marcos Alonso kynntur til leiks hjá félaginu.

Kólumbíumaðurinn Juan Cuadrado var hins vegar lánaður aftur til Juventus. Nýi lánssamningurinn er til þriggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×