Afkoma Arion banka undir væntingum Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2016 17:29 Arion Banki. Hagnaður Arion banka á fyrri helming ársins 2016 nam 9,8 milljörðum króna samanborið við 19,3 milljarða króna á sama tímabili 2015. Í tilkynningu frá bankanum segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion, að afkoma bankans fyrstu sex mánuði sé undir væntingum. Grunnrekstur bankans hafi gengið ágætlega en ytri aðstæður hafi verið óhagstæðar. Nefnir hann að fjármagnstekjur, aðrar en sala Valitor á hlutabréfum í Visa Europe, hafi verið undir væntingum og er bókfært umtalsvert tap af hlutabréfaeign bankans í skráðum félögum. „Arion banki sá um allar nýskráningar í kauphöll á árinu 2015 en engar skráningar hafa átt sér stað á þessu ári og hefur það áhrif á þóknanatekjur bankans. Rekstrarkostnaður eykst og munar þar mest um hærri launakostnað, fyrst og fremst vegna kjarasamninga. Talsverð fjölgun starfsfólks í kjölfar aukinna umsvifa hefur þar einnig áhrif, ekki síst nýtt útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli sem var opnað í maí og er opið allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þar teljum vera góð sóknarfæri. Starfsfólki fjölgar einnig í Valitor þar sem áfram er fjárfest í vexti á erlendum vettvangi,“ segir Höskuldur í tilkynningunni sem má lesa í heild hér fyrir neðan: Hagnaður Arion banka á fyrri helming ársins 2016 nam 9,8 milljörðum króna samanborið við 19,3 milljarða króna á sama tímabili 2015. Arðsemi eigin fjár var 9,5% samanborið við 22,8% fyrir sama tímabil árið 2015. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 2,8 milljörðum króna samanborið við 7,8 milljarða á fyrri helming ársins 2015. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi nam 2,8% samanborið við 9,8% á fyrri helming ársins 2015.Heildareignir námu 1.035,0 milljörðum króna í lok júní samanborið við 1.011,0 milljarða króna í árslok 2015 og eigið fé hluthafa bankans nam 199,2 milljörðum króna í lok júní, samanborið við 192,8 milljarða króna í árslok 2015. Efnahagur bankans er sterkur og lögð hefur verið áhersla á trygga lausafjárstöðu í aðdraganda afnáms fjármagnshafta.Eiginfjárhlutfall bankans í lok júní var 27,8% en var 24,2% í árslok 2015. Hlutfall eiginfjárþáttar A hækkaði og nam 26,8% samanborið við 23,4% í árslok 2015. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka:„Afkoma bankans á fyrstu sex mánuðum ársins er undir væntingum. Grunnrekstur bankans gekk engu að síður ágætlega á tímabilinu en ytri aðstæður voru um margt óhagstæðar. Góður vöxtur var í útlánum, sérstaklega til fyrirtækja en lán bankans til fyrirtækja hafa aukist um 8% frá áramótum og hreinar vaxtatekjur aukast um 11%. Arion banki er vel búinn undir þær breytingar sem afnámi hafta fylgja, með traustan efnahag og sterka lausafjárstöðu.Aðstæður á fjármálamörkuðum á tímabilinu voru bankanum óhagstæðar. Þannig eru fjármagnstekjur, aðrar en sala Valitor á hlutabréfum í Visa Europe, undir okkar væntingum og er bókfært umtalsvert tap af hlutabréfaeign bankans í skráðum félögum. Arion banki sá um allar nýskráningar í kauphöll á árinu 2015 en engar skráningar hafa átt sér stað á þessu ári og hefur það áhrif á þóknanatekjur bankans. Rekstrarkostnaður eykst og munar þar mest um hærri launakostnað, fyrst og fremst vegna kjarasamninga. Talsverð fjölgun starfsfólks í kjölfar aukinna umsvifa hefur þar einnig áhrif, ekki síst nýtt útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli sem var opnað í maí og er opið allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þar teljum vera góð sóknarfæri. Starfsfólki fjölgar einnig í Valitor þar sem áfram er fjárfest í vexti á erlendum vettvangi.Arion banki hefur verið leiðandi íslenskra banka á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í nýrri fjármögnun. Í apríl gaf bankinn út öðru sinni skuldabréf í evrum til breiðs hóps fjárfesta á umtalsvert hagstæðari kjörum en fyrra skuldabréfið sem var gefið út fyrir um ári síðan. Þessar útgáfur hafa verið mjög vel heppnaðar og gengi þeirra á eftirmarkaði hefur sýnt að eftirspurn eftir útgáfu bankans er umtalsverð. Bankinn hefur sömuleiðis gefið út sértryggð skuldabréf og víxla á íslenska markaðnum sem hefur verið vel tekið.“ Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Hagnaður Arion banka á fyrri helming ársins 2016 nam 9,8 milljörðum króna samanborið við 19,3 milljarða króna á sama tímabili 2015. Í tilkynningu frá bankanum segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion, að afkoma bankans fyrstu sex mánuði sé undir væntingum. Grunnrekstur bankans hafi gengið ágætlega en ytri aðstæður hafi verið óhagstæðar. Nefnir hann að fjármagnstekjur, aðrar en sala Valitor á hlutabréfum í Visa Europe, hafi verið undir væntingum og er bókfært umtalsvert tap af hlutabréfaeign bankans í skráðum félögum. „Arion banki sá um allar nýskráningar í kauphöll á árinu 2015 en engar skráningar hafa átt sér stað á þessu ári og hefur það áhrif á þóknanatekjur bankans. Rekstrarkostnaður eykst og munar þar mest um hærri launakostnað, fyrst og fremst vegna kjarasamninga. Talsverð fjölgun starfsfólks í kjölfar aukinna umsvifa hefur þar einnig áhrif, ekki síst nýtt útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli sem var opnað í maí og er opið allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þar teljum vera góð sóknarfæri. Starfsfólki fjölgar einnig í Valitor þar sem áfram er fjárfest í vexti á erlendum vettvangi,“ segir Höskuldur í tilkynningunni sem má lesa í heild hér fyrir neðan: Hagnaður Arion banka á fyrri helming ársins 2016 nam 9,8 milljörðum króna samanborið við 19,3 milljarða króna á sama tímabili 2015. Arðsemi eigin fjár var 9,5% samanborið við 22,8% fyrir sama tímabil árið 2015. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 2,8 milljörðum króna samanborið við 7,8 milljarða á fyrri helming ársins 2015. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi nam 2,8% samanborið við 9,8% á fyrri helming ársins 2015.Heildareignir námu 1.035,0 milljörðum króna í lok júní samanborið við 1.011,0 milljarða króna í árslok 2015 og eigið fé hluthafa bankans nam 199,2 milljörðum króna í lok júní, samanborið við 192,8 milljarða króna í árslok 2015. Efnahagur bankans er sterkur og lögð hefur verið áhersla á trygga lausafjárstöðu í aðdraganda afnáms fjármagnshafta.Eiginfjárhlutfall bankans í lok júní var 27,8% en var 24,2% í árslok 2015. Hlutfall eiginfjárþáttar A hækkaði og nam 26,8% samanborið við 23,4% í árslok 2015. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka:„Afkoma bankans á fyrstu sex mánuðum ársins er undir væntingum. Grunnrekstur bankans gekk engu að síður ágætlega á tímabilinu en ytri aðstæður voru um margt óhagstæðar. Góður vöxtur var í útlánum, sérstaklega til fyrirtækja en lán bankans til fyrirtækja hafa aukist um 8% frá áramótum og hreinar vaxtatekjur aukast um 11%. Arion banki er vel búinn undir þær breytingar sem afnámi hafta fylgja, með traustan efnahag og sterka lausafjárstöðu.Aðstæður á fjármálamörkuðum á tímabilinu voru bankanum óhagstæðar. Þannig eru fjármagnstekjur, aðrar en sala Valitor á hlutabréfum í Visa Europe, undir okkar væntingum og er bókfært umtalsvert tap af hlutabréfaeign bankans í skráðum félögum. Arion banki sá um allar nýskráningar í kauphöll á árinu 2015 en engar skráningar hafa átt sér stað á þessu ári og hefur það áhrif á þóknanatekjur bankans. Rekstrarkostnaður eykst og munar þar mest um hærri launakostnað, fyrst og fremst vegna kjarasamninga. Talsverð fjölgun starfsfólks í kjölfar aukinna umsvifa hefur þar einnig áhrif, ekki síst nýtt útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli sem var opnað í maí og er opið allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þar teljum vera góð sóknarfæri. Starfsfólki fjölgar einnig í Valitor þar sem áfram er fjárfest í vexti á erlendum vettvangi.Arion banki hefur verið leiðandi íslenskra banka á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í nýrri fjármögnun. Í apríl gaf bankinn út öðru sinni skuldabréf í evrum til breiðs hóps fjárfesta á umtalsvert hagstæðari kjörum en fyrra skuldabréfið sem var gefið út fyrir um ári síðan. Þessar útgáfur hafa verið mjög vel heppnaðar og gengi þeirra á eftirmarkaði hefur sýnt að eftirspurn eftir útgáfu bankans er umtalsverð. Bankinn hefur sömuleiðis gefið út sértryggð skuldabréf og víxla á íslenska markaðnum sem hefur verið vel tekið.“
Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira