Lífið

Verðmætasta heimili Bandaríkjanna

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/christiesrealestate.com
Nýr keppandi um titilinn verðmætasta heimili Bandaríkjanna er landareignin Gemini í Flórída. Um er að ræða hluta af sandrifi sem er sextán ekrur. Þar eru nokkur hús, golfvöllur, körfuboltavöllur og einkaströnd. Landareignin er til sölu á 195 milljónir dala eða tæpa 23 milljarða króna.

Nánari upplýsingar um húsið og landareignina má sjá í myndböndunum hér að neðan.

Hægt er að sjá myndir á vef fasteignasölunnar Christie's.

Síðasta heimili sem var talið verðmætast var Playboy höllin og var hún sett á sölu fyrir 200 milljónir dala. Hún seldist hins vegar nýverið fyrir einungis hundrað milljónir, eða um ellefu milljarða króna.





Gemini | A Luxury Home For Sale in Manalapan, Florida | Christies International Real Estate from Luxury Real Estate South Florida on Vimeo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×