Þingið sem fyrirtæki Ingibjörg Óðinsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 07:00 Ætla mætti að það sem skori hæst í könnunum innan fyrirtækja á starfsánægju væru launakjör. Svo er þó ekki. Það sem yfirleitt skorar hæst er tilfinningin að vera metinn í starfi, traust yfirmanns og að viðkomandi fái að njóta sín sem einstaklingur. Þessi atriði skora öll mjög hátt í starfsánægju. Ábyrgð á verkefnum er einnig ofarlega á lista og starfsöryggi. Þingmenn eru ekkert öðruvísi en aðrir starfsmenn að þessu leyti. Þeir vilja fá að njóta sín sem einstaklingar og fá á tilfinninguna að störf þeirra skipti máli. En það er himinn og haf á milli þingsins sem vinnustaðar og venjulegs fyrirtækis. Fyrir það fyrsta stefna allir í vel reknu fyrirtæki að sama markmiðinu, hvernig sem það er skilgreint, þar sem hver hefur sitt hlutverk sem hlekkur í keðjunni. Í þinginu er hins vegar tilhneiging til að „afskrifa“ þá starfsmenn sem ekki tilheyra meirihluta hverju sinni og láta eins og þeir séu ekki til. Þeim er haldið úti í kuldanum og þeirra hugmyndir ekki teknar til greina. Innan fyrirtækja eru oft nokkrar deildir og innan þingsins eru þingflokkar. Deildir fyrirtækja þurfa að vinna saman til að ná markmiðinu og þó oft sé rígur á milli eru allir meðvitaðir um að það sé allra hagur að heyra ólík sjónarmið til að finna lausnir. Innan þingsins eru ólík sjónarmið helst kæfð í fæðingu og góðlátlega bent á þekkingar- eða reynsluleysi viðkomandi og jafnvel gefið í skyn að hann hafi einhvern annarlegan tilgang. Innan fyrirtækja eru haldnir fundir með skilgreindri dagskrá og virkri fundarstjórn og þar hvarflar t.d. ekki að neinum að ræða „þrif á húsnæði“ undir liðnum „10 stærstu viðskiptavinirnir“. Vegna galla í þingsköpum geta þingmenn hins vegar farið langt út fyrir efnið sem sett er á dagskrá og haldið öllum í heljargreipum í óskilgreindan tíma, sbr. liðinn „fundarsköp forseta“, sem er skelfileg nýting á tíma.Taka ekki undir góðar hugmyndir Innan fyrirtækja er oft notað hugarflæði (brainstorming) til að kalla fram góðar hugmyndir og þeim sem kemur með góða hugmynd er hrósað og hugmyndin eignuð honum. Í þinginu er barist gegn því eins og líf liggi við að taka undir góðar hugmyndir „hinna“ og færni þingmanna metin í því hversu hratt þeir átti sig á hugsanlegum, mögulegum slæmum afleiðingum hugmyndarinnar. Innan fyrirtækja eru fjölmargar aðgerðir í gangi til að þétta hópinn og efla liðsandann, hvort sem það er í formi opinna rýma, róteringa á milli starfa, reglulegra funda, skemmtilegra uppákoma eða sameiginlegra átaksverkefna. Í þinginu er hver flokkur í sínu þingflokksherbergi, sem aðrir koma ekki óboðnir í, og á sitt eigið borð í matsalnum. Þannig er markvisst ýtir undir „við“ / „þið“ kúltúrinn í þinginu. Þess er auk þess sérstaklega gætt að halda minnihlutanum hverju sinni sem mest utan við umræðuna og meirihlutaþingmenn litnir hornauga ef þeir gefa sig of mikið á tal við „andstæðinginn“. Hvernig má það vera, með vitneskju um allar þessar starfsánægjukannanir innan fyrirtækja, að þingið reyni ekki að tileinka sér eitthvað af því sem virkar til að ná betri árangri? Hátt brottfall alþingismanna af þingi gefur sterkar vísbendingar um að þingmönnum líði ekki vel í vinnunni, en hvers vegna næst ekki samstaða um að nýta tíma allra betur og vinna meira saman? Horfum lengra fram í tímann og einbeitum okkur að lausnum. Þingmenn eru starfsmenn þjóðarinnar og þeim ber að vinna fyrir kaupinu og nýta tímann sinn vel eins og hægt er, líkt og allir aðrir starfsmenn.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ætla mætti að það sem skori hæst í könnunum innan fyrirtækja á starfsánægju væru launakjör. Svo er þó ekki. Það sem yfirleitt skorar hæst er tilfinningin að vera metinn í starfi, traust yfirmanns og að viðkomandi fái að njóta sín sem einstaklingur. Þessi atriði skora öll mjög hátt í starfsánægju. Ábyrgð á verkefnum er einnig ofarlega á lista og starfsöryggi. Þingmenn eru ekkert öðruvísi en aðrir starfsmenn að þessu leyti. Þeir vilja fá að njóta sín sem einstaklingar og fá á tilfinninguna að störf þeirra skipti máli. En það er himinn og haf á milli þingsins sem vinnustaðar og venjulegs fyrirtækis. Fyrir það fyrsta stefna allir í vel reknu fyrirtæki að sama markmiðinu, hvernig sem það er skilgreint, þar sem hver hefur sitt hlutverk sem hlekkur í keðjunni. Í þinginu er hins vegar tilhneiging til að „afskrifa“ þá starfsmenn sem ekki tilheyra meirihluta hverju sinni og láta eins og þeir séu ekki til. Þeim er haldið úti í kuldanum og þeirra hugmyndir ekki teknar til greina. Innan fyrirtækja eru oft nokkrar deildir og innan þingsins eru þingflokkar. Deildir fyrirtækja þurfa að vinna saman til að ná markmiðinu og þó oft sé rígur á milli eru allir meðvitaðir um að það sé allra hagur að heyra ólík sjónarmið til að finna lausnir. Innan þingsins eru ólík sjónarmið helst kæfð í fæðingu og góðlátlega bent á þekkingar- eða reynsluleysi viðkomandi og jafnvel gefið í skyn að hann hafi einhvern annarlegan tilgang. Innan fyrirtækja eru haldnir fundir með skilgreindri dagskrá og virkri fundarstjórn og þar hvarflar t.d. ekki að neinum að ræða „þrif á húsnæði“ undir liðnum „10 stærstu viðskiptavinirnir“. Vegna galla í þingsköpum geta þingmenn hins vegar farið langt út fyrir efnið sem sett er á dagskrá og haldið öllum í heljargreipum í óskilgreindan tíma, sbr. liðinn „fundarsköp forseta“, sem er skelfileg nýting á tíma.Taka ekki undir góðar hugmyndir Innan fyrirtækja er oft notað hugarflæði (brainstorming) til að kalla fram góðar hugmyndir og þeim sem kemur með góða hugmynd er hrósað og hugmyndin eignuð honum. Í þinginu er barist gegn því eins og líf liggi við að taka undir góðar hugmyndir „hinna“ og færni þingmanna metin í því hversu hratt þeir átti sig á hugsanlegum, mögulegum slæmum afleiðingum hugmyndarinnar. Innan fyrirtækja eru fjölmargar aðgerðir í gangi til að þétta hópinn og efla liðsandann, hvort sem það er í formi opinna rýma, róteringa á milli starfa, reglulegra funda, skemmtilegra uppákoma eða sameiginlegra átaksverkefna. Í þinginu er hver flokkur í sínu þingflokksherbergi, sem aðrir koma ekki óboðnir í, og á sitt eigið borð í matsalnum. Þannig er markvisst ýtir undir „við“ / „þið“ kúltúrinn í þinginu. Þess er auk þess sérstaklega gætt að halda minnihlutanum hverju sinni sem mest utan við umræðuna og meirihlutaþingmenn litnir hornauga ef þeir gefa sig of mikið á tal við „andstæðinginn“. Hvernig má það vera, með vitneskju um allar þessar starfsánægjukannanir innan fyrirtækja, að þingið reyni ekki að tileinka sér eitthvað af því sem virkar til að ná betri árangri? Hátt brottfall alþingismanna af þingi gefur sterkar vísbendingar um að þingmönnum líði ekki vel í vinnunni, en hvers vegna næst ekki samstaða um að nýta tíma allra betur og vinna meira saman? Horfum lengra fram í tímann og einbeitum okkur að lausnum. Þingmenn eru starfsmenn þjóðarinnar og þeim ber að vinna fyrir kaupinu og nýta tímann sinn vel eins og hægt er, líkt og allir aðrir starfsmenn.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun