Innlent

Leikskólastjórar segja hingað og ekki lengra

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Leikskólastjórar afhentu borgarstjóra ályktunina í dag.
Leikskólastjórar afhentu borgarstjóra ályktunina í dag. Mynd/KÍ
Leikskólastjórar í Reykjavík hafa afhent Degi B. Eggertssyni ályktun þar sem niðurskurði í leikskólum Reykjavíkur er mótmælt. Skora þeir á borgaryfirvöld að endurskoða fjárveitingar til leikskóla.

Mikið hefur verið rætt um fjárhagslega stöðu leikskóla í borginni eftir að Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri Nóaborgar, lýsti þeirri glímu sem hún hefur átt í við að stýra leikskóla sínum innan þess fjárhagsramma sem borgin setur leikskólum.

Þegar rekstrarniðurstöður fyrir árið 2015 voru kynntar með þeim skilaboðum til leikskólastjóra að spara þurfi enn meira, þar sem leikskólar taka tapið frá fyrra ári með sér inn í nýtt ár.

Í ályktun leikskólastjóranna segir leikskólastjórnendur sjái engar leiðir til þess að taka á sig halla síðasta árs eins og ætlast sé til. Fjármagnið sem leikskólarnir hafi fengið til þessa hafi vart dugað til að uppfylla þau námsskilyrði sem lög kveða á um.

„Fyrst borgaryfirvöld krefjast þess að leikskólar séu reknir fyrir sífellt minna fjármagn þá þurfa þau að stíga fram og segja okkur hvaða þjónustu við þurfum að hætta að veit,“ segir í ályktuninni.

Skora leikskólastjórarnir á borgaryfirvöld að endurskoða fjárveitingar til leikskóla í ljósi þess að borgin hafi skilað betri afkomu á þessu ári.


Tengdar fréttir

Leikskólastjórar rísa upp og „stöðva vitleysuna“

Leikskólastjórar í Reykjavík funduðu í gær í þeim tilgangi að reyna að „stöðva vitleysuna“ sem þeir segja niðurskurð til leikskóla vera. Borgarstjóra afhent ályktun í dag. Allir orðnir fullsaddir, segir leikskólastjóri.

Staðan á leikskólum aldrei verið jafn slæm

Staðan hefur aldrei verið svona slæm, segir leikskólastjóri í Reykjavík en skólanum hefur verið gert að skera enn frekar niður. Hún segir leikskólastjórnendur örmagna og ekki vita hvernig hægt sé að skera frekar niður en margir íhugi nú uppsögn vegna þessarar stöðu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×