Slæm fjárhagsstaða í leikskólum Reykjavíkur: „Kreppan var jólin miðað við þetta“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 12:45 Anna Margrét fór yfir stöðu mála á Facebook síðu sinni í gær. Vísir/Vilhelm „Ég er búin að vera leikskólastjóri í fimmtán ár núna fyrsta september, og það hefur aldrei verið svona eins og síðasta vetur og það sem af er þessu ári,“ segir Anna Margrét Ólafsdóttir í samtali við Vísi. Anna Margrét er leikskólastjóri Nóaborgar og segir fjárhagstöðu leikskóla í Reykjavík afar slæma. Hún birti á Facebook síðu sinni pistil þar sem hún fer yfir stöðu mála. „Fyrir rúmar 30.000 krónur á dag á ég að sjá 100 manns fyrir morgunmat, ávaxtastund, hádegisverði og síðdegishressingu. Bara fiskurinn kostar til dæmis um 24.000 og þá er allt annað eftir,“ segir í færslunni. „Það hefur aldrei verið góðæri í leikskólanum og alltaf hefur þurft að forgangsraða og horfa í hverja einustu krónu. Bara það að endurnýja dýnur fyrir börnin getur sett fjármálin í uppnám, undarlegt hljóð í þvottavélinni getur kallað fram kvíðakast og maður fær samviskubit við það að senda starfsfólkið í Góða hirðinn til að kaupa leikefni.“ „Undantekningarlítið hef ég hlakkað til að fara í vinnuna á hverjum einasta degi og talið mig vera heppna að fá að vinna við það sem mér finnst skemmtilegast í heimi. Síðasti vetur og það sem af er þessu ári er erfiðasta tímabil sem ég hef átt í mínu starfi og ég skrifa það nánast að öllu leyti á þann meirihluta sem nú stjórnar borginni,“ segir í færslu Önnu Margrétar.Anna Margrét ÓlafsdóttirÞörf á róttækum aðgerðum „Ég get ekki boðið mér, starfsfólki mínu né börnunum í leikskólanum mínum upp á annan svona álagsvetur, við eigum öll svo miklu betra skilið. Ég studdi þennan meirihluta til valda og hafði mikla trú á honum en það traust fer þverrandi með hverjum deginum sem líður.“ „Það er deginum ljósara að þetta ástand gengur ekki upp og verður borgin að horfast í augu við það að þjónustan við börnin mun skerðast og starfsfólk mun hverfa til annarra starfa. Veikindi starfsmanna hafa aukist á þessu ári og má eflaust rekja það a.m.k. að hluta til til aukins álags. Skóli án aðgreiningar er stefnan og er ég hlynnt henni en hún kostar pening og harkalegur niðurskurður í sérkennslu bitnar illa á þeim sem síst mega við því.“ „Það þarf að gera eitthvað róttækt í skólamálunum og það strax, áður en það verður of seint.“Aldrei verið góðæri í leikskólum Í samtali við Vísi sagðist Anna Margrét hafa tekið saman gögn um niðurskurð og sent til borgaryfirvalda. „Árið 2008 var gert ráð fyrir 2.900 krónum á ári fyrir kennslugögn fyrir hvert barn. Nú er það um 1.800 krónur á barn og hefur sú upphæði haldist óbreytt í krónum að minnsta kosti frá árinu 2011. Þetta á að duga til að kaupa öll leikefni, leikföng, bækur, skriffæri, liti, málningu, lím og annað. Þetta er semsagt 1800 krónur á ári á hvert barn. Þetta er allt svona. Endurnýjun og viðhald búnaðar var árið 2015 51 prósent af því sem það var 2008. Það er ennþá verið að skera niður.“ „Kreppan var jólin miðað við þetta, það er bara þannig. Það gekk alveg í kreppunni, samt hefur aldrei verið góðæri í leikskólunum og alltaf þurft að spá í hverri einustu krónu sem hefur farið út. Aldrei neitt bruðl, aldrei neitt svigrúm til að gera neitt svoleiðis,“ segir Anna Margrét. Ekki náðist í fulltrúa Reykjavíkurborgar við gerð fréttarinnar. Facebook færslu Önnu Margrétar má lesa í heild hér fyrir neðan. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Ég er búin að vera leikskólastjóri í fimmtán ár núna fyrsta september, og það hefur aldrei verið svona eins og síðasta vetur og það sem af er þessu ári,“ segir Anna Margrét Ólafsdóttir í samtali við Vísi. Anna Margrét er leikskólastjóri Nóaborgar og segir fjárhagstöðu leikskóla í Reykjavík afar slæma. Hún birti á Facebook síðu sinni pistil þar sem hún fer yfir stöðu mála. „Fyrir rúmar 30.000 krónur á dag á ég að sjá 100 manns fyrir morgunmat, ávaxtastund, hádegisverði og síðdegishressingu. Bara fiskurinn kostar til dæmis um 24.000 og þá er allt annað eftir,“ segir í færslunni. „Það hefur aldrei verið góðæri í leikskólanum og alltaf hefur þurft að forgangsraða og horfa í hverja einustu krónu. Bara það að endurnýja dýnur fyrir börnin getur sett fjármálin í uppnám, undarlegt hljóð í þvottavélinni getur kallað fram kvíðakast og maður fær samviskubit við það að senda starfsfólkið í Góða hirðinn til að kaupa leikefni.“ „Undantekningarlítið hef ég hlakkað til að fara í vinnuna á hverjum einasta degi og talið mig vera heppna að fá að vinna við það sem mér finnst skemmtilegast í heimi. Síðasti vetur og það sem af er þessu ári er erfiðasta tímabil sem ég hef átt í mínu starfi og ég skrifa það nánast að öllu leyti á þann meirihluta sem nú stjórnar borginni,“ segir í færslu Önnu Margrétar.Anna Margrét ÓlafsdóttirÞörf á róttækum aðgerðum „Ég get ekki boðið mér, starfsfólki mínu né börnunum í leikskólanum mínum upp á annan svona álagsvetur, við eigum öll svo miklu betra skilið. Ég studdi þennan meirihluta til valda og hafði mikla trú á honum en það traust fer þverrandi með hverjum deginum sem líður.“ „Það er deginum ljósara að þetta ástand gengur ekki upp og verður borgin að horfast í augu við það að þjónustan við börnin mun skerðast og starfsfólk mun hverfa til annarra starfa. Veikindi starfsmanna hafa aukist á þessu ári og má eflaust rekja það a.m.k. að hluta til til aukins álags. Skóli án aðgreiningar er stefnan og er ég hlynnt henni en hún kostar pening og harkalegur niðurskurður í sérkennslu bitnar illa á þeim sem síst mega við því.“ „Það þarf að gera eitthvað róttækt í skólamálunum og það strax, áður en það verður of seint.“Aldrei verið góðæri í leikskólum Í samtali við Vísi sagðist Anna Margrét hafa tekið saman gögn um niðurskurð og sent til borgaryfirvalda. „Árið 2008 var gert ráð fyrir 2.900 krónum á ári fyrir kennslugögn fyrir hvert barn. Nú er það um 1.800 krónur á barn og hefur sú upphæði haldist óbreytt í krónum að minnsta kosti frá árinu 2011. Þetta á að duga til að kaupa öll leikefni, leikföng, bækur, skriffæri, liti, málningu, lím og annað. Þetta er semsagt 1800 krónur á ári á hvert barn. Þetta er allt svona. Endurnýjun og viðhald búnaðar var árið 2015 51 prósent af því sem það var 2008. Það er ennþá verið að skera niður.“ „Kreppan var jólin miðað við þetta, það er bara þannig. Það gekk alveg í kreppunni, samt hefur aldrei verið góðæri í leikskólunum og alltaf þurft að spá í hverri einustu krónu sem hefur farið út. Aldrei neitt bruðl, aldrei neitt svigrúm til að gera neitt svoleiðis,“ segir Anna Margrét. Ekki náðist í fulltrúa Reykjavíkurborgar við gerð fréttarinnar. Facebook færslu Önnu Margrétar má lesa í heild hér fyrir neðan.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira