Erlent

Hringja í tapara

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Danir tapa og tapa í spilum.
Danir tapa og tapa í spilum.
Tap Dana vegna þátttöku í fjárhættuspilum hjá hinum ýmsu fyrirtækjum hefur vaxið um tuttugu prósent á fimm árum. Tapið nemur nú um níu milljörðum danskra króna á ári, að sögn danska ríkisútvarpsins.

Danskar getraunir reyna nú að ná til þeirra sem tapa mest og hringja í þá en alls nam tap Dana vegna spila hjá Dönskum getraunum 4,7 milljörðum danskra króna í fyrra. 

Fulltrúi Danskra getrauna ræðir um spilaaðferðir við spilarana og upplýsir um hvar hægt sé að leita sér aðstoðar þegar vandi blasir við.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×