Hafnar ásökunum um afskipti í Norðvesturkjördæmi Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2016 18:44 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Vísir/Stefán Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, hafnar öllum ásökunum um að hafa reynt að hafa áhrif á prófkjör flokksins í Norðvesturkjördæmi. Hún hefur verið sökuð um að hafa hringt í fólk eftir að búið var að kjósa í fyrri kosningum og reynt að hafa áhrif á uppröðun á lista flokksins.Samkvæmt Rúv hafa fleiri Píratar stigið fram og sagt svipaða sögu. „Á mig eru bornar mjög alvarlegar ásakanir um að ég hafi reynt að hafa áhrif á prófkjör Pírata í Norðvesturkjördæmi. Ég vil af því tilefni segja eftirfarandi: Ég hef ekki hringt í fólk í þeim tilgangi að hvetja það til að kjósa á einhvern tiltekinn hátt í prófkjörum Pírata undanfarnar vikur,“ segir Birgitta á Facebooksíðu sinni. Í samtali við RÚV segir Ágúst Beaumont, ritari Pírata á Vesturlandi, að Birgitta hafi hringt í hann og lýst yfir óánægju með að Gunnar Ingiberg skuli ekki hafa verið ofar á lista. Hann segir Birgittu hafa sett sig í það verkefni að „sjá til þess að hann komist í að minnsta kosti þriðja sæti, en að sjálfsögðu helst í annað.” Listinn var þó felldur af Pírötum eftir að Þórður Pétursson, oddviti, var sakaður um smölun.Sjá einnig: „Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Birgitta segist ekki hafa farið fram á að fólki væri raðað á lista eftir tiltekinni röð né að listum yrði hafnað. „Enda hafði ég ekki til þess umboð, vald eða vilja. Sjálf átti ég í erfiðleikum með að ákveða hvernig ég ætti að nýta minn kosningarétt í staðfestingarkosningu fyrir Norðvesturkjördæmi, einmitt vegna þess að málefni listans voru flókin og báðar hliðar höfðu eitthvað til síns máls.“ Hún segist vilja funda með hluteigandi við fyrsta tækifæri til að „reyna að skilja hvernig viðkomandi upplifði atburðarás undanfarinna vikna“. Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, hafnar öllum ásökunum um að hafa reynt að hafa áhrif á prófkjör flokksins í Norðvesturkjördæmi. Hún hefur verið sökuð um að hafa hringt í fólk eftir að búið var að kjósa í fyrri kosningum og reynt að hafa áhrif á uppröðun á lista flokksins.Samkvæmt Rúv hafa fleiri Píratar stigið fram og sagt svipaða sögu. „Á mig eru bornar mjög alvarlegar ásakanir um að ég hafi reynt að hafa áhrif á prófkjör Pírata í Norðvesturkjördæmi. Ég vil af því tilefni segja eftirfarandi: Ég hef ekki hringt í fólk í þeim tilgangi að hvetja það til að kjósa á einhvern tiltekinn hátt í prófkjörum Pírata undanfarnar vikur,“ segir Birgitta á Facebooksíðu sinni. Í samtali við RÚV segir Ágúst Beaumont, ritari Pírata á Vesturlandi, að Birgitta hafi hringt í hann og lýst yfir óánægju með að Gunnar Ingiberg skuli ekki hafa verið ofar á lista. Hann segir Birgittu hafa sett sig í það verkefni að „sjá til þess að hann komist í að minnsta kosti þriðja sæti, en að sjálfsögðu helst í annað.” Listinn var þó felldur af Pírötum eftir að Þórður Pétursson, oddviti, var sakaður um smölun.Sjá einnig: „Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Birgitta segist ekki hafa farið fram á að fólki væri raðað á lista eftir tiltekinni röð né að listum yrði hafnað. „Enda hafði ég ekki til þess umboð, vald eða vilja. Sjálf átti ég í erfiðleikum með að ákveða hvernig ég ætti að nýta minn kosningarétt í staðfestingarkosningu fyrir Norðvesturkjördæmi, einmitt vegna þess að málefni listans voru flókin og báðar hliðar höfðu eitthvað til síns máls.“ Hún segist vilja funda með hluteigandi við fyrsta tækifæri til að „reyna að skilja hvernig viðkomandi upplifði atburðarás undanfarinna vikna“.
Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira