Tyrkir senda ellefu þúsund kennara í leyfi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. september 2016 07:00 Tyrknesk börn nýta síðustu daga sumarfrísins í að kæla sig niður í hitanum. Nordicphotos/AFP Ríkisstjórn Tyrklands hefur sent rúmlega ellefu þúsund grunnskólakennara í leyfi vegna hugsanlegra tengsla við hinn útlæga Verkamannaflokk Kúrda (PKK). Þessi rúmu ellefu þúsund bætast ofan á þá tugi þúsunda sem sagt var upp innan skólakerfisins eftir misheppnaða valdaránstilraun í júlí. Frá þessu greindi BBC í gær. Samkvæmt yfirlýsingu sem menntamálaráðuneyti Tyrklands sendi frá sér í gær voru alls 11.285 kennarar sendir í launað leyfi frá störfum í gær á meðan rannsókn á meintum tengslum stendur yfir. Ef upp kemst að umræddir kennarar tengjast PKK má búast við því að þeir missi vinnuna þar sem PKK eru álitin hryðjuverkasamtök í Tyrklandi sem og í Bandaríkjunum og innan Evrópusambandsins. Binali Yildirim forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi í borginni Diyarbakir í gær að fleiri væru grunaðir um að tengjast hryðjuverkahópum, alls um 14.000 kennarar. Þá hvatti Yildirim ríkisstjóra á þeim svæðum í suðausturhluta Tyrklands þar sem einna flestir Kúrdar búa til að ganga lengra í baráttunni gegn PKK. Þá greindi Anadolu, ríkisfréttastofa Tyrklands, frá því að búist væri við því að eftir rannsókn á meintum tengslum umræddra ellefu þúsunda yrðu mál þeirra tæpu þriggja þúsunda sem eftir standa rannsökuð. Eftir valdaránstilraun júlímánaðar, sem tyrknesk yfirvöld kenna útlæga klerknum Fethullah Gulen um, sagði tyrkneska ríkið upp rúmlega fimmtán þúsund starfsmönnum í skólakerfinu og afturkallaði kennsluréttindi um 21.000 grunnskólakennara. Þar með er ljóst að meira en þrjátíu þúsund kennarar hafa misst vinnuna í sumar þótt sumir þeirra muni snúa aftur ef grunur ríkisstjórnarinnar um tengsl við PKK reynist ekki á rökum reistur. Alls starfa 850 þúsund kennarar í Tyrklandi. Óljóst er hvaða áhrif þetta mun hafa á skólahald sem á að hefjast í næstu viku.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Erdogan styrkir stöðu sína í Tyrklandi Meira en milljón manns hélt út á götur í Istanbúl til að sýna stjórn Erdogans forseta samstöðu. 9. ágúst 2016 07:00 Tala látinna hækkar: Um þrjú þúsund hermenn handteknir í Tyrklandi Merkel, kanslari Þýskalands, hvetur stjórnvöld til þess að veita þeim brotlegu réttláta málsmeðferð lögum samkvæmt. 16. júlí 2016 17:01 Segir Tyrki vilja dauðarefsinguna aftur Þúsundir hafa verið handteknir í Tyrklandi í kjölfar misheppnaðs valdaráns á föstudaginn. 18. júlí 2016 21:13 Ingibjörg Sólrún: Skot og sprengingar í Istanbúl frameftir nóttu Fyrrum utanríkisráðherra er búsett í Tyrklandi. Hún segir Tyrki ekki hafa þurft á tilraun til valdaráns að halda. 16. júlí 2016 14:16 Erdogan lýsir yfir neyðarástandi Segir neyðarástandið til þess komið svo hægt væri að fjarlæga öll ummerki „þeirra hryðjuverkasamtaka“ sem komu að valdaráninu misheppnaða. 20. júlí 2016 21:09 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Ríkisstjórn Tyrklands hefur sent rúmlega ellefu þúsund grunnskólakennara í leyfi vegna hugsanlegra tengsla við hinn útlæga Verkamannaflokk Kúrda (PKK). Þessi rúmu ellefu þúsund bætast ofan á þá tugi þúsunda sem sagt var upp innan skólakerfisins eftir misheppnaða valdaránstilraun í júlí. Frá þessu greindi BBC í gær. Samkvæmt yfirlýsingu sem menntamálaráðuneyti Tyrklands sendi frá sér í gær voru alls 11.285 kennarar sendir í launað leyfi frá störfum í gær á meðan rannsókn á meintum tengslum stendur yfir. Ef upp kemst að umræddir kennarar tengjast PKK má búast við því að þeir missi vinnuna þar sem PKK eru álitin hryðjuverkasamtök í Tyrklandi sem og í Bandaríkjunum og innan Evrópusambandsins. Binali Yildirim forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi í borginni Diyarbakir í gær að fleiri væru grunaðir um að tengjast hryðjuverkahópum, alls um 14.000 kennarar. Þá hvatti Yildirim ríkisstjóra á þeim svæðum í suðausturhluta Tyrklands þar sem einna flestir Kúrdar búa til að ganga lengra í baráttunni gegn PKK. Þá greindi Anadolu, ríkisfréttastofa Tyrklands, frá því að búist væri við því að eftir rannsókn á meintum tengslum umræddra ellefu þúsunda yrðu mál þeirra tæpu þriggja þúsunda sem eftir standa rannsökuð. Eftir valdaránstilraun júlímánaðar, sem tyrknesk yfirvöld kenna útlæga klerknum Fethullah Gulen um, sagði tyrkneska ríkið upp rúmlega fimmtán þúsund starfsmönnum í skólakerfinu og afturkallaði kennsluréttindi um 21.000 grunnskólakennara. Þar með er ljóst að meira en þrjátíu þúsund kennarar hafa misst vinnuna í sumar þótt sumir þeirra muni snúa aftur ef grunur ríkisstjórnarinnar um tengsl við PKK reynist ekki á rökum reistur. Alls starfa 850 þúsund kennarar í Tyrklandi. Óljóst er hvaða áhrif þetta mun hafa á skólahald sem á að hefjast í næstu viku.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Erdogan styrkir stöðu sína í Tyrklandi Meira en milljón manns hélt út á götur í Istanbúl til að sýna stjórn Erdogans forseta samstöðu. 9. ágúst 2016 07:00 Tala látinna hækkar: Um þrjú þúsund hermenn handteknir í Tyrklandi Merkel, kanslari Þýskalands, hvetur stjórnvöld til þess að veita þeim brotlegu réttláta málsmeðferð lögum samkvæmt. 16. júlí 2016 17:01 Segir Tyrki vilja dauðarefsinguna aftur Þúsundir hafa verið handteknir í Tyrklandi í kjölfar misheppnaðs valdaráns á föstudaginn. 18. júlí 2016 21:13 Ingibjörg Sólrún: Skot og sprengingar í Istanbúl frameftir nóttu Fyrrum utanríkisráðherra er búsett í Tyrklandi. Hún segir Tyrki ekki hafa þurft á tilraun til valdaráns að halda. 16. júlí 2016 14:16 Erdogan lýsir yfir neyðarástandi Segir neyðarástandið til þess komið svo hægt væri að fjarlæga öll ummerki „þeirra hryðjuverkasamtaka“ sem komu að valdaráninu misheppnaða. 20. júlí 2016 21:09 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Erdogan styrkir stöðu sína í Tyrklandi Meira en milljón manns hélt út á götur í Istanbúl til að sýna stjórn Erdogans forseta samstöðu. 9. ágúst 2016 07:00
Tala látinna hækkar: Um þrjú þúsund hermenn handteknir í Tyrklandi Merkel, kanslari Þýskalands, hvetur stjórnvöld til þess að veita þeim brotlegu réttláta málsmeðferð lögum samkvæmt. 16. júlí 2016 17:01
Segir Tyrki vilja dauðarefsinguna aftur Þúsundir hafa verið handteknir í Tyrklandi í kjölfar misheppnaðs valdaráns á föstudaginn. 18. júlí 2016 21:13
Ingibjörg Sólrún: Skot og sprengingar í Istanbúl frameftir nóttu Fyrrum utanríkisráðherra er búsett í Tyrklandi. Hún segir Tyrki ekki hafa þurft á tilraun til valdaráns að halda. 16. júlí 2016 14:16
Erdogan lýsir yfir neyðarástandi Segir neyðarástandið til þess komið svo hægt væri að fjarlæga öll ummerki „þeirra hryðjuverkasamtaka“ sem komu að valdaráninu misheppnaða. 20. júlí 2016 21:09