Enski boltinn

Hvaða NFL-lið væru þínir menn í enska boltanum?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tom Brady og Wayne Rooney.
Tom Brady og Wayne Rooney. vísir/getty
NFL-deildin í amerískum fótbolta hefst í nótt þegar liðin sem mættust í Super Bowl í febrúar, Denver Broncos og Carolina Panthers, eigast við í upphafsleik tímabilsins.

Að því tilefni skrifaði Paolo Bandini, blaðamaður sem fjallar um bæði ensku úrvalsdeildina og NFL fyrir stóra miðla eins og ESPN og The Guardian, skemmtilega grein þar sem hann ber saman liðin í NFL og á Englandi.

Hann segir Manchester United vera New England Patriots þar sem þau hafa verið á toppnum um tveggja áratuga skeið. Þá er margt líkt með Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóra Manchester United, og Bill Belichik, þjálfara Patriots sem báðir gera bókstaflega allt til að vinna.

Arsenal er Cincinnati Bengals sem trúir á stöðugleika. Arsene Wenger er búinn að vera lengst allra í starfi í ensku úrvalsdeildinni og Marvin Lewis, þjálfari Bengals, næst lengst af öllum í NFL-deildinni. Bengals kemst regulega í úrslitakeppnina eins og Arsenal kemst í Meistaradeildina en hvorugt liðið nær að vinna þann stóra.

Liverpool er Dallas Cowboys sem hefur ekki orðið meistari síðan snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Liverpool og Dallas eiga eina stærstu stuðningsmannakjarna heims og eru risastór vörumerki þó illa gangi oft hjá liðunum.

Þessa skemmtilegu grein má lesa í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×