Tragíkómísk samtímasaga í Tjarnarbíói Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. september 2016 09:30 Sólveig og Sveinn Ólafur á sviðinu í Tjarnarbíói sem Sóley Rós og Hallur. Mynd/Jóhanna H. Þorkelsdóttir Sóley Rós er mamma, amma, eiginkona og skúringakona. Hún er venjuleg kona en líka einstök. Kona sem hefur upplifað gleði og sorgir, sigra og ósigra,“ segir Sólveig Guðmundsdóttir leikkona. Hún leikur titilhlutverkið í leikritinu Sóley Rós ræstitæknir sem hún er höfundur að ásamt Maríu Reyndal sem leikstýrir því. Verkið verður frumsýnt í Tjarnarbíói á laugardaginn klukkan 20.30. Sólveig segir leikritið vera tragíkómíska samtímasögu. Hún og María hafi unnið það upp úr sannri frásögn 42 ára móður sem býr og starfar fyrir norðan og lýsir því hvernig það kom til að frásögnin þróaðist yfir í leikrit. „Maríu barst til eyrna saga skúringakonu sem hafði frætt samstarfskonu sína um líf sitt smátt og smátt og samstarfskonan raðað bútunum saman í stærri heild. Við María settum okkur í samband við skúringakonuna og tókum viðtöl við hana, ætluðum að tala við fleira fólk en fannst hennar saga svo heilsteypt og spennandi að við ákváðum að vinna einungis með hana. Konan sagði svo vel og skemmtilega frá og málaði líf sitt skýrum dráttum.“ Konan sem leikritið hverfist um varð móðir ung að árum, að sögn Sólveigar. „Hún eignast sitt fyrsta barn fimmtán ára gömul. Það var stór viðburður í hennar lífi eins og nærri má geta og verkið hverfist dálítið um hennar reynslu af því. Hún á mann og þrjú heilbrigð börn en hún lendir í að missa barn í fæðingu og við fylgjumst líka með hvernig hún upplifir þann sorgaratburð, hvernig samfélagið bregst við, frá hennar bæjardyrum séð, og hvernig samskiptin eru við spítalann.“ Leikritið hefur tekið stöðugum breytingum á æfingartímanum, að sögn Sólveigar. Fyrst átti það að vera einleikur en svo enduðu þær María á að hafa eiginmanninn með á sviðinu. „Þetta er óumdeilanlega saga þeirra hjóna. Ég leik Sóleyju Rós og Sveinn Ólafur Gunnarsson leikur Halla, manninn hennar. Við Sveinn Ólafur erum búin að leika mikið saman og þekkjumst vel,“ segir hún. Sólveig segir leikritið lýsa sögu hvunndagshetju og líkir Sóleyju ræstitækni við Bjart í Sumarhúsum og Þóru í Hvammi sem Íslendingar þekkja úr Sjálfstæðu fólki og Dalalífi. „Hvunndagshetjur eru allt í kringum okkur og hafa alltaf verið. Það sem er spennandi við þetta efni er að það speglar þann samtíma sem við lifum í. Þetta er falleg og einlæg frásögn og mikilvæg sýning, ekki síst miðað við umræðuna sem hefur verið í gangi í þjóðfélaginu að undanförnu. Ástæðan fyrir því að konan fyrir norðan var tilbúin til að segja sína sögu er sú að það þarf að tala um svona mál og það þarf að hlusta á þá sem eru tilbúnir til að tala um þau.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. september 2016. Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sóley Rós er mamma, amma, eiginkona og skúringakona. Hún er venjuleg kona en líka einstök. Kona sem hefur upplifað gleði og sorgir, sigra og ósigra,“ segir Sólveig Guðmundsdóttir leikkona. Hún leikur titilhlutverkið í leikritinu Sóley Rós ræstitæknir sem hún er höfundur að ásamt Maríu Reyndal sem leikstýrir því. Verkið verður frumsýnt í Tjarnarbíói á laugardaginn klukkan 20.30. Sólveig segir leikritið vera tragíkómíska samtímasögu. Hún og María hafi unnið það upp úr sannri frásögn 42 ára móður sem býr og starfar fyrir norðan og lýsir því hvernig það kom til að frásögnin þróaðist yfir í leikrit. „Maríu barst til eyrna saga skúringakonu sem hafði frætt samstarfskonu sína um líf sitt smátt og smátt og samstarfskonan raðað bútunum saman í stærri heild. Við María settum okkur í samband við skúringakonuna og tókum viðtöl við hana, ætluðum að tala við fleira fólk en fannst hennar saga svo heilsteypt og spennandi að við ákváðum að vinna einungis með hana. Konan sagði svo vel og skemmtilega frá og málaði líf sitt skýrum dráttum.“ Konan sem leikritið hverfist um varð móðir ung að árum, að sögn Sólveigar. „Hún eignast sitt fyrsta barn fimmtán ára gömul. Það var stór viðburður í hennar lífi eins og nærri má geta og verkið hverfist dálítið um hennar reynslu af því. Hún á mann og þrjú heilbrigð börn en hún lendir í að missa barn í fæðingu og við fylgjumst líka með hvernig hún upplifir þann sorgaratburð, hvernig samfélagið bregst við, frá hennar bæjardyrum séð, og hvernig samskiptin eru við spítalann.“ Leikritið hefur tekið stöðugum breytingum á æfingartímanum, að sögn Sólveigar. Fyrst átti það að vera einleikur en svo enduðu þær María á að hafa eiginmanninn með á sviðinu. „Þetta er óumdeilanlega saga þeirra hjóna. Ég leik Sóleyju Rós og Sveinn Ólafur Gunnarsson leikur Halla, manninn hennar. Við Sveinn Ólafur erum búin að leika mikið saman og þekkjumst vel,“ segir hún. Sólveig segir leikritið lýsa sögu hvunndagshetju og líkir Sóleyju ræstitækni við Bjart í Sumarhúsum og Þóru í Hvammi sem Íslendingar þekkja úr Sjálfstæðu fólki og Dalalífi. „Hvunndagshetjur eru allt í kringum okkur og hafa alltaf verið. Það sem er spennandi við þetta efni er að það speglar þann samtíma sem við lifum í. Þetta er falleg og einlæg frásögn og mikilvæg sýning, ekki síst miðað við umræðuna sem hefur verið í gangi í þjóðfélaginu að undanförnu. Ástæðan fyrir því að konan fyrir norðan var tilbúin til að segja sína sögu er sú að það þarf að tala um svona mál og það þarf að hlusta á þá sem eru tilbúnir til að tala um þau.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. september 2016.
Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira