Mótmæla að neyðarástand ríki í leiksskólunum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. september 2016 07:00 Borgaryfirvöld segjast ekki ætla að taka til baka 670 milljóna króna hagræðingarkröfu á Skóla- og frístundasvið. vísir/eyþór Á borgarstjórnarfundi í fyrradag komu Framsókn og flugvallarvinir með þá tillögu að neyðarhópur yrði skipaður um vanda leikskóla í borginni og skilaði niðurstöðum í lok september. Meirihlutinn vísaði tillögunni frá og Sjálfstæðisflokkur sat hjá enda vilja borgarfulltrúar hans beina sjónum að öllum skólastigum, sem séu fjársvelt.Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðsSkúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir enga ástæðu til að setja það góða starf sem unnið er á leikskólum í samhengi við neyðarástand. Það sé nú forgangsverkefni meirihlutans að bæta rekstrarskilyrði leikskólanna eftir tímabil aðhalds og sparnaðar. Tillögur hafi verið í mótun undanfarnar vikur og verði kynntar og settar í framkvæmd strax í þessum mánuði. „Við ætlum að snúa vörn í sókn,“ segir Skúli. 670 milljóna króna hagræðingarkrafa á Skóla- og frístundasvið verði þó ekki tekin til baka. „Við horfum fram á veginn. Við teljum að þær aðgerðir sem voru gerðar hafi verið skynsamlegar til að færa fjármagnið til. Sú ákvörðun byggði á þverpólitískri vinnu starfshópa.“ Skúli segir hluta af tillögunum koma til framkvæmda strax, annar hluti um áramót og sá þriðji fari í fjárhagsáætlun næsta árs. Hann vill ekki fara nánar út í hvaða breytingar verði gerðar en jánkar því að auðvitað snúist þetta um peninga og að sjónum verði beint að bættu starfsumhverfi og nýliðun í starfsstéttinni. „Við erum búin að ná þannig utan um reksturinn með hagræðingu síðustu ár að við getum farið að bæta aftur í,“ segir hann. Leikskólar taka á sig 79,3 milljóna króna niðurskurð og grunnskólar 183,1 milljón af 670 milljóna króna hagræðingarkröfu á Skóla- og frístundasvið borgarinnar. Hins vegar þurfa leik- og grunnskólar einnig að taka með sér halla ársins yfir á nýtt ár en fjölmargir skólar glíma við halla í kjölfar niðurskurðar síðustu árin. Þar að auki hækkuðu laun starfsstétta á sviðinu á árinu án þess að því væri mætt með auknu fjármagni. Það þýðir að minna fjármagn fer í aðra kostnaðarliði, svo sem mat, viðhald og annan rekstur. Öll þessi atriði hafa þrengt verulega að leik- og grunnskólum í borginni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vantar starfsfólk á nær helming leikskóla Reykjavíkurborgar Fimmtíu stöðugildi ómönnuð í leikskólum. Börn send heim vegna manneklu. Starfsfólk flýr í önnur störf. 7. september 2016 06:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Á borgarstjórnarfundi í fyrradag komu Framsókn og flugvallarvinir með þá tillögu að neyðarhópur yrði skipaður um vanda leikskóla í borginni og skilaði niðurstöðum í lok september. Meirihlutinn vísaði tillögunni frá og Sjálfstæðisflokkur sat hjá enda vilja borgarfulltrúar hans beina sjónum að öllum skólastigum, sem séu fjársvelt.Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðsSkúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir enga ástæðu til að setja það góða starf sem unnið er á leikskólum í samhengi við neyðarástand. Það sé nú forgangsverkefni meirihlutans að bæta rekstrarskilyrði leikskólanna eftir tímabil aðhalds og sparnaðar. Tillögur hafi verið í mótun undanfarnar vikur og verði kynntar og settar í framkvæmd strax í þessum mánuði. „Við ætlum að snúa vörn í sókn,“ segir Skúli. 670 milljóna króna hagræðingarkrafa á Skóla- og frístundasvið verði þó ekki tekin til baka. „Við horfum fram á veginn. Við teljum að þær aðgerðir sem voru gerðar hafi verið skynsamlegar til að færa fjármagnið til. Sú ákvörðun byggði á þverpólitískri vinnu starfshópa.“ Skúli segir hluta af tillögunum koma til framkvæmda strax, annar hluti um áramót og sá þriðji fari í fjárhagsáætlun næsta árs. Hann vill ekki fara nánar út í hvaða breytingar verði gerðar en jánkar því að auðvitað snúist þetta um peninga og að sjónum verði beint að bættu starfsumhverfi og nýliðun í starfsstéttinni. „Við erum búin að ná þannig utan um reksturinn með hagræðingu síðustu ár að við getum farið að bæta aftur í,“ segir hann. Leikskólar taka á sig 79,3 milljóna króna niðurskurð og grunnskólar 183,1 milljón af 670 milljóna króna hagræðingarkröfu á Skóla- og frístundasvið borgarinnar. Hins vegar þurfa leik- og grunnskólar einnig að taka með sér halla ársins yfir á nýtt ár en fjölmargir skólar glíma við halla í kjölfar niðurskurðar síðustu árin. Þar að auki hækkuðu laun starfsstétta á sviðinu á árinu án þess að því væri mætt með auknu fjármagni. Það þýðir að minna fjármagn fer í aðra kostnaðarliði, svo sem mat, viðhald og annan rekstur. Öll þessi atriði hafa þrengt verulega að leik- og grunnskólum í borginni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vantar starfsfólk á nær helming leikskóla Reykjavíkurborgar Fimmtíu stöðugildi ómönnuð í leikskólum. Börn send heim vegna manneklu. Starfsfólk flýr í önnur störf. 7. september 2016 06:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Vantar starfsfólk á nær helming leikskóla Reykjavíkurborgar Fimmtíu stöðugildi ómönnuð í leikskólum. Börn send heim vegna manneklu. Starfsfólk flýr í önnur störf. 7. september 2016 06:45