Enski boltinn

Hvað ef Terry hefði farið til Man Utd?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Terry og Ferguson eru miklir mátar.
Terry og Ferguson eru miklir mátar. vísir/getty
John Terry, fyrirliði Chelsea, birti skemmtilega mynd á Instagram í dag.

Þar sést hann, þá 14 ára gamall, með Sir Alex Ferguson, þáverandi knattspyrnustjóra Manchester United, ásamt foreldrum sínum.

Myndin er tekin árið 1994 en ári síðar gekk Terry í raðir Chelsea þar sem hann hefur verið síðan.

Eins og Terry skrifar við myndina sér hann ekki eftir þeirri ákvörðun enda hefur hann unnið fjölda titla með Chelsea.

Terry bætir því við að hann beri mikla virðingu fyrir Ferguson og muni aldrei því sem hann hafi gert fyrir sig og sína fjölskyldu.

Terry, sem er 35 ára, hefur alls leikið 707 leiki fyrir Chelsea og skorað 66 mörk. Hann er þriðji leikjahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins á eftir Ron Harris (795) og Peter Bonetti (729).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×