Enski boltinn

Zlatan fékk tilboð frá Arsenal og Man. City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic er loksins kominn í ensku úrvalsdeildina en hann hefði getað komið fyrr í deildina.

„Ég var nálægt því í tvígang að koma í deildina. Einu sinni þegar Arsenal reyndi að fá mig og svo aftur þegar ég fékk tilboð frá Man. City,“ sagði Zlatan sem er hæstánægður að spila undir stjórn Jose Mourinho hjá Man. Utd.

„Ég þurfti ekkert á því að halda að spila í ensku úrvalsdeildinni. En nú er ég kominn. Það er frábært að spila hjá Mourinho. Hann er snillingur og veit hvað þarf að gera til að ná sigrum. Ég lærði mikið af honum hjá Inter og hver myndi ekki vilja hafa hann sem stjórann sinn" spyr Zlatan.

Svíinn hefur farið frábærlega af stað með United með fjögur mörk í fjórum leikjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×