Með því var hún að sýna NFL-leikstjórnandanum Colin Kaepernick stuðning en hann hefur ekki staðið í síðustu leikjum þar sem hann er að mótmæla kúgun svartra í Bandaríkjunum og því að lögreglumenn komist upp með að myrða blökkumenn í landinu.
Rapinoe sagði að hún hefði gert þetta til þess að sýna stuðning við aðgerðir Kaepernick. Þetta væri það minnsta sem hún gæti gert til að halda umræðunni á lofti.
Þetta var fyrir leik Seattle Reign og Chicago Red Stars og Rapinoe segist ætla að halda þessu áfram. Henni ofbýður hvernig búið er að fara með Kaepernick eftir að hann fór í sínar aðgerðir. Segir framkomu fólks í hans garð vera viðbjóðslega.
It's the least I can do. Keep the conversation going. https://t.co/qwfHcqgV6J
— Megan Rapinoe (@mPinoe) September 5, 2016
@EdgeofSports pic.twitter.com/ppxkQtLKqF
— Jessica Dolan (@jessicadolan) September 5, 2016