Viðskipti innlent

Leituðu til Íslands til að auka sölu Samsung síma í Hollandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hjónakornin í auglýsingunni búa í Stykkishólmi.
Hjónakornin í auglýsingunni búa í Stykkishólmi.
Fróðlegt væri að vita hvaða áhrif auglýsingaherferð sem íslenska framleiðslufyrirtækið Hero Production í eigu Búa Baldvinssonar sá um hefur haft á sölu á Samsung Galaxy S7 edge snjallsímum.

Auglýsingin var öll skotin hér á landi og fara íslenskir leikarar með aðalhlutverkin. Ber þar fyrst að nefna sjómanninn Rúnar Jónsson sem finnst fátt magnaðra en að geta tekið mynd á símann sinn, og sent myndina til annarra.

„Innra með mér er lítill listamaður sem er að springa út. Ég vil deila því sem ég sé og tilfinningum mínum með heiminum,“ segir Rúnar. Vandamálið er þó að hann er ekki sérstaklega góður myndasmiður.

Páll Pálsson fer með hlutverk Rúnars og Ester Sveinbjarnardóttir leikur eiginkonuna sem elskar sinn mann þrátt fyrir misheppnaðar tilraunir til myndatöku. Haraldur Ari Karlsson leikur svo pólskan vin Rúnars.

Auglýsinguna má sjá í heild sinni að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×