Enski boltinn

Leikmaður og stjóri Hull koma til greina sem þeir bestu í ágúst

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þessir fjórir leikmenn koma til greina sem sá besti í ágústmánuði.
Þessir fjórir leikmenn koma til greina sem sá besti í ágústmánuði. vísir/getty
Búið er að greina frá því hvaða fjórir leikmenn og knattspyrnustjórar koma til greina sem þeir bestu í ágústmánuði í ensku úrvalsdeildinni.

Manchester-liðin, City og United, Chelsea og nýliðar Hull City eiga öll leikmann og stjóra sem er tilnefndur.

Raheem Sterling (Man City), Antonio Valencia (Man Utd), Eden Hazard (Chelsea) og Curtis Davies (Hull) eru tilnefndir sem besti leikmaður ágústmánaðar. Enginn þessara leikmanna hefur hlotið þessa nafnbót áður.

Pep Guardiola (Man City), José Mourinho (Man Utd), Antonio Conte (Chelsea) og Mike Phelan (Hull) koma til greina sem stjóri mánaðarins.

Manchester-liðin og Chelsea eru með fullt hús stiga eftir leikina þrjá í ágúst en Hull er með sex stig. Eina tap nýliðanna kom einmitt gegn Man Utd um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×