Fótbolti

Burger King vildi kaupa nafnið á Zenit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
Rússneska fótboltaliðið Zenit frá Pétursborg fékk áhugavert tilboð á dögunum.

Hamborgarakeðjan Burger King bauð þá Zenit 6,8 milljónir evra fyrir að endurskíra félagið Zenit Burger King.

Zenit afþakkaði þó þetta góða boð bandarísku hamborgarakeðjunnar og kom þeim skilaboðum áleiðis með skemmtilegu myndbandi sem má sjá hér að neðan.

Það verður því ekkert af því að leikmenn á borð við Axel Witsel og Aleksandr Kerzhakov leiki fyrir Zenit Burger King.

Zenit hefur fimm sinnum orðið rússneskur meistari, síðast í fyrra. Liðið er sem stendur í 4. sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar eftir fimm umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×