Hjálmar Bogi sækist eftir 2.-4. sæti Atli Ísleifsson skrifar 2. september 2016 14:26 Hjálmar Bogi Hafliðason. Hjálmar Bogi Hafliðason, kennari og varaþingmaður, hefur boðið sig fram í 2.-4. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Í tilkynningu frá Hjálmari Boga segir hann að á Íslandi eigi allir að geta haft það gott. „Við búum í samfélagi sem einkennist af fámenni, kærleika á raunastundu og óþrjótandi tækifærum. Við höfum byggt upp samfélag sem önnur vilja líkjast. En við viljum öll gera okkar góða land enn betra. Það á að vera verkefni okkar allra, í anda hugsjóna okkar um samvinnu og félagshyggju. Ég hef verið kennari í rúman áratug. Í starfi mínu hef ég hitt fjölda ólíkra einstaklinga með ólíka sýn á lífið. Lykillinn að jákvæðum breytingum á samfélaginu er að hlúa einsog hægt er að menntun unga fólksins okkar, frá leikskóla til háskóla. Þá gildir einu hvort menn vilja verða hönnuðir, læknar, píparar – eða bændur. Öll störf skipta máli. Virðingu fyrir ólíkum störfum þarf að kenna og tileinka sér. Við þurfum að lyfta undir nýsköpunar- og tæknimenntun. Mér er sérlega hugleikið að hefja verknám til vegs og virðingar. Til að byggja upp gott menntakerfi og velferðarsamfélag þarf hins vegar fjármuni. Til að skapa fjármuni þarf störf. Grundvöllur þeirra er stöðugleiki. Til að skapa stöðugleika þarf jöfnuð. Öðruvísi náum við ekki jafnvægi með áherslu á heildarhagsmuni umfram sérhagsmuni. Við erum sameiginlega ábyrg fyrir gæfu hvers annars. Það er hin gamla samvinnuhugsjón okkar Framsóknarmanna enda mannlegt samfélag, mannanna verk. Samgöngur og fjarskipti eru lykilatriði til að tryggja jafnræði óháð búsetu. Einstaklingurinn á að hafa frelsi til að velja hvar hann býr. Við þurfum að skapa innviði sem gera honum það kleift. Hann þarf að komast heim og heiman í krafti góðra samgangna. Hann þarf tengsl við umheiminn um fyrsta flokks fjarskipti. Sanngjarnt skattkerfi er lykillinn að uppbyggingu innviða sem stuðla að jafnræði og jöfnuði. Skynsamleg nýting auðlinda og orku með komandi kynslóðir í huga hefur alltaf verið eitt af leiðarljósum okkar Framsóknarmanna. Allar ákvarðanir okkar hafa áhrif; einhvers staðar, á einhverjum tíma! Ísland á alþjóðavísu í samfélagi þjóðanna er spennandi viðfangsefni. Við lifum í breyttum heimi á einni Jörð og tækifæri til að miðla af reynslu okkar á sviði tækni, hreinnar matvælaframleiðslu og verndun lands eru einstök. Ég vil að Íslendingar verði í fararbroddi á því sviði. Auk þess að vera kennari hef ég fjölþættan bakgrunn. Var bæjarfulltrúi í Norðurþingi. Ég er virkur þátttakandi í starfi Leikfélags Húsavíkur, sit í svæðisstjórn björgunarsveitanna, er formaður Golfklúbbs Húsavíkur – og ég syng í kirkjukórnum!“ segir í tilkynningunni frá Hjálmari Boga. Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Hjálmar Bogi Hafliðason, kennari og varaþingmaður, hefur boðið sig fram í 2.-4. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Í tilkynningu frá Hjálmari Boga segir hann að á Íslandi eigi allir að geta haft það gott. „Við búum í samfélagi sem einkennist af fámenni, kærleika á raunastundu og óþrjótandi tækifærum. Við höfum byggt upp samfélag sem önnur vilja líkjast. En við viljum öll gera okkar góða land enn betra. Það á að vera verkefni okkar allra, í anda hugsjóna okkar um samvinnu og félagshyggju. Ég hef verið kennari í rúman áratug. Í starfi mínu hef ég hitt fjölda ólíkra einstaklinga með ólíka sýn á lífið. Lykillinn að jákvæðum breytingum á samfélaginu er að hlúa einsog hægt er að menntun unga fólksins okkar, frá leikskóla til háskóla. Þá gildir einu hvort menn vilja verða hönnuðir, læknar, píparar – eða bændur. Öll störf skipta máli. Virðingu fyrir ólíkum störfum þarf að kenna og tileinka sér. Við þurfum að lyfta undir nýsköpunar- og tæknimenntun. Mér er sérlega hugleikið að hefja verknám til vegs og virðingar. Til að byggja upp gott menntakerfi og velferðarsamfélag þarf hins vegar fjármuni. Til að skapa fjármuni þarf störf. Grundvöllur þeirra er stöðugleiki. Til að skapa stöðugleika þarf jöfnuð. Öðruvísi náum við ekki jafnvægi með áherslu á heildarhagsmuni umfram sérhagsmuni. Við erum sameiginlega ábyrg fyrir gæfu hvers annars. Það er hin gamla samvinnuhugsjón okkar Framsóknarmanna enda mannlegt samfélag, mannanna verk. Samgöngur og fjarskipti eru lykilatriði til að tryggja jafnræði óháð búsetu. Einstaklingurinn á að hafa frelsi til að velja hvar hann býr. Við þurfum að skapa innviði sem gera honum það kleift. Hann þarf að komast heim og heiman í krafti góðra samgangna. Hann þarf tengsl við umheiminn um fyrsta flokks fjarskipti. Sanngjarnt skattkerfi er lykillinn að uppbyggingu innviða sem stuðla að jafnræði og jöfnuði. Skynsamleg nýting auðlinda og orku með komandi kynslóðir í huga hefur alltaf verið eitt af leiðarljósum okkar Framsóknarmanna. Allar ákvarðanir okkar hafa áhrif; einhvers staðar, á einhverjum tíma! Ísland á alþjóðavísu í samfélagi þjóðanna er spennandi viðfangsefni. Við lifum í breyttum heimi á einni Jörð og tækifæri til að miðla af reynslu okkar á sviði tækni, hreinnar matvælaframleiðslu og verndun lands eru einstök. Ég vil að Íslendingar verði í fararbroddi á því sviði. Auk þess að vera kennari hef ég fjölþættan bakgrunn. Var bæjarfulltrúi í Norðurþingi. Ég er virkur þátttakandi í starfi Leikfélags Húsavíkur, sit í svæðisstjórn björgunarsveitanna, er formaður Golfklúbbs Húsavíkur – og ég syng í kirkjukórnum!“ segir í tilkynningunni frá Hjálmari Boga.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira