Forsetinn spyr hvort ekki sé hægt að sameinast um ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. september 2016 12:16 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setti Fund fólksins í morgun. vísir/eyþór Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setti Fund fólksins klukkan 11 í morgun en hann fer fram í Norræna húsinu og tjaldbúðum sem reistar hafa verið í Vatnsmýrinni. Forsetinn byrjaði á að segja fundargestum frá því að hann hefði haft mjög gaman af sjónvarpsþættinum Vesturálman, eða West Wing, sem fjallar um forseta Bandaríkjanna. „Þar er eitt atriði sem stendur mér fyrir hugskotssjónum núna og það var um það að forsetinn átti að halda ræðu á fundi en fyrir fundinn var tveggja tíma langur um það hvort hann ætti eða vera í jakka eða taka hann af sér og vera óformlegur og þá nær fólkinu,“ sagði Guðni. Hann sagði síðan að hann væri ekki að gefa út neina yfirlýsingu um að virðing hans fyrir embætti forseta Íslands væri ekki sú sama og áður; honum væri bara dálítið heitt og því næst fór forsetinn úr jakkanum. Í ávarpi sínu lagði Guðni út af ákalli um breytingar á stjórnarskránni en fyrir þinginu liggur núna frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra þar sem lagðar eru fram þrjár tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Forsetinn rakti það að í forsetakosningunum í sumar hefðu allir frambjóðendur verið sammála um að það þyrfti að koma inn ákvæði í stjórnarskrána um að tiltekinn fjöldi kosningabærra manna gæti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál, en málskotsrétturinn er nú aðeins á hendi forseta eins og kunnugt er. Guðni minntist síðan á það að allir stjórnmálaflokkar sem nú eiga sæti á þingi séu sama sinnis en þó væri staðan sú að ólíklegt væri að sátt myndi nást á þingi um þær tillögur sem nú liggja fyrir Alþingi um breytingar á stjórnarskrá. „Hér hefur verið bent á þau sannindi að allir stjórnmálaflokkar vilja að kjósendur geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. Einnig að allir frambjóðendur í forsetakjöri í sumar voru sama sinnis og loks að fyrir þinginu liggur frumvarp um efnið. Að vísu felur í sér aðrar breytingar en kannski væri einmitt ráð að einblína núna á einn afmarkaðan þátt? Þá stjórnarbót sem lýtur að beinu lýðræði og rétti fólks til að segja hug sinn milliliðalaust í mikilvægustu málum,“ sagði forsetinn. Fundur fólksins er tveggja daga hátíð um samfélagsmál og stjórnmál og stendur yfir í dag og á morgun. Dagskrá fundarins er fjölbreytt en hana má nálgast hér. Tengdar fréttir Bein útsending: Fundur fólksins Vísir sýnir beint frá Fundi fólksins, tveggja daga lýðræðishátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu. 2. september 2016 09:00 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætranna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setti Fund fólksins klukkan 11 í morgun en hann fer fram í Norræna húsinu og tjaldbúðum sem reistar hafa verið í Vatnsmýrinni. Forsetinn byrjaði á að segja fundargestum frá því að hann hefði haft mjög gaman af sjónvarpsþættinum Vesturálman, eða West Wing, sem fjallar um forseta Bandaríkjanna. „Þar er eitt atriði sem stendur mér fyrir hugskotssjónum núna og það var um það að forsetinn átti að halda ræðu á fundi en fyrir fundinn var tveggja tíma langur um það hvort hann ætti eða vera í jakka eða taka hann af sér og vera óformlegur og þá nær fólkinu,“ sagði Guðni. Hann sagði síðan að hann væri ekki að gefa út neina yfirlýsingu um að virðing hans fyrir embætti forseta Íslands væri ekki sú sama og áður; honum væri bara dálítið heitt og því næst fór forsetinn úr jakkanum. Í ávarpi sínu lagði Guðni út af ákalli um breytingar á stjórnarskránni en fyrir þinginu liggur núna frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra þar sem lagðar eru fram þrjár tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Forsetinn rakti það að í forsetakosningunum í sumar hefðu allir frambjóðendur verið sammála um að það þyrfti að koma inn ákvæði í stjórnarskrána um að tiltekinn fjöldi kosningabærra manna gæti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál, en málskotsrétturinn er nú aðeins á hendi forseta eins og kunnugt er. Guðni minntist síðan á það að allir stjórnmálaflokkar sem nú eiga sæti á þingi séu sama sinnis en þó væri staðan sú að ólíklegt væri að sátt myndi nást á þingi um þær tillögur sem nú liggja fyrir Alþingi um breytingar á stjórnarskrá. „Hér hefur verið bent á þau sannindi að allir stjórnmálaflokkar vilja að kjósendur geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. Einnig að allir frambjóðendur í forsetakjöri í sumar voru sama sinnis og loks að fyrir þinginu liggur frumvarp um efnið. Að vísu felur í sér aðrar breytingar en kannski væri einmitt ráð að einblína núna á einn afmarkaðan þátt? Þá stjórnarbót sem lýtur að beinu lýðræði og rétti fólks til að segja hug sinn milliliðalaust í mikilvægustu málum,“ sagði forsetinn. Fundur fólksins er tveggja daga hátíð um samfélagsmál og stjórnmál og stendur yfir í dag og á morgun. Dagskrá fundarins er fjölbreytt en hana má nálgast hér.
Tengdar fréttir Bein útsending: Fundur fólksins Vísir sýnir beint frá Fundi fólksins, tveggja daga lýðræðishátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu. 2. september 2016 09:00 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætranna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Bein útsending: Fundur fólksins Vísir sýnir beint frá Fundi fólksins, tveggja daga lýðræðishátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu. 2. september 2016 09:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“