Forsetinn spyr hvort ekki sé hægt að sameinast um ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. september 2016 12:16 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setti Fund fólksins í morgun. vísir/eyþór Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setti Fund fólksins klukkan 11 í morgun en hann fer fram í Norræna húsinu og tjaldbúðum sem reistar hafa verið í Vatnsmýrinni. Forsetinn byrjaði á að segja fundargestum frá því að hann hefði haft mjög gaman af sjónvarpsþættinum Vesturálman, eða West Wing, sem fjallar um forseta Bandaríkjanna. „Þar er eitt atriði sem stendur mér fyrir hugskotssjónum núna og það var um það að forsetinn átti að halda ræðu á fundi en fyrir fundinn var tveggja tíma langur um það hvort hann ætti eða vera í jakka eða taka hann af sér og vera óformlegur og þá nær fólkinu,“ sagði Guðni. Hann sagði síðan að hann væri ekki að gefa út neina yfirlýsingu um að virðing hans fyrir embætti forseta Íslands væri ekki sú sama og áður; honum væri bara dálítið heitt og því næst fór forsetinn úr jakkanum. Í ávarpi sínu lagði Guðni út af ákalli um breytingar á stjórnarskránni en fyrir þinginu liggur núna frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra þar sem lagðar eru fram þrjár tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Forsetinn rakti það að í forsetakosningunum í sumar hefðu allir frambjóðendur verið sammála um að það þyrfti að koma inn ákvæði í stjórnarskrána um að tiltekinn fjöldi kosningabærra manna gæti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál, en málskotsrétturinn er nú aðeins á hendi forseta eins og kunnugt er. Guðni minntist síðan á það að allir stjórnmálaflokkar sem nú eiga sæti á þingi séu sama sinnis en þó væri staðan sú að ólíklegt væri að sátt myndi nást á þingi um þær tillögur sem nú liggja fyrir Alþingi um breytingar á stjórnarskrá. „Hér hefur verið bent á þau sannindi að allir stjórnmálaflokkar vilja að kjósendur geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. Einnig að allir frambjóðendur í forsetakjöri í sumar voru sama sinnis og loks að fyrir þinginu liggur frumvarp um efnið. Að vísu felur í sér aðrar breytingar en kannski væri einmitt ráð að einblína núna á einn afmarkaðan þátt? Þá stjórnarbót sem lýtur að beinu lýðræði og rétti fólks til að segja hug sinn milliliðalaust í mikilvægustu málum,“ sagði forsetinn. Fundur fólksins er tveggja daga hátíð um samfélagsmál og stjórnmál og stendur yfir í dag og á morgun. Dagskrá fundarins er fjölbreytt en hana má nálgast hér. Tengdar fréttir Bein útsending: Fundur fólksins Vísir sýnir beint frá Fundi fólksins, tveggja daga lýðræðishátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu. 2. september 2016 09:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setti Fund fólksins klukkan 11 í morgun en hann fer fram í Norræna húsinu og tjaldbúðum sem reistar hafa verið í Vatnsmýrinni. Forsetinn byrjaði á að segja fundargestum frá því að hann hefði haft mjög gaman af sjónvarpsþættinum Vesturálman, eða West Wing, sem fjallar um forseta Bandaríkjanna. „Þar er eitt atriði sem stendur mér fyrir hugskotssjónum núna og það var um það að forsetinn átti að halda ræðu á fundi en fyrir fundinn var tveggja tíma langur um það hvort hann ætti eða vera í jakka eða taka hann af sér og vera óformlegur og þá nær fólkinu,“ sagði Guðni. Hann sagði síðan að hann væri ekki að gefa út neina yfirlýsingu um að virðing hans fyrir embætti forseta Íslands væri ekki sú sama og áður; honum væri bara dálítið heitt og því næst fór forsetinn úr jakkanum. Í ávarpi sínu lagði Guðni út af ákalli um breytingar á stjórnarskránni en fyrir þinginu liggur núna frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra þar sem lagðar eru fram þrjár tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Forsetinn rakti það að í forsetakosningunum í sumar hefðu allir frambjóðendur verið sammála um að það þyrfti að koma inn ákvæði í stjórnarskrána um að tiltekinn fjöldi kosningabærra manna gæti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál, en málskotsrétturinn er nú aðeins á hendi forseta eins og kunnugt er. Guðni minntist síðan á það að allir stjórnmálaflokkar sem nú eiga sæti á þingi séu sama sinnis en þó væri staðan sú að ólíklegt væri að sátt myndi nást á þingi um þær tillögur sem nú liggja fyrir Alþingi um breytingar á stjórnarskrá. „Hér hefur verið bent á þau sannindi að allir stjórnmálaflokkar vilja að kjósendur geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. Einnig að allir frambjóðendur í forsetakjöri í sumar voru sama sinnis og loks að fyrir þinginu liggur frumvarp um efnið. Að vísu felur í sér aðrar breytingar en kannski væri einmitt ráð að einblína núna á einn afmarkaðan þátt? Þá stjórnarbót sem lýtur að beinu lýðræði og rétti fólks til að segja hug sinn milliliðalaust í mikilvægustu málum,“ sagði forsetinn. Fundur fólksins er tveggja daga hátíð um samfélagsmál og stjórnmál og stendur yfir í dag og á morgun. Dagskrá fundarins er fjölbreytt en hana má nálgast hér.
Tengdar fréttir Bein útsending: Fundur fólksins Vísir sýnir beint frá Fundi fólksins, tveggja daga lýðræðishátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu. 2. september 2016 09:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Bein útsending: Fundur fólksins Vísir sýnir beint frá Fundi fólksins, tveggja daga lýðræðishátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu. 2. september 2016 09:00