Stanford-nauðgarinn losnar úr fangelsi á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2016 10:56 Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóla. Hann nauðgaði meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð háskólans. vísir Brock Turner fyrrverandi nemandi Stanford-háskóla sem sakfelldur var fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni, losnar úr fangelsi á morgun eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af sex mánaða dómi sem hann fékk þar sem hann hefur hagað sér vel innan veggja fangelsins. Dómurinn sem Turner fékk í sumar vakti mikla reiði þar sem mörgum fannst hann í engu samræmi við alvarleika glæpsins sem hann framdi. Turner nauðgaði konunni á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra en konan var rænulaus á meðan Turner braut á henni. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en hámarksrefsing fyrir glæpinn var fjórtán ára fangelsi. Dómarinn í málinu taldi sex mánaða fangelsi hins vegar hæfilega refsingu þar sem hann mat það sem svo að almenningi stafaði ekki hætta af Turner.Breyta lögum í Kaliforníu vegna málsins Síðastliðinn mánudag samþykkti ríkisþing Kaliforníu lagabreytingar sem kenndar eru við Stanford-nauðgunina en þeim er ætlað að koma í veg fyrir glufu í lögunum sem gerði dómaranum í málinu kleift að dæma Turner í fangelsi í svo stuttan tíma. Í núverandi lögum er nefnilega kveðið á um að dæma skuli einstaklinga í fangelsi beiti þeir afli til að nauðga annarri manneskju en ekkert er fjallað um hvernig taka skuli á málum ef þolandinn er meðvitundarlaus og ófær um að verja sig. Í lagabreytingum er hins vegar kveðið á um að ekki sé hægt að dæma einstaklinga í styttra fangelsi en þrjú ár brjóti þeir kynferðislega gegn manneskju sem er rænulaus.Hló að Svíunum tveimur sem komu að honum Í liðinni viku greindi Guardian frá því að gögn úr réttarhöldunum í málinu sýna að Turner hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á skólasystur sinni, en þeir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson, voru að hjóla í gegnum skólalóð háskólans þegar þeir komu auga á Turner bak við ruslagáminn. Þeir voru lykilvitni ákæruvaldsins í málinu en Jonsson sagði meðal annars fyrir dómi að sér hafi virst sem stúlkan væri sofandi en Turner reyndi að flýja undan þeim Arndt. Þeir náðu honum hins vegar og þegar þeir stoppuðu hann brosti hann og hló að þeim. „Ég tók eftir því að hann brosti. Svo ég spurði hann af hverju hann væri að brosa og ég bað hann um að hætta að brosa. ... Ég sagði: „Hvað ertu að gera? Hún er meðvitundarlaus.““ Turner var spurður að því hvers vegna hann hefði brosað þegar Arndt og Jonsson náðu honum. „Ég var bara að hlæja að þessum fáránlegu aðstæðum,“ sagði Turner. Samkvæmt umfjöllun Guardian sýna gögnin úr réttarhöldunum að Turner breytti framburði sínum fyrir dómi en sagan sem hann sagði var í ósamræmi við framburði vitna og lögreglumanna sem komu fyrir dóminn. Tengdar fréttir Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24 Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42 Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Brock Turner fyrrverandi nemandi Stanford-háskóla sem sakfelldur var fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni, losnar úr fangelsi á morgun eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af sex mánaða dómi sem hann fékk þar sem hann hefur hagað sér vel innan veggja fangelsins. Dómurinn sem Turner fékk í sumar vakti mikla reiði þar sem mörgum fannst hann í engu samræmi við alvarleika glæpsins sem hann framdi. Turner nauðgaði konunni á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra en konan var rænulaus á meðan Turner braut á henni. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en hámarksrefsing fyrir glæpinn var fjórtán ára fangelsi. Dómarinn í málinu taldi sex mánaða fangelsi hins vegar hæfilega refsingu þar sem hann mat það sem svo að almenningi stafaði ekki hætta af Turner.Breyta lögum í Kaliforníu vegna málsins Síðastliðinn mánudag samþykkti ríkisþing Kaliforníu lagabreytingar sem kenndar eru við Stanford-nauðgunina en þeim er ætlað að koma í veg fyrir glufu í lögunum sem gerði dómaranum í málinu kleift að dæma Turner í fangelsi í svo stuttan tíma. Í núverandi lögum er nefnilega kveðið á um að dæma skuli einstaklinga í fangelsi beiti þeir afli til að nauðga annarri manneskju en ekkert er fjallað um hvernig taka skuli á málum ef þolandinn er meðvitundarlaus og ófær um að verja sig. Í lagabreytingum er hins vegar kveðið á um að ekki sé hægt að dæma einstaklinga í styttra fangelsi en þrjú ár brjóti þeir kynferðislega gegn manneskju sem er rænulaus.Hló að Svíunum tveimur sem komu að honum Í liðinni viku greindi Guardian frá því að gögn úr réttarhöldunum í málinu sýna að Turner hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á skólasystur sinni, en þeir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson, voru að hjóla í gegnum skólalóð háskólans þegar þeir komu auga á Turner bak við ruslagáminn. Þeir voru lykilvitni ákæruvaldsins í málinu en Jonsson sagði meðal annars fyrir dómi að sér hafi virst sem stúlkan væri sofandi en Turner reyndi að flýja undan þeim Arndt. Þeir náðu honum hins vegar og þegar þeir stoppuðu hann brosti hann og hló að þeim. „Ég tók eftir því að hann brosti. Svo ég spurði hann af hverju hann væri að brosa og ég bað hann um að hætta að brosa. ... Ég sagði: „Hvað ertu að gera? Hún er meðvitundarlaus.““ Turner var spurður að því hvers vegna hann hefði brosað þegar Arndt og Jonsson náðu honum. „Ég var bara að hlæja að þessum fáránlegu aðstæðum,“ sagði Turner. Samkvæmt umfjöllun Guardian sýna gögnin úr réttarhöldunum að Turner breytti framburði sínum fyrir dómi en sagan sem hann sagði var í ósamræmi við framburði vitna og lögreglumanna sem komu fyrir dóminn.
Tengdar fréttir Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24 Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42 Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24
Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42
Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42