Erlent

Kalla sendiherra sína heim frá Brasilíu

Atli Ísleifsson skrifar
Dilma Rousseff var sakfelld fyrir embættisglöp eftir að hún var sögð hafa hagrætt fjárlögum landsins til að hylma yfir vaxandi tekjuhalla ríkisins.
Dilma Rousseff var sakfelld fyrir embættisglöp eftir að hún var sögð hafa hagrætt fjárlögum landsins til að hylma yfir vaxandi tekjuhalla ríkisins. Vísir/EPA
Stjórnvöld í Venesúela, Ekvador og Bólivíu hafa öll kallað sendiherra sína heim í mótmælaskyni eftir að öldungadeild brasilíska þingsins vék Dilmu Rousseff frá völdum í gær.

Nicolas Maduro, forseti Venesúela, segir ákvörðun öldungadeildarinnar vera valdarán sem beinist að Suður-Ameríku allri og ríkjum í og við Karíbahaf.

José Serra, utanríkisráðherra Brasilíu, ákvað í kjölfar ákvörðunar Venesúelastjórnar að kalla sendiherra Brasilíu heim og segir Maduro ekki eiga rétt á að gagnrýna Brasilíu þar sem hann segir Venesúela ekki lengur vera lýðræðisríki.

Öll ríki Suður-Ameríku eru þó ekki eins gagnrýnin á framvindu mála í Brasilíu og hafa stjórnir í Argentínu, Chile og Paragvæ allar sagst virða ákvörðun brasilíska þingsins.

Rousseff var sakfelld fyrir embættisglöp eftir að hún var sögð hafa hagrætt fjárlögum landsins til að hylma yfir vaxandi tekjuhalla ríkisins.


Tengdar fréttir

Rouseff vikið úr embætti forseta

Brasilískir öldungadeildarþingmenn kusu gegn forsetanum sem hefur verið sökuð um hylma yfir vaxandi tekjuhalla ríkisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×