Bílalestin var að flytja mat til tugþúsunda manna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. september 2016 23:48 Bílalestin áður en hún lagði af stað í dag. mynd/rauði hálfmáninn Bílalest Sameinuðu þjóðanna, sem var að flytja hjálpargögn til svæðis sem er á valdi uppreisnarmanna skammt frá Aleppó í Sýrlandi, varð fyrir loftárás í gær af hálfu sýrlenskra eða rússneskra herflugvéla. Þrjátíu og einn bíll var í bílalestinni en flutningur hjálpargagnanna var samstarfsverkefni Sameinuðu þjóðanna og Rauða hálfmánans í Sýrlandi. Verið var að tæma bílana þegar árásin var gerð en í bílunum voru meðal annars matvæli og lyf fyrir tugþúsundir manna sem fastir eru í þorpinu Urem al-Kubra skammt frá Aleppó. Að minnsta kosti tólf létust í árásinni en átján bílar urðu fyrir skotum sem og vöruhús Rauða hálfmánans á svæðinu. Erindreki Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi Staffan de Mistura er afar ósáttur við árásina. Hann sagðist hneykslaður á árásinni enda væri ferð bílalestarinnar löngu ákveðin í samstarfi við sýrlensk stjórnvöld svo aðstoða mætti fólk sem er innlyksa á svæði uppreisnarmanna. Þá sendi Alþjóða Rauði krossinn frá sér yfirlýsingu þar sem það er harmað að hjálparstarfsmenn hafi enn og aftur lent í árás í stríðinu í Sýrlandi. Vopnahlé sem hófst í liðinni viku lauk í gær þegar sýrlenski stjórnarherinn lýsti því yfir að því væri lokið þar sem uppreisnarhópa hefðu ekki staðið við skilmála hlésins. Herinn telur að hóparnir hafi notað hléið til að vopnast og að þeir hafi brotið gegn því minnst þrjúhundruð sinnum. Tengdar fréttir Gerðu loftárás á bílalest fulla af hjálpargögnum skammt frá Aleppó Sýrlenskar eða rússneskar herflugvélar gerðu í kvöld loftárás á bílalest skammt frá Aleppó í Sýrlandi en bílalestin var full af hjálpargögnum fyrir svæði skammt frá borginni þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum. 19. september 2016 19:51 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Bílalest Sameinuðu þjóðanna, sem var að flytja hjálpargögn til svæðis sem er á valdi uppreisnarmanna skammt frá Aleppó í Sýrlandi, varð fyrir loftárás í gær af hálfu sýrlenskra eða rússneskra herflugvéla. Þrjátíu og einn bíll var í bílalestinni en flutningur hjálpargagnanna var samstarfsverkefni Sameinuðu þjóðanna og Rauða hálfmánans í Sýrlandi. Verið var að tæma bílana þegar árásin var gerð en í bílunum voru meðal annars matvæli og lyf fyrir tugþúsundir manna sem fastir eru í þorpinu Urem al-Kubra skammt frá Aleppó. Að minnsta kosti tólf létust í árásinni en átján bílar urðu fyrir skotum sem og vöruhús Rauða hálfmánans á svæðinu. Erindreki Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi Staffan de Mistura er afar ósáttur við árásina. Hann sagðist hneykslaður á árásinni enda væri ferð bílalestarinnar löngu ákveðin í samstarfi við sýrlensk stjórnvöld svo aðstoða mætti fólk sem er innlyksa á svæði uppreisnarmanna. Þá sendi Alþjóða Rauði krossinn frá sér yfirlýsingu þar sem það er harmað að hjálparstarfsmenn hafi enn og aftur lent í árás í stríðinu í Sýrlandi. Vopnahlé sem hófst í liðinni viku lauk í gær þegar sýrlenski stjórnarherinn lýsti því yfir að því væri lokið þar sem uppreisnarhópa hefðu ekki staðið við skilmála hlésins. Herinn telur að hóparnir hafi notað hléið til að vopnast og að þeir hafi brotið gegn því minnst þrjúhundruð sinnum.
Tengdar fréttir Gerðu loftárás á bílalest fulla af hjálpargögnum skammt frá Aleppó Sýrlenskar eða rússneskar herflugvélar gerðu í kvöld loftárás á bílalest skammt frá Aleppó í Sýrlandi en bílalestin var full af hjálpargögnum fyrir svæði skammt frá borginni þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum. 19. september 2016 19:51 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Gerðu loftárás á bílalest fulla af hjálpargögnum skammt frá Aleppó Sýrlenskar eða rússneskar herflugvélar gerðu í kvöld loftárás á bílalest skammt frá Aleppó í Sýrlandi en bílalestin var full af hjálpargögnum fyrir svæði skammt frá borginni þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum. 19. september 2016 19:51