Erlent

Drekinn kominn til New York

Þórgnýr Einar Albertsson. skrifar
Drekinn á siglingu við Haugasund.
Drekinn á siglingu við Haugasund. vísir/AFP
Samfélag Víkingaskipið Drekinn Haraldur hárfagri kom til New York um helgina og var tekið á móti skipinu með mikilli viðhöfn. Drekinn hefur siglt yfir Atlantshaf undanfarna fimm mánuði, en hann lagði af stað frá Haugasundi í Noregi í apríl síðastliðnum.

Verkefnið er innblásið af ferðalagi Leifs Eiríkssonar, fyrsta Evrópumannsins sem kom til Norður-Ameríku og er bygging skipsins byggð á heimildum um hvernig samtímaskip Leifs voru gerð. Drekinn er um þrjátíu metra langur og mun hann verða til sýnis við Manhattaneyju í New York til 26. september næstkomandi.

Ferðin hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig en áhöfnin hefur þurft að berjast við óveður og óvænta ísjaka á ferð sinni.

Björn Ahlander skipstjóri sagði í viðtali við fréttastofu Curbed í New York þegar skipið kom í höfn: „Þetta fáum við svo sannarlega ekki að gera á hverjum degi.“

Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×