Erlent

Merkur fundur fornleifafræðinga á elstu fiskveiðifærum heims

Anton Egilsson skrifar
Fiskveiðifærin voru skorin út úr skeljum sjósnigla.
Fiskveiðifærin voru skorin út úr skeljum sjósnigla. Vísir/NATIONAL ACADEMY OF SCIENCES
Fornleifafræðingar gerðu merkan fund á dögunum er þeir fundu heimsins elstu fiskveiðifæri í helli einum á japönsku eyjunni Okinawa. BBC greinir frá þessu.

Fiskveiðifærin sem eru útskorin voru úr skeljum sjósnigla eru sögð vera um 23 þúsund ára gömul en talið er að mannfólk hafi fyrst farið að hreiðra um sig á eyjunni fyrir um það bil 30 þúsund árum síðan. Auk fiskveiðifæranna fundust í hellinum ýmsar aðrar fornminjar, meðal annars perlur, verkfæri og gamlar matarleifar.

Bendir fundurinn á veiðifærunum til þess að mun háþróaðri sjótækni hafi viðgengist á þessu tímabili í mannkynssögunni en áður hefur verið talið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×