Erlent

Pútín segir uppreisnarmenn nýta sér vopnahlé til að ná vopnum sínum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Vísir/AFP
Vladímir Pútín Rússlandsforseti segir að uppreisnarmenn í Sýrlandi nýti sér vopnahléið sem nýlega var komið á í Sýrlandi til þess að ná vopnum sínum á nýjan leik.

Segir hann að Bandaríkjamenn hafi lítinn sem engan áhuga á því að aðskilja hófsama uppreisnarmenn frá þeim sem teljast herskáir en það var eitt af helstu markmiðum vopnahlésskilmála sem samþykkt var nýverið. Hvetur hann Bandaríkjamenn eindregið til þess að birta skilmálana opinberlega.

Spenna ríkir á milli Rússa og Bandaríkjanna vegna hlutverks uppreisnarmanna í átökunum í Sýrlandi. Bandaríkjamenn styðja við bakið á ákveðnum hópum uppreisnarmanna sem vilja kollvarpa stjórn Bashar al-Assad Sýrlandsforseta sem aftur á móti nýtur stuðnings Rússa.


Tengdar fréttir

Tortryggnir á vopnahléið

Vikulangt vopnahlé tók gildi í gærkvöld í Sýrlandi. Uppreisnarmenn óttast að Assad forseti noti tækifærið til árása. Hjálparsamtök vilja nýta tímann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×