Þjóðarsamtal um landbúnaðinn orðin tóm Una Sighvatsdóttir skrifar 17. september 2016 12:30 Vísir/Vilhelm Búvörusamningarnir voru samþykktir í vikunni með atkvæðum 19 þingmanna, eða aðeins 30% þingheims. Gylfi Arnbjörnsson formaður Alþýðusambands íslands segir að þessi niðurstaða sé mikil vonbrigði fyrir neytendur, enda festi samningarnir í sessi óbreytt kerfi til næstu 10 ára. Samningarnir tryggja landbúnaðinum beinan stuðning úr ríkissjóði upp á 13-14 milljarða króna á ári, ásamt óbeinum stuðningi í formi tollaverndar sem samsvarar 9-10 milljörðum á ári.Sorglegt fyrir bændur ASÍ segir hinsvegar að þótt ríkur vilji sé í samfélaginu til að styðja við landbúnað þá hafi sú leið sem nú sé verið að festa til framtíðar hingað til reynst afar illa fyrir byggðir landsins, enda hafi hún stuðlað að samþjöppun í landbúnaði. Færri framleiðendur framleiði meira magn en nokkru sinni fyrr, en neytendur, launafólk og bændur njóti takmarkað góðs af því. „Það sem er sorglegt er að þetta er ekki að skila neinum árangri í landbúnaði. Bændur eru ekki að hafa það neitt betur því þeim er alltaf að fækka og möguleikum þeirra til lífsafkomu er að þverra,“ segir Gylfi Ægisson.Vinna gegn tollasamningnum við ESB ASÍ bendir á að skortur sé á samkeppni á innanlandsmarkaði og há tollvernd geri það að verkum að erlend samkeppni sé ekki til staðar. Samtökin myndu vilja sjá að samið yrði um gagnvkæman markaðsaðgang landbúnaðarins á erlenda markaði sem fæli í sér tækifæri fyrir bændur og ábata fyrir neytendur. Skref voru stigin í þá átt með tollasamningi við Evrópusambandið á síðasta ári, en nýju búvörusamningarnir draga að mati ASÍ mjög úr ávinning samningsins fyrir neytendur.Þjóðarsamtal í skötulíki Samningarnir voru gagnrýndir harkalega í meðförum alþingis og gaf Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar fyrirheit um að kallað yrði eftir þjóðarsamtali, þar sem skýr ákvæði yrðu sett um endurskoðun á samningunum innan þriggja ára og að þeirri endurskoðun kæmu verkalýðshreyfingin og fleiri hagsmunaaðilar. Í lokaútgáfu samninganna sem samþykktir voru segir hins vegar að skipaður verði samráðshópur um endurskoðun, en að bændur hafi fullt neitunarvald til að hafna þeim breytingum sem aðrir hagsmunaðilar kunni að leggja til. ASÍ segir því að loforðið um þjóðarsamtal um landbúnað séu í skötulíki.Málinu í reynd lokað til 10 ára „Það er engin launung á því að hér er um að ræða auðvitað mikla fjármuni og við fáum ekki betur séð en að verið sé að meira og minna loka þessu til næstu 10 ára. Þrátt fyrir ákvæði um að það eigi að endurskoða þennan samning innan þriggja ára þá er það gert með hreinu neitunarvaldi bænda. Þannig að sú endurskoðun verður undir mjög skrýtnum kringumstæðum getum við sagt," segir Gylfi. „Þetta endurskoðunarákvæði er ákaflega veikt og byggir alfarið á því að bændur samþykki breytinguna. Ef þeir hafna henni þá gildir bara samningurinn áfram." Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Búvörusamningarnir voru samþykktir í vikunni með atkvæðum 19 þingmanna, eða aðeins 30% þingheims. Gylfi Arnbjörnsson formaður Alþýðusambands íslands segir að þessi niðurstaða sé mikil vonbrigði fyrir neytendur, enda festi samningarnir í sessi óbreytt kerfi til næstu 10 ára. Samningarnir tryggja landbúnaðinum beinan stuðning úr ríkissjóði upp á 13-14 milljarða króna á ári, ásamt óbeinum stuðningi í formi tollaverndar sem samsvarar 9-10 milljörðum á ári.Sorglegt fyrir bændur ASÍ segir hinsvegar að þótt ríkur vilji sé í samfélaginu til að styðja við landbúnað þá hafi sú leið sem nú sé verið að festa til framtíðar hingað til reynst afar illa fyrir byggðir landsins, enda hafi hún stuðlað að samþjöppun í landbúnaði. Færri framleiðendur framleiði meira magn en nokkru sinni fyrr, en neytendur, launafólk og bændur njóti takmarkað góðs af því. „Það sem er sorglegt er að þetta er ekki að skila neinum árangri í landbúnaði. Bændur eru ekki að hafa það neitt betur því þeim er alltaf að fækka og möguleikum þeirra til lífsafkomu er að þverra,“ segir Gylfi Ægisson.Vinna gegn tollasamningnum við ESB ASÍ bendir á að skortur sé á samkeppni á innanlandsmarkaði og há tollvernd geri það að verkum að erlend samkeppni sé ekki til staðar. Samtökin myndu vilja sjá að samið yrði um gagnvkæman markaðsaðgang landbúnaðarins á erlenda markaði sem fæli í sér tækifæri fyrir bændur og ábata fyrir neytendur. Skref voru stigin í þá átt með tollasamningi við Evrópusambandið á síðasta ári, en nýju búvörusamningarnir draga að mati ASÍ mjög úr ávinning samningsins fyrir neytendur.Þjóðarsamtal í skötulíki Samningarnir voru gagnrýndir harkalega í meðförum alþingis og gaf Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar fyrirheit um að kallað yrði eftir þjóðarsamtali, þar sem skýr ákvæði yrðu sett um endurskoðun á samningunum innan þriggja ára og að þeirri endurskoðun kæmu verkalýðshreyfingin og fleiri hagsmunaaðilar. Í lokaútgáfu samninganna sem samþykktir voru segir hins vegar að skipaður verði samráðshópur um endurskoðun, en að bændur hafi fullt neitunarvald til að hafna þeim breytingum sem aðrir hagsmunaðilar kunni að leggja til. ASÍ segir því að loforðið um þjóðarsamtal um landbúnað séu í skötulíki.Málinu í reynd lokað til 10 ára „Það er engin launung á því að hér er um að ræða auðvitað mikla fjármuni og við fáum ekki betur séð en að verið sé að meira og minna loka þessu til næstu 10 ára. Þrátt fyrir ákvæði um að það eigi að endurskoða þennan samning innan þriggja ára þá er það gert með hreinu neitunarvaldi bænda. Þannig að sú endurskoðun verður undir mjög skrýtnum kringumstæðum getum við sagt," segir Gylfi. „Þetta endurskoðunarákvæði er ákaflega veikt og byggir alfarið á því að bændur samþykki breytinguna. Ef þeir hafna henni þá gildir bara samningurinn áfram."
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira