Leiðtogar ESB staðráðnir í að herða landamæraeftirlit Heimir Már Pétursson skrifar 17. september 2016 11:27 Bretar fá enga undanþágu frá frjálsu flæði verkafólks vilji þeir fá frjálsan aðgang að innri markaði ESB. Vísir/EPA Leiðtogar 27 ríkja Evrópusambandsins samþykktu leiðarvísi fyrir sambandið í nokkrum mikilvægum málum á óformlegum leiðtogafundi sínum í Bratislava í Slóvakíu í gær. Samkomulagið nær meðal annars til stefnu bandalagsins varðandi flóttamenn og gæslu á landamærum ríkja Evrópusambandsins. Sett verður á laggirnar Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópusambandsins fyrir lok þessa árs. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, segir að leiðtogarnir séu staðráðnir í að koma í veg fyrir stjórnlaust flæði flóttamanna til bandalagsins eins og gerst hafi á síðasta ári. Bandalagsríkin leggi áherslu á fullkomna stjórn ríkjanna á landamærum bandalagsins og horfið verði alfarið til regla Schengen-samkomulagsins. Þá sé Evrópusambandið staðráðið í að halda áfram nánu samstarfi við Tyrki og ríkin á Balkanskaga, það er Króatíu, Serbíu, Rúmeníu, Búlgaríu og Grikkland. Auk þess ætli Evrópusambandið að efla samstarf við Afríkuríki í flóttamannamálum. Útganga Breta úr Evrópusambandinu var einnig rædd á leiðtogafundinum. Tusk segir að aðildarríkin 27 sem eftir verði muni einungis horfa til hagsmuna þeirra ríkja en ekki hagsmuna útgönguríkisins þegar samið verði við Breta. Jean-Claude Juncker forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að einstök atriði í vegvísi leiðtoganna verði ljós á næstu mánuðum. Sambandið sé reiðubúið til viðræðna við Breta um útgöngu þeirra úr sambandinu nú þegar. Theresa May forsætisráðherra Bretlands segir hins vegar að bresk stjórnvöld verði tilbúin til að hefja viðræður í janúar eða febrúar. Junker segir sambandið ekki fara í neina leiki með forsætisráðherrum sem annað hvort vilji vera eða fara úr Evrópusambandinu. Hann geti ekki séð að neinar undantekningar verði gerðar um frjálst flæði íbúa Evrópusambandins við ríki sem ætlist til að fá frjálsan aðgang að mörkuðum sambandsins. En talsmenn útgöngu Breta hafa lagt höfuðáherslu á fullkomna stjórn landamæra Bretlands en einnig að samið verði um frjálsan aðgang Breta að innri markaði sambandsins. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Leiðtogar 27 ríkja Evrópusambandsins samþykktu leiðarvísi fyrir sambandið í nokkrum mikilvægum málum á óformlegum leiðtogafundi sínum í Bratislava í Slóvakíu í gær. Samkomulagið nær meðal annars til stefnu bandalagsins varðandi flóttamenn og gæslu á landamærum ríkja Evrópusambandsins. Sett verður á laggirnar Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópusambandsins fyrir lok þessa árs. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, segir að leiðtogarnir séu staðráðnir í að koma í veg fyrir stjórnlaust flæði flóttamanna til bandalagsins eins og gerst hafi á síðasta ári. Bandalagsríkin leggi áherslu á fullkomna stjórn ríkjanna á landamærum bandalagsins og horfið verði alfarið til regla Schengen-samkomulagsins. Þá sé Evrópusambandið staðráðið í að halda áfram nánu samstarfi við Tyrki og ríkin á Balkanskaga, það er Króatíu, Serbíu, Rúmeníu, Búlgaríu og Grikkland. Auk þess ætli Evrópusambandið að efla samstarf við Afríkuríki í flóttamannamálum. Útganga Breta úr Evrópusambandinu var einnig rædd á leiðtogafundinum. Tusk segir að aðildarríkin 27 sem eftir verði muni einungis horfa til hagsmuna þeirra ríkja en ekki hagsmuna útgönguríkisins þegar samið verði við Breta. Jean-Claude Juncker forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að einstök atriði í vegvísi leiðtoganna verði ljós á næstu mánuðum. Sambandið sé reiðubúið til viðræðna við Breta um útgöngu þeirra úr sambandinu nú þegar. Theresa May forsætisráðherra Bretlands segir hins vegar að bresk stjórnvöld verði tilbúin til að hefja viðræður í janúar eða febrúar. Junker segir sambandið ekki fara í neina leiki með forsætisráðherrum sem annað hvort vilji vera eða fara úr Evrópusambandinu. Hann geti ekki séð að neinar undantekningar verði gerðar um frjálst flæði íbúa Evrópusambandins við ríki sem ætlist til að fá frjálsan aðgang að mörkuðum sambandsins. En talsmenn útgöngu Breta hafa lagt höfuðáherslu á fullkomna stjórn landamæra Bretlands en einnig að samið verði um frjálsan aðgang Breta að innri markaði sambandsins.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira