Mannkynið að brenna út á tíma í loftlagsmálum Heimir Már Pétursson skrifar 16. september 2016 20:52 Clare Nullis upplýsingafulltrúi Veðurfarsstofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði á fréttamannafundi í Genf í dag að mörg óþægileg veðurfarsmet hafi verið slegin á þessu ári. vísir Júlí og ágúst eru heitustu mánuðir á jörðinni frá því mælingar hófust. Sérfræðingar Veðurfarsstofnunar Sameinuðu þjóðanna segja að það sem áður var talið afbrigðilegt veðurfar, sé komið til að vera. Brýnt sé að snúa þessari þróun við. Clare Nullis upplýsingafulltrúi Veðurfarsstofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði á fréttamannafundi í Genf í dag að mörg óþægileg veðurfarsmet hafi verið slegin á þessu ári og hafi bæði Evrópumenn og íbúar Norður Ameríku verið að kafna úr hita í sumar. Á meginlandi Evrópu hefur hiti yfir þrjátíu gráðum verið viðvarandi undanfarnar vikur og það sama á við um aðrar heimsálfur. „Þetta var heitasti ágústmánuður sem skráður hefur verið og hann kemur í kjölfar júlímánaðar sem samkvæmt upplýsingum NASA er heitasti mánuður sem nokkurn tímann hefur verið mældur,“sagði Nullis. Þá hafi verið slegið enn eitt hitametið það sem af er árinu og Veðurfarsstofnun Sameinuðu þjóðanna treysti sér til að fullyrða að árið í ár verði það heitasta á jörðinni frá því mælingar hófust. „Við höfum orðið vitni að óvenjulega miklum hita langtímum saman og þetta virðist ætla að verða hin nýja regla. Hið óvenjulega er ekki lengur óvenjulegt, það er að verða normið. Auk þessa methita slær nú magn koldíoxíðs í andrúmsloftinu öll met og við sjáum mjög hátt hitastig sjávar sem hefur stuðlað að meiri kóraleyðingu en nokkru sinni fyrr,“ segir Nullis. Áhrifa loftslagsbreytinganna gætir um allan heim. Þannig hopar Grænlandsjökull hraðar en menn töldu sem og norðurskautsísinn og jöklar á Íslandi. Þetta mun valda hækkun sjávarborðs með ófyrirséðum afleiðingum á landslag víða um heim og um leið á þjóðfélög víða á jörðinni. Loftslagsbreytingarnar eru nú orðnar svo hraðar að það er raunveruleg hætta á að mannkynið missi af tækifærinu til að snúa þróuninni við með hörmulegum afleiðingum. „Þörfin á að staðfesta, og það sem er enn mikilvægara, að innleiða Parísarsamkomulagið er meira áríðandi en nokkru sinni fyrr. Plánetan okkar sendir frá sér neyðarkall og við verðum að bregðast við, við verðum strax að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Clare Nullis. Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Júlí og ágúst eru heitustu mánuðir á jörðinni frá því mælingar hófust. Sérfræðingar Veðurfarsstofnunar Sameinuðu þjóðanna segja að það sem áður var talið afbrigðilegt veðurfar, sé komið til að vera. Brýnt sé að snúa þessari þróun við. Clare Nullis upplýsingafulltrúi Veðurfarsstofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði á fréttamannafundi í Genf í dag að mörg óþægileg veðurfarsmet hafi verið slegin á þessu ári og hafi bæði Evrópumenn og íbúar Norður Ameríku verið að kafna úr hita í sumar. Á meginlandi Evrópu hefur hiti yfir þrjátíu gráðum verið viðvarandi undanfarnar vikur og það sama á við um aðrar heimsálfur. „Þetta var heitasti ágústmánuður sem skráður hefur verið og hann kemur í kjölfar júlímánaðar sem samkvæmt upplýsingum NASA er heitasti mánuður sem nokkurn tímann hefur verið mældur,“sagði Nullis. Þá hafi verið slegið enn eitt hitametið það sem af er árinu og Veðurfarsstofnun Sameinuðu þjóðanna treysti sér til að fullyrða að árið í ár verði það heitasta á jörðinni frá því mælingar hófust. „Við höfum orðið vitni að óvenjulega miklum hita langtímum saman og þetta virðist ætla að verða hin nýja regla. Hið óvenjulega er ekki lengur óvenjulegt, það er að verða normið. Auk þessa methita slær nú magn koldíoxíðs í andrúmsloftinu öll met og við sjáum mjög hátt hitastig sjávar sem hefur stuðlað að meiri kóraleyðingu en nokkru sinni fyrr,“ segir Nullis. Áhrifa loftslagsbreytinganna gætir um allan heim. Þannig hopar Grænlandsjökull hraðar en menn töldu sem og norðurskautsísinn og jöklar á Íslandi. Þetta mun valda hækkun sjávarborðs með ófyrirséðum afleiðingum á landslag víða um heim og um leið á þjóðfélög víða á jörðinni. Loftslagsbreytingarnar eru nú orðnar svo hraðar að það er raunveruleg hætta á að mannkynið missi af tækifærinu til að snúa þróuninni við með hörmulegum afleiðingum. „Þörfin á að staðfesta, og það sem er enn mikilvægara, að innleiða Parísarsamkomulagið er meira áríðandi en nokkru sinni fyrr. Plánetan okkar sendir frá sér neyðarkall og við verðum að bregðast við, við verðum strax að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Clare Nullis.
Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira