Erlent

Merkel segir kreppu Evrópusambandsins ekki leysta á einum fundi

Heimir Már Pétursson skrifar
Leiðtogar tuttugu og sjö ríkja Evrópusambandsins komu saman til fundar í Bratislava í Slóvakíu í dag til að ræða helstu vandamál sem steðja að sambandinu. Bretar eru ekki lengur hafðir með í ráðum og sat forsætisráðherra þeirra því heima að þessu sinni.

Theresa May situr ekki við borð leiðtoga Evrópusambandsins og Bretar eru ekki lengur hafðir með í ráðum þegar framtíð sambandsins er rædd. Fjölþætt vandamál steðja að sambandinu og er talið að flóttamannavandinn hafi verið efstur á baugi leiðtoganna í dag. En þótt brotthvarf Breta hafi ekki verið formlega á dagskrá er líklegt að afleiðing þess hafi verið rædd.

Angela Merkel kanslari Þýskalands lagði áherslu á að þétta þyrfti raðirnar innan Evrópusambandsins.

„Það þýðir ekki að vænta þess að lausn á vanda Evrópu náist á einum fundi. Við erum í erfiðri stöðu. En við verðum að sýna með aðgerðum að við getum bætt okkur á sviði öryggis, innra og ytra öryggis, barist gegn hryðjuverkum, unnið saman að varnarmálum, bætt hagvöxt og atvinnuástand og mér er sérstaklega hugleikin stefnan í stafrænum málum og stafræni heimamarkaðurinn. Sagði valdamesti stjórnmálamaður Evrópusambandsins fyrir fundinn í dag. En flóttamannavandinn var Alexis Tsipras forsætisráðherra Grikklands efst í huga enda eru Grikkir sú þjóð innan Evrópusambandsins sem hefur fundið hvað mest fyrir flóttamannastraumnum,“sagði þessi valdamesti stjórnmálamaður Evrópusambandsins fyrir fundinn í dag.

En flóttamannavandinn var Alexis Tsipris forsætisráðherra Grikklands efst í huga enda eru Grikkir sú þjóð innan Evrópusambandsins sem hefur fundið hvað mest fyrir flóttamannastraumnum.

„Við þurfum Evrópu sem ræður við fólksflutninga á árangursríkan og mannúðlegan hátt. Að minnsta kosti ætti Evrópa ekki að halda áfram að ganga í svefni í ranga átt,“ sagði Tsipris.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×