Við eigum í stríði um menninguna Magnús Guðmundsson skrifar 17. september 2016 10:00 Birta Guðjónsdóttir var önnum kafin í liðinni viku við uppsetningu á sýningunni T E X T I í Listasafni Ísalnds. Visir/GVA Ríkisreknar menningarstofnanir eiga í miklum vanda. Þær hafa margar ekki aðlagað sig að síaukinni markaðsvæðingu, verða langverst úti, því færri hafa áhuga á því að styrkja menningarstofnun sem þeir telja að sé þegar vel fjármögnuð af skattfé,“ segir Birta Guðjónsdóttir, sýningarstjóri Listasafns Íslands, en síðastliðinn fimmtudag var opnuð í safninu sýningin T E X T I sem samanstendur af völdum textaverkum, eftir bæði íslenska og erlenda listamenn, úr einkasafni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur.Gleymda núllið Bág fjárhagsstaða íslenskra safna um áraraðir er Birtu greinilega hugleikin. „Þetta ástand er ekki bundið við Ísland, það má sjá sambærilega þróun á öðrum Norðurlöndum, en þetta er óneitanlega sérstaklega slæmt hér. Við finnum líka að listamenn, sem við vildum gjarnan vinna með, hafa ónóga styrkjamöguleika. Þá er þörfin fyrir stuðning til framleiðslu verka og sýninga frá safninu enn meiri en möguleikinn á slíku er einfaldlega ekki til staðar. Þetta hefur versnað frá hruni. Þeir sem styðja við listir vilja langflestir koma stuðningi sínum á framfæri, þó svo það sé nú gert með smekklegri hætti en áður var, ekki með eins flennistórum fyrirtækjalógóum. Í dag er staðan þannig varðandi rannsóknir, sýningar og útgáfu að ef ég segi kollegum mínum á Norðurlöndunum frá því hvað við í Listasafninu höfum til ráðstöfunar þá halda þeir að ég sé að gleyma einu núlli aftan við. Það er því miður ekki þannig.Birta bendir á að tiltölulega litla upphæð þurfi til þess að bæta verulega úr stöðu Listasafns Íslands. Visir/GVALítið breytir miklu Þessi þrönga fjárhagsstaða veldur því að möguleikar safnsins til þess að koma að þroska og þróun myndlistar í landinu er einfaldlega ekki í samræmi við þá stefnu og þau markmið sem lagt er upp með af hálfu menningar- og menntamálaráðuneytis. Þetta safn á auðvitað að vera í fararbroddi í sjónrænum listum þjóðarinnar. Það er héðan sem forganga í því að upplýsa almenning um þessa listgrein á að koma. Við gerum auðvitað okkar besta en á sama tíma og háskólar eru að mennta fólk til þess að starfa m.a. innan menningarstofnana á borð við þessa, geta stofnanirnar ekki aukið við stöðugildi þótt sannarlega sé þörf þar á. Það er sorglegt til þess að vita að fjöldi vel menntaðs og vandaðs fólks geti illa notað sér þekkingu sína í launuðum störfum á menningarsviðinu.“ Birta segir að það sé sláandi staðreynd að það þyrfti ekki nema nokkrar milljónir til þess að gjörbreyta þessari stöðu. „Ef þessi stofnun væri t.d. með tuttugu milljónir til viðbótar, sem er auðvitað grínupphæð í samhengi við bankabónusana, þá myndi það breyta öllu. Það mundi t.d. þýða að þessi stofnun gæti verið grunnstofnun, t.d. fyrir fólk sem er að útskrifast úr safnafræði og listfræði, til þess að sinna m.a. rannsóknum. Í dag erum við hérna tíu til tólf manns að sinna u.þ.b. tuttugu stöðugildum. Við erum hér á kvöldin og um helgar af eigin metnaði og þetta er auðvitað ekki gott.“Birta og Pétur Arason en verkin eru öll úr safni hans og Rögnu Róbertsdóttur. Visir/GVAMeðvitað skeytingarleysi Birta segir að þessi umræða um hagræn áhrif menningar sé fyrir löngu rökrætt mál. „Það þarf ekki að sannfæra neinn um hagrænu áhrifin, það er löngu búið að sýna fram á það hversu mikilvægt og hagkvæmt er að styðja almennilega við listsköpun og -miðlun. Það er löngu búið að færa fram öll þessi rök og þau eru algjörlega skot- og vatnsheld. Það er bara einhver fyrirstaða hjá yfirvöldum, menn hreinlega kjósa að fara fram hjá þessum rökum. Maður nennir því eiginlega ekki að fara að þylja þessa tölfræði upp enn einu sinni því þetta ætti að vera komið inn á harða diskinn hjá þorra þjóðarinnar. Þetta er ekki ómeðvitað skeytingarleysi heldur grjóthart. Við eigum í stríði um menninguna – þannig upplifi ég það. Þetta er ekki spurning um að þingmenn eða ráðamenn hafi ekki haft tíma til þess að kynna sér gögnin um hagræn áhrif skapandi greina og bein tengsl milli aukins ferðamannastraums og menningar, því þau eru búin að liggja fyrir lengi. Þessi þjóð er tiltölulega sammála, hvað sem fólk segir um listamannalaun, um nauðsyn þess að við höldum áfram að skapa tónlist, myndlist og svo framvegis. Þetta er mjög alvarlegt mál.“Þúsund verka safn Þó svo Birta hafi miklar áhyggjur af stöðu myndlistarinnar og safnsins, þá minnir hún á að Listasafnið leitist við að vinna að áhugaverðum og mikilvægum verkefnum. „Sýningin T E X T I sem við vorum að opna á sér þann undanfara að áður en ég hóf störf í Listasafninu sem sýningarstjóri fyrir tveimur árum hafði ég verið að vinna með Pétri og Rögnu í ein ellefu ár í sýningahaldi á verkum í þeirra eigu og annarra. Við höfum unnið saman að fjölda sýninga og svo hef ég stýrt tveimur sýningum áður á þeirra safneign í íslenskum listasöfnum. Þessi sýning er þriðja sýning í trílógíu, úr þeirra safneign, þar sem útgangspunkturinn er miðillinn. Hinar voru Annað auga, á Kjarvalsstöðum 2010 og Hraðari og hægari línur, í Hafnarhúsinu 2012. Þetta eru þessi þrír miðlar; ljósmynd, teikning og texti, sem eru mest áberandi í þeirra þúsund verka safni. Núna erum við að sýna bæði stór og viðamikil verk eftir mjög þekkta erlenda listamenn og má til dæmis nefna Hanne Darboven, einn af allra þekktustu listamönnum Þjóðverja, og Lawrence Weiner sem er einn helsti listamaður okkar tíma, meiriháttar áhrifavaldur. Verk þeirra hafa verið sýnd í stórum listasöfnum um allan heim. En þetta er aðeins brot af verkum þeirra fjölmörgu listamanna sem eru á sýningunni og það er frábært að geta boðið gestum okkar upp á alþjóðlega samræðu listarinnar sem er að finna á þessari sýningu.“Heimóttarskapur Pétur Arason lítur við þar sem við sitjum á kaffistofu Listasafnsins og Birta bendir á að það hafi alltaf verið mikilvægt fyrir Pétur og Rögnu að sýna verk eftir framúrskarandi íslenska listamenn með verkum sterkra erlendra listamanna, vekja þannig athygli á sterkri stöðu margra þeirra í alþjóðlegri listsamræðu. „Það er einn þeirra þátta sem vaka fyrir okkur með þessari sýningu.“ Pétur tekur undir þetta og segir að það hafi alltaf brunnið á honum að stilla saman íslenskum og erlendum listamönnum. „Þegar ég var með SAFN á Laugaveginum þá var það eiginlega meginhugsunin á bak við starfsemina. Listasöfn á Íslandi eru á kúpunni og við erum að verða eina landið í heiminum sem safnar varla erlendri myndlist opinberlega. Í öðrum fámennum löndum er alls staðar komin þessi hugsun að hafa þetta í lagi. Það er svo heimóttarlegt að safna nær eingöngu list heimaþjóðar safnsins að slíkt þekkist ekki nokkurs staðar í heiminum. Þetta hefur brunnið aðeins á mér varðandi sýningarhald og að sýna fram á það að við eigum jafningja. Ef við lítum t.d. á þessa sýningu erum við hér með tvær stefnur, minimalisma og hugmyndalist, og það er viðurkennt á Norðurlöndum að Ísland er með algjöra sérstöðu í þessum tveimur stefnum. Þarna erum við með listamenn sem hin löndin hreinlega eignuðust ekki sem er mjög sérkennilegt. Þessu þurfum við að sinna og þetta þurfum við að skoða í alþjóðlegu samhengi.Pétur Arason við eitt af verkunum á sýningunni T E X T I en hann og eiginkona hans, Ragna Róbertsdóttir, hafa um árabil safnað og sýnt myndlist bæði hér heima og erlendis og reka sýningarsal í Berlín um þessar mundir. Visir/GVAÞurfum að átta okkur Birta tekur undir þetta. „Maður er aðallega ósáttur vegna þess að við vitum vel að Ísland er forríkt land. Við sjáum aðrar smáþjóðir styðja listasöfn sín mun betur þótt þær eigi ekki heimsþekkta listamenn. Hins vegar geta allir innan alþjóðlega listheimsins strax nefnt fjóra íslenska listamenn eða fleiri. Þetta er ótrúleg skekkja og hreint út sagt plebbalegt af stjórnvöldum að átta sig ekki nógu vel á því hvað við erum í mikilli sérstöðu.“ Pétur tekur undir það og segir: „Hingað streymir gríðarlegur fjöldi ferðamanna á hverju ári og stór hluti þess fólks hefur mikinn áhuga á menningu og listum. Þessir ferðamenn vilja hafa aðgang að sögu þjóðar, list hennar og menningu. Við þurfum líka að hafa stöðugan aðgang að þessu sjálf. Fólk vill geta skoðað sögu íslenskrar myndlistar og það sem við eigum. Það vill frá fræðslu og þá samræðu sem alþjóðlegi listheimurinn á í, á hverjum degi. Við þurfum að gera betur í þessum efnum. Miklu betur.“Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. september. Menning Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Ríkisreknar menningarstofnanir eiga í miklum vanda. Þær hafa margar ekki aðlagað sig að síaukinni markaðsvæðingu, verða langverst úti, því færri hafa áhuga á því að styrkja menningarstofnun sem þeir telja að sé þegar vel fjármögnuð af skattfé,“ segir Birta Guðjónsdóttir, sýningarstjóri Listasafns Íslands, en síðastliðinn fimmtudag var opnuð í safninu sýningin T E X T I sem samanstendur af völdum textaverkum, eftir bæði íslenska og erlenda listamenn, úr einkasafni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur.Gleymda núllið Bág fjárhagsstaða íslenskra safna um áraraðir er Birtu greinilega hugleikin. „Þetta ástand er ekki bundið við Ísland, það má sjá sambærilega þróun á öðrum Norðurlöndum, en þetta er óneitanlega sérstaklega slæmt hér. Við finnum líka að listamenn, sem við vildum gjarnan vinna með, hafa ónóga styrkjamöguleika. Þá er þörfin fyrir stuðning til framleiðslu verka og sýninga frá safninu enn meiri en möguleikinn á slíku er einfaldlega ekki til staðar. Þetta hefur versnað frá hruni. Þeir sem styðja við listir vilja langflestir koma stuðningi sínum á framfæri, þó svo það sé nú gert með smekklegri hætti en áður var, ekki með eins flennistórum fyrirtækjalógóum. Í dag er staðan þannig varðandi rannsóknir, sýningar og útgáfu að ef ég segi kollegum mínum á Norðurlöndunum frá því hvað við í Listasafninu höfum til ráðstöfunar þá halda þeir að ég sé að gleyma einu núlli aftan við. Það er því miður ekki þannig.Birta bendir á að tiltölulega litla upphæð þurfi til þess að bæta verulega úr stöðu Listasafns Íslands. Visir/GVALítið breytir miklu Þessi þrönga fjárhagsstaða veldur því að möguleikar safnsins til þess að koma að þroska og þróun myndlistar í landinu er einfaldlega ekki í samræmi við þá stefnu og þau markmið sem lagt er upp með af hálfu menningar- og menntamálaráðuneytis. Þetta safn á auðvitað að vera í fararbroddi í sjónrænum listum þjóðarinnar. Það er héðan sem forganga í því að upplýsa almenning um þessa listgrein á að koma. Við gerum auðvitað okkar besta en á sama tíma og háskólar eru að mennta fólk til þess að starfa m.a. innan menningarstofnana á borð við þessa, geta stofnanirnar ekki aukið við stöðugildi þótt sannarlega sé þörf þar á. Það er sorglegt til þess að vita að fjöldi vel menntaðs og vandaðs fólks geti illa notað sér þekkingu sína í launuðum störfum á menningarsviðinu.“ Birta segir að það sé sláandi staðreynd að það þyrfti ekki nema nokkrar milljónir til þess að gjörbreyta þessari stöðu. „Ef þessi stofnun væri t.d. með tuttugu milljónir til viðbótar, sem er auðvitað grínupphæð í samhengi við bankabónusana, þá myndi það breyta öllu. Það mundi t.d. þýða að þessi stofnun gæti verið grunnstofnun, t.d. fyrir fólk sem er að útskrifast úr safnafræði og listfræði, til þess að sinna m.a. rannsóknum. Í dag erum við hérna tíu til tólf manns að sinna u.þ.b. tuttugu stöðugildum. Við erum hér á kvöldin og um helgar af eigin metnaði og þetta er auðvitað ekki gott.“Birta og Pétur Arason en verkin eru öll úr safni hans og Rögnu Róbertsdóttur. Visir/GVAMeðvitað skeytingarleysi Birta segir að þessi umræða um hagræn áhrif menningar sé fyrir löngu rökrætt mál. „Það þarf ekki að sannfæra neinn um hagrænu áhrifin, það er löngu búið að sýna fram á það hversu mikilvægt og hagkvæmt er að styðja almennilega við listsköpun og -miðlun. Það er löngu búið að færa fram öll þessi rök og þau eru algjörlega skot- og vatnsheld. Það er bara einhver fyrirstaða hjá yfirvöldum, menn hreinlega kjósa að fara fram hjá þessum rökum. Maður nennir því eiginlega ekki að fara að þylja þessa tölfræði upp enn einu sinni því þetta ætti að vera komið inn á harða diskinn hjá þorra þjóðarinnar. Þetta er ekki ómeðvitað skeytingarleysi heldur grjóthart. Við eigum í stríði um menninguna – þannig upplifi ég það. Þetta er ekki spurning um að þingmenn eða ráðamenn hafi ekki haft tíma til þess að kynna sér gögnin um hagræn áhrif skapandi greina og bein tengsl milli aukins ferðamannastraums og menningar, því þau eru búin að liggja fyrir lengi. Þessi þjóð er tiltölulega sammála, hvað sem fólk segir um listamannalaun, um nauðsyn þess að við höldum áfram að skapa tónlist, myndlist og svo framvegis. Þetta er mjög alvarlegt mál.“Þúsund verka safn Þó svo Birta hafi miklar áhyggjur af stöðu myndlistarinnar og safnsins, þá minnir hún á að Listasafnið leitist við að vinna að áhugaverðum og mikilvægum verkefnum. „Sýningin T E X T I sem við vorum að opna á sér þann undanfara að áður en ég hóf störf í Listasafninu sem sýningarstjóri fyrir tveimur árum hafði ég verið að vinna með Pétri og Rögnu í ein ellefu ár í sýningahaldi á verkum í þeirra eigu og annarra. Við höfum unnið saman að fjölda sýninga og svo hef ég stýrt tveimur sýningum áður á þeirra safneign í íslenskum listasöfnum. Þessi sýning er þriðja sýning í trílógíu, úr þeirra safneign, þar sem útgangspunkturinn er miðillinn. Hinar voru Annað auga, á Kjarvalsstöðum 2010 og Hraðari og hægari línur, í Hafnarhúsinu 2012. Þetta eru þessi þrír miðlar; ljósmynd, teikning og texti, sem eru mest áberandi í þeirra þúsund verka safni. Núna erum við að sýna bæði stór og viðamikil verk eftir mjög þekkta erlenda listamenn og má til dæmis nefna Hanne Darboven, einn af allra þekktustu listamönnum Þjóðverja, og Lawrence Weiner sem er einn helsti listamaður okkar tíma, meiriháttar áhrifavaldur. Verk þeirra hafa verið sýnd í stórum listasöfnum um allan heim. En þetta er aðeins brot af verkum þeirra fjölmörgu listamanna sem eru á sýningunni og það er frábært að geta boðið gestum okkar upp á alþjóðlega samræðu listarinnar sem er að finna á þessari sýningu.“Heimóttarskapur Pétur Arason lítur við þar sem við sitjum á kaffistofu Listasafnsins og Birta bendir á að það hafi alltaf verið mikilvægt fyrir Pétur og Rögnu að sýna verk eftir framúrskarandi íslenska listamenn með verkum sterkra erlendra listamanna, vekja þannig athygli á sterkri stöðu margra þeirra í alþjóðlegri listsamræðu. „Það er einn þeirra þátta sem vaka fyrir okkur með þessari sýningu.“ Pétur tekur undir þetta og segir að það hafi alltaf brunnið á honum að stilla saman íslenskum og erlendum listamönnum. „Þegar ég var með SAFN á Laugaveginum þá var það eiginlega meginhugsunin á bak við starfsemina. Listasöfn á Íslandi eru á kúpunni og við erum að verða eina landið í heiminum sem safnar varla erlendri myndlist opinberlega. Í öðrum fámennum löndum er alls staðar komin þessi hugsun að hafa þetta í lagi. Það er svo heimóttarlegt að safna nær eingöngu list heimaþjóðar safnsins að slíkt þekkist ekki nokkurs staðar í heiminum. Þetta hefur brunnið aðeins á mér varðandi sýningarhald og að sýna fram á það að við eigum jafningja. Ef við lítum t.d. á þessa sýningu erum við hér með tvær stefnur, minimalisma og hugmyndalist, og það er viðurkennt á Norðurlöndum að Ísland er með algjöra sérstöðu í þessum tveimur stefnum. Þarna erum við með listamenn sem hin löndin hreinlega eignuðust ekki sem er mjög sérkennilegt. Þessu þurfum við að sinna og þetta þurfum við að skoða í alþjóðlegu samhengi.Pétur Arason við eitt af verkunum á sýningunni T E X T I en hann og eiginkona hans, Ragna Róbertsdóttir, hafa um árabil safnað og sýnt myndlist bæði hér heima og erlendis og reka sýningarsal í Berlín um þessar mundir. Visir/GVAÞurfum að átta okkur Birta tekur undir þetta. „Maður er aðallega ósáttur vegna þess að við vitum vel að Ísland er forríkt land. Við sjáum aðrar smáþjóðir styðja listasöfn sín mun betur þótt þær eigi ekki heimsþekkta listamenn. Hins vegar geta allir innan alþjóðlega listheimsins strax nefnt fjóra íslenska listamenn eða fleiri. Þetta er ótrúleg skekkja og hreint út sagt plebbalegt af stjórnvöldum að átta sig ekki nógu vel á því hvað við erum í mikilli sérstöðu.“ Pétur tekur undir það og segir: „Hingað streymir gríðarlegur fjöldi ferðamanna á hverju ári og stór hluti þess fólks hefur mikinn áhuga á menningu og listum. Þessir ferðamenn vilja hafa aðgang að sögu þjóðar, list hennar og menningu. Við þurfum líka að hafa stöðugan aðgang að þessu sjálf. Fólk vill geta skoðað sögu íslenskrar myndlistar og það sem við eigum. Það vill frá fræðslu og þá samræðu sem alþjóðlegi listheimurinn á í, á hverjum degi. Við þurfum að gera betur í þessum efnum. Miklu betur.“Viðtalið birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. september.
Menning Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira