Jakkinn er miðpunkturinn Starri Freyr Jónsson skrifar 15. september 2016 14:57 Hér klæðist Jökull jakka úr ull og kasmír frá Caccioppoli Napoli, jakkafatabuxum úr "jogging“ efni og langerma polo bol úr ull frá Loro Piana, MYND/EYÞÓR Ítalskur stíll, þá helst suðurítalskur, heillar Jökul Vilhjálmsson mest. Hann er jakkafataklæddur flesta daga vikunnar en blandar þó einnig áhrifum úr götutískunni inn á milli. Tískuáhugi Jökuls Vilhjálmssonar kviknaði á menntaskólaárunum en með árunum fékk hann meiri áhuga á formlegum og klassískum herrafatnaði. Sá áhugi vatt upp á sig og endaði með því að hann og félagi hans, Egill Ásbjarnarson, stofnuðu herrafataverslunina Suitup Reykjavik sem sérhæfir sig í sérsaumuðum herrafatnaði og vönduðum aukahlutum. „Síðan þá er ég svo gott sem jakkafataklæddur flesta daga vikunnar en blanda þó einnig áhrifum úr götutísku inn á milli.“ Samhliða rekstri verslunarinnar er Jökull í meistaranámi við Háskóla Íslands í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum og stefnir á útskrift vorið 2017.Lýstu fatastílnum þínum. „Ég hallast mun meira að ítalska stílnum og þá helst þeim suðurítalska sem er kenndur við borgina Nap ólí. Hann einkennist af léttari og bjartari efnum sem eru oftar en ekki í bláum tónum. Fyrir mér er jakkinn miðpunkturinn. Því geng ég oft í munstruðum jökkum og held þá buxum og skyrtum einlitum. Ég legg mikið upp úr skó búnaði og passa að hafa skóna mína vel pússaða. Í þau fáu skipti sem ég er ekki í leðurskóm finnst mér gott að ganga í þægilegum hvítum strigaskóm.“Ullarbuxur og frakki frá Suitup Reykjavik. Trefillinn er ull og silki. Skórnir eru einnig frá Suitup Reykjavik og eru prototýpa.MYND/EYÞÓRHvernig fylgist þú með tískunni? „Instagram er mjög góður miðill til að fylgjast með tískunni og reyni ég að vera virkur þar. Það eru líka nokkur skemmtileg tískublogg sem ég skoða af og til auk þess sem ég er áskrifandi að hinu stórgóða blaði The Rake.“Hvað einkennir klæðnað ungra karla í dag? „Það hefur orðið mikil breyting þar undanfarin ár til hins betra. Þeir eru duglegri að klæða sig upp við góð tilefni og spá meira í því hvernig þeir líta út. Samfélagsmiðlar eins og Instagram leika klárlega stórt hlutverk þar Einnig er meiri áhersla lögð á gæði og að líta á vandaðan fatnað sem góða fjárfestingu sem hægt er að eiga í áratugi ef vel er hugsað um hann.“Hverjir eru uppáhaldshönnuðir þínir? „Þar sem áhugi minn liggur aðallega í klassískum herrafatnaði fylgist ég ekki mikið með íslenskri hönnun sem er mun öflugri í kvenfatnaði og götutísku. Annars er Ralph Lauren einn sá flottasti auk margra ítalskra meistara á borð við Gennaro Rubinacci og Vincenzo Attolini, sem er oft kallaður faðir Neapolitan-klæðskerastílsins.“Áttu þér uppáhaldsflík? „Ég er mjög hrifinn af tvíhneppta kamellitaða frakkanum mínum sem er saumaður úr 100% kasmír. Nauð synlegt á köldum vetrardögum.“Jakkafötin eru úr ull,hör og silki. Skórnir eru frá frá Allen Edmonds.MYND/EYÞÓRGetur þú nefnt dæmi um bestu og verstu kaup þín? „Ég hef gert óteljandi slæm kaup en í seinni tíð man ég ekki eftir neinu sérstöku sem ég sé eftir. Bestu kaupin eru sennilega Allen Edmonds leðurskór sem ég fékk fyrir slikk á eBay fyrir fjórum árum og líta út eins og þeir séu glænýir.“Ertu farinn að spá í næsta vetri? „Ég er nú þegar búinn að setja nokkar vel valdar flíkur í framleiðslu fyrir veturinn. Þar á meðal er vatnsheldur frakki úr svokölluðu Storm System efni frá Loro Piana sem er algjör snilld fyrir íslenska veturinn.“Notar þú fylgihluti? „Ég er ekki sá duglegasti við að nota hefðbundna aukahluti en ég hendi stundum á mig armbandi eða úri. Á góðum sumardögum er fátt betra en góð sólgleraugu og góðir leðurhanskar eru mikilvægir á veturna. Svo fer ég ekki út úr húsi nema vera með vasaklút í brjóstvasanum.“Hvað er fram undan hjá þér? „Í vetur eru virkilega spennandi hlutir í gangi hjá Suitup Reykjavik. Fljótlega kynnum við til leiks skólínuna okkar sem er handgerð á Mallorca úr ítölsku og frönsku leðri. Við munum bæði bjóða upp á tilbúna skó auk þess sem við skiptavinir okkar geta pantað sér sérsaumaða skó þar sem þeir stjórna hverju smáatriði. Á sama tíma munum við svo kynna nýja jakkafatalínu sem er handsaumuð að fullu á Ítalíu.“ Tíska og hönnun Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Ítalskur stíll, þá helst suðurítalskur, heillar Jökul Vilhjálmsson mest. Hann er jakkafataklæddur flesta daga vikunnar en blandar þó einnig áhrifum úr götutískunni inn á milli. Tískuáhugi Jökuls Vilhjálmssonar kviknaði á menntaskólaárunum en með árunum fékk hann meiri áhuga á formlegum og klassískum herrafatnaði. Sá áhugi vatt upp á sig og endaði með því að hann og félagi hans, Egill Ásbjarnarson, stofnuðu herrafataverslunina Suitup Reykjavik sem sérhæfir sig í sérsaumuðum herrafatnaði og vönduðum aukahlutum. „Síðan þá er ég svo gott sem jakkafataklæddur flesta daga vikunnar en blanda þó einnig áhrifum úr götutísku inn á milli.“ Samhliða rekstri verslunarinnar er Jökull í meistaranámi við Háskóla Íslands í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum og stefnir á útskrift vorið 2017.Lýstu fatastílnum þínum. „Ég hallast mun meira að ítalska stílnum og þá helst þeim suðurítalska sem er kenndur við borgina Nap ólí. Hann einkennist af léttari og bjartari efnum sem eru oftar en ekki í bláum tónum. Fyrir mér er jakkinn miðpunkturinn. Því geng ég oft í munstruðum jökkum og held þá buxum og skyrtum einlitum. Ég legg mikið upp úr skó búnaði og passa að hafa skóna mína vel pússaða. Í þau fáu skipti sem ég er ekki í leðurskóm finnst mér gott að ganga í þægilegum hvítum strigaskóm.“Ullarbuxur og frakki frá Suitup Reykjavik. Trefillinn er ull og silki. Skórnir eru einnig frá Suitup Reykjavik og eru prototýpa.MYND/EYÞÓRHvernig fylgist þú með tískunni? „Instagram er mjög góður miðill til að fylgjast með tískunni og reyni ég að vera virkur þar. Það eru líka nokkur skemmtileg tískublogg sem ég skoða af og til auk þess sem ég er áskrifandi að hinu stórgóða blaði The Rake.“Hvað einkennir klæðnað ungra karla í dag? „Það hefur orðið mikil breyting þar undanfarin ár til hins betra. Þeir eru duglegri að klæða sig upp við góð tilefni og spá meira í því hvernig þeir líta út. Samfélagsmiðlar eins og Instagram leika klárlega stórt hlutverk þar Einnig er meiri áhersla lögð á gæði og að líta á vandaðan fatnað sem góða fjárfestingu sem hægt er að eiga í áratugi ef vel er hugsað um hann.“Hverjir eru uppáhaldshönnuðir þínir? „Þar sem áhugi minn liggur aðallega í klassískum herrafatnaði fylgist ég ekki mikið með íslenskri hönnun sem er mun öflugri í kvenfatnaði og götutísku. Annars er Ralph Lauren einn sá flottasti auk margra ítalskra meistara á borð við Gennaro Rubinacci og Vincenzo Attolini, sem er oft kallaður faðir Neapolitan-klæðskerastílsins.“Áttu þér uppáhaldsflík? „Ég er mjög hrifinn af tvíhneppta kamellitaða frakkanum mínum sem er saumaður úr 100% kasmír. Nauð synlegt á köldum vetrardögum.“Jakkafötin eru úr ull,hör og silki. Skórnir eru frá frá Allen Edmonds.MYND/EYÞÓRGetur þú nefnt dæmi um bestu og verstu kaup þín? „Ég hef gert óteljandi slæm kaup en í seinni tíð man ég ekki eftir neinu sérstöku sem ég sé eftir. Bestu kaupin eru sennilega Allen Edmonds leðurskór sem ég fékk fyrir slikk á eBay fyrir fjórum árum og líta út eins og þeir séu glænýir.“Ertu farinn að spá í næsta vetri? „Ég er nú þegar búinn að setja nokkar vel valdar flíkur í framleiðslu fyrir veturinn. Þar á meðal er vatnsheldur frakki úr svokölluðu Storm System efni frá Loro Piana sem er algjör snilld fyrir íslenska veturinn.“Notar þú fylgihluti? „Ég er ekki sá duglegasti við að nota hefðbundna aukahluti en ég hendi stundum á mig armbandi eða úri. Á góðum sumardögum er fátt betra en góð sólgleraugu og góðir leðurhanskar eru mikilvægir á veturna. Svo fer ég ekki út úr húsi nema vera með vasaklút í brjóstvasanum.“Hvað er fram undan hjá þér? „Í vetur eru virkilega spennandi hlutir í gangi hjá Suitup Reykjavik. Fljótlega kynnum við til leiks skólínuna okkar sem er handgerð á Mallorca úr ítölsku og frönsku leðri. Við munum bæði bjóða upp á tilbúna skó auk þess sem við skiptavinir okkar geta pantað sér sérsaumaða skó þar sem þeir stjórna hverju smáatriði. Á sama tíma munum við svo kynna nýja jakkafatalínu sem er handsaumuð að fullu á Ítalíu.“
Tíska og hönnun Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira