Green Timmons greip fram í fyrir honum og sagði að honum hefði ekki verið boðið í kirkjuna til að ræða stjórnmál. Honum hefði verið boðið til að ræða mengunina í neysluvatni íbúa Flint.
Sjá einnig: Ameríski draumurinn sem varð að eitruðu drykkjarvatni
Bæklingi var dreift til kirkjugesta þar sem fram kom að vera Trump í kirkjunni væri ekki til marks um að kirkjan hefði veitt forsetaframbjóðandanum stuðning.
Ræða Trump var þó ekki mikið lengri þar sem gestir fóru að kalla spurningar til Trump og gagnrýna hann. Ein kona spurði hann út í fregnir af því að hann hefði komið illa fram við þeldökka leigjendur sína. Það sagðist Trump aldrei hafa gert.
Þá segir New York Times frá því að önnur kona hafi elt hann út úr kirkjunni og spurt hann út í ummæli hans: „Hverju hafið þið að tapa?“, þar sem hann hefur reynt að ná til þeldökkra í Bandaríkjunum. Konan vildi fá að vita hvað hann ætti við með þeirri spurningu sem hann hefur ítrekað spurt á undanförnum misserum.