Framsóknarfélag Borgarfjarðar og Mýra hefur skorað á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að gefa kost á sér til formennsku í Framsóknarflokknum á komandi flokksþingi. Þetta var ákveðið á félagsfundi félagsins sem fram fór í Borgarnesi í gærkvöldi.
Flokksþing Framsóknarflokksins fer fram dagana 1. - 2. októbers en mikil valdabarátta er nú innan flokksins sem hefur verið töluvert fyrir opnum tjöldum. Má þar til að mynda nefna viðtal Fréttablaðsins við Guðna Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og formann Framsóknarflokksins, þar sem hann sagði það vera betra fyrir Framsóknarflokkinn að hafa Sigurð Inga í formannsstólnum í stað Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, núverandi formanns, sem Guðni telur að muni skaða flokkinn.
Í gær bárust þau tíðindi í nafnlausum skrifum á vef Eyjunnar að þessi ummæli Guðna gefi til kynna að enginn annar en Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki, styðji Sigurð Inga einnig sem formann flokksins.
Einar Guðmann Örnólfsson, formaður Framsóknarfélags Borgarfjarðar og Mýra, segir helstu ástæðuna fyrir stuðningnum við Sigurð Inga vera þá að núverandi formaður, Sigmundur Davíð, hafi ekki náð að styrkja stöðu sína eða ávinna sér aftur það traust sem hann missti vegna umfjöllunar um aflandsféalgið Wintris í síðastliðið vor.
Framsóknarmenn í Borgarfirði og Mýrum styðja Sigurð Inga

Tengdar fréttir

Sigurður Ingi með meirihluta þingflokks að baki sér
Líklegt að forsætisráðherra bíði framyfir prófkjör í kjördæmi Sigmundar Davíðs á laugardag, áður en hann ákveður hvort hann bjóði sig fram gegn formanninum.

Þórólfur sagður styðja Sigurð Inga
Fágæt innsýn í herbúðir Sigmundar Davíðs í nafnlausum pistlaskrifum Pressunnar.

Lilja íhugar alvarlega varaformannsframboð
Metur stöðu Sigurðs Inga góða