Ásdís ætlar að bæta tvö Íslandsmet í kvöld og þér er boðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. september 2016 08:00 Ásdís Hjálmsdóttir stefnir á tvö Íslandsmet í kvöld. vísir/anton Ásdís Hjálmsdóttir, Ólympíufari og Íslandsmethafi í spjótkasti, ætlar í kvöld að reyna við Íslandsmetin í kúluvarpi og kringlukasti á kastvellinum í Laugardal, en á Facebook-síðu sinni býður hún öllum að koma og fylgjast með. Ásdís segir enn fremur á Facebook að hún hafi náð tveimur stórum markmiðum í gær. Hún kastaði fyrst kringlunni í fyrsta skipti á ferlinum yfir 50 metra þegar hún þeytti henni 50,63 metra. Það var ekki það eina sem Ásdís afrekaði í gær því hún tók sig líka til og bætti Íslandsmet kvenna í kúluvarpi innanhúss. Ásdís kastaði kúlunni 15,95 metra en fyrra metið var 34 ára gamalt. Það var 15,64 metrar og var í eigu Guðrúnar Ingólfsdóttur, sett í mars 1982. „Ég er ótrúlega ánægð en á sama tíma veit ég að það er meira eftir á tankinum. Annað kvöld [í kvöld] mun ég reyna við Íslandsmetin í kringlukasti og kúluvarpi á vellinum þar sem þetta allt byrjaði. Ég er meira en spennt og vonast til að fá mikinn stuðning,“ segir Ásdís. „Ef þú vilt taka þátt í að hvetja mig til að bæta Íslandsmetin í kúluvarpi og kringlukasti láttu sjá þig á kastvellinum í Laugardal klukkan 17 á morgun,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir, en kastvöllurinn er á milli World Class í Laugum og Laugardalsvallar. Íslandsmetið í kringlukasti, sem Guðrún Ingólfsdóttir á einnig, er 34 ára gamalt en Guðrún kastaði kringlunni 53,86 metra í maí 1982. Ásdís þarf því að bæta sig um rúma þrjá metra í kvöld. Kúluvarpsmetið er 24 ára gamalt en það setti Guðbjörg Hanna Gylfadóttir í maí 1972 í Starkeville í Bandaríkjunum en metið er 16,33 metrar. Ásdís þarf þar 39 sentimetra bætingu ætli hún að eignast metið. Frjálsar íþróttir Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir, Ólympíufari og Íslandsmethafi í spjótkasti, ætlar í kvöld að reyna við Íslandsmetin í kúluvarpi og kringlukasti á kastvellinum í Laugardal, en á Facebook-síðu sinni býður hún öllum að koma og fylgjast með. Ásdís segir enn fremur á Facebook að hún hafi náð tveimur stórum markmiðum í gær. Hún kastaði fyrst kringlunni í fyrsta skipti á ferlinum yfir 50 metra þegar hún þeytti henni 50,63 metra. Það var ekki það eina sem Ásdís afrekaði í gær því hún tók sig líka til og bætti Íslandsmet kvenna í kúluvarpi innanhúss. Ásdís kastaði kúlunni 15,95 metra en fyrra metið var 34 ára gamalt. Það var 15,64 metrar og var í eigu Guðrúnar Ingólfsdóttur, sett í mars 1982. „Ég er ótrúlega ánægð en á sama tíma veit ég að það er meira eftir á tankinum. Annað kvöld [í kvöld] mun ég reyna við Íslandsmetin í kringlukasti og kúluvarpi á vellinum þar sem þetta allt byrjaði. Ég er meira en spennt og vonast til að fá mikinn stuðning,“ segir Ásdís. „Ef þú vilt taka þátt í að hvetja mig til að bæta Íslandsmetin í kúluvarpi og kringlukasti láttu sjá þig á kastvellinum í Laugardal klukkan 17 á morgun,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir, en kastvöllurinn er á milli World Class í Laugum og Laugardalsvallar. Íslandsmetið í kringlukasti, sem Guðrún Ingólfsdóttir á einnig, er 34 ára gamalt en Guðrún kastaði kringlunni 53,86 metra í maí 1982. Ásdís þarf því að bæta sig um rúma þrjá metra í kvöld. Kúluvarpsmetið er 24 ára gamalt en það setti Guðbjörg Hanna Gylfadóttir í maí 1972 í Starkeville í Bandaríkjunum en metið er 16,33 metrar. Ásdís þarf þar 39 sentimetra bætingu ætli hún að eignast metið.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins