Fótbolti

Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Glódís Perla og stelpurnar voru í banastuði á æfingu í dag.
Glódís Perla og stelpurnar voru í banastuði á æfingu í dag. Vísir/Eyþór
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta mættu til æfinga á Laugardalsvelli í morgun í fyrsta sinn fyrir tvíhöfðann gegn Slóveníu og Skotlandi en það eru síðustu tveir leikir liðsins í undankeppni EM 2017.

Með því að ná einu stigi gegn Slóveníu á föstudaginn tryggja stelpurnar sig á EM þriðja skiptið í röð en þær eru efstar í riðlinum með fullt hús stiga og eiga enn eftir að fá á sig mark. Fyrri leikurinn gegn Slóvenum endaði 6-0 fyrir Íslandi.

Það var létt yfir stelpunum í dalnum í morgun þrátt fyrir að kalt væri í veðri eins og sjá má á myndunum sem Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók á Laugardalsvelli.

Seinni leikur stelpnanna verður gegn Skotlandi á þriðjudaginn í næstu viku en Skotar eru með 18 stig eins og Ísland en hafa leikið sjö leiki á móti sex leikjum Íslands.


Tengdar fréttir

Freyr: Fullur völlur myndi senda skýr skilaboð

Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta eru hænufeti frá EM 2017. Hópurinn fyrir síðustu leikina var tilkynntur í gær. Landsliðsþjálfarinn vill ekkert­ minna en áhorfendamet þegar EM-sætinu verður fagnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×