Tónlistararfur Evrópu tekinn fyrir í Kaldalóni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. september 2016 09:30 Strom & Wasser ásamt gestum: Haukur Gröndal, Ingó Hassenstein, Heinz Ratz, Ragnheiður Gröndal, Egill Ólafsson, Burkhand Ruppaner, Manu Amon og Luca Seitz. „Tónlistin fer um víðan völl og hinn fjölbreytti tónlistararfur okkar Evrópubúa er undir,“ segir Haukur Gröndal tónlistarmaður hress þegar hann lýsir tónleikum sem fram fara í Kaldalóni í Hörpu í kvöld og hefjast klukkan 21. Hann er þar sjálfur á sviði, ásamt þýsku hljómsveitinni Strom & Wasser, Agli Ólafssyni og Ragnheiði Gröndal. Þau hafa verið á tónleikaferðalagi um landið og leikið og sungið við góðar undirtektir, nú verður hringnum lokað. Forsprakki sveitarinnar er ljóðskáldið, tónlistarmaðurinn og aktívistinn Heinz Ratz sem er margverðlaunaður í heimalandi sínu. Hann hefur vakið athygli á aðstæðum flóttafólks meðal annars með því að ganga um 1.000 kílómetra á milli flóttamannabúða í Þýskalandi og ræða við fólkið þar. Upp úr því rannsóknarverkefni stofnaði hann hljómsveit með tónlistarmönnum sem hann hitti í búðunum sem hefur komið víða fram á tónlistarhátíðum síðustu ár, að sögn Hauks. Þau Haukur, Egill og Ragnhildur hafa farið tvær tónleikaferðir um Þýskaland á þessu ári með Strom & Wasser og búið er að gefa út tvöfaldan geisladisk með tónlist sem varð til í þeirri samvinnu. Haukur lýsir því hvað fyrir Heinz Ratz vakir með því verkefni sem nú er í gangi. „Nú er Heinz Ratz að hugsa um Evrópu sem heild. Eftir hin hryllilegu stríð á síðustu öld kom upp hugmynd um samstarf innan álfunnar og hann veltir þeirri spurningu upp hvort sú hugsjón sé enn við lýði eða hvort hún hafi vikið fyrir endalausu peningatali. Hann vill kynnast þjóðunum og hefur ákveðið að á tíu árum ætli hann að gera tónlistarverkefni með fólki úr tíu borgum í Evrópu. Hann valdi Reykjavík sem fyrstu borgina af því hún er á jaðrinum í álfunni.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. september 2016. Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Tónlistin fer um víðan völl og hinn fjölbreytti tónlistararfur okkar Evrópubúa er undir,“ segir Haukur Gröndal tónlistarmaður hress þegar hann lýsir tónleikum sem fram fara í Kaldalóni í Hörpu í kvöld og hefjast klukkan 21. Hann er þar sjálfur á sviði, ásamt þýsku hljómsveitinni Strom & Wasser, Agli Ólafssyni og Ragnheiði Gröndal. Þau hafa verið á tónleikaferðalagi um landið og leikið og sungið við góðar undirtektir, nú verður hringnum lokað. Forsprakki sveitarinnar er ljóðskáldið, tónlistarmaðurinn og aktívistinn Heinz Ratz sem er margverðlaunaður í heimalandi sínu. Hann hefur vakið athygli á aðstæðum flóttafólks meðal annars með því að ganga um 1.000 kílómetra á milli flóttamannabúða í Þýskalandi og ræða við fólkið þar. Upp úr því rannsóknarverkefni stofnaði hann hljómsveit með tónlistarmönnum sem hann hitti í búðunum sem hefur komið víða fram á tónlistarhátíðum síðustu ár, að sögn Hauks. Þau Haukur, Egill og Ragnhildur hafa farið tvær tónleikaferðir um Þýskaland á þessu ári með Strom & Wasser og búið er að gefa út tvöfaldan geisladisk með tónlist sem varð til í þeirri samvinnu. Haukur lýsir því hvað fyrir Heinz Ratz vakir með því verkefni sem nú er í gangi. „Nú er Heinz Ratz að hugsa um Evrópu sem heild. Eftir hin hryllilegu stríð á síðustu öld kom upp hugmynd um samstarf innan álfunnar og hann veltir þeirri spurningu upp hvort sú hugsjón sé enn við lýði eða hvort hún hafi vikið fyrir endalausu peningatali. Hann vill kynnast þjóðunum og hefur ákveðið að á tíu árum ætli hann að gera tónlistarverkefni með fólki úr tíu borgum í Evrópu. Hann valdi Reykjavík sem fyrstu borgina af því hún er á jaðrinum í álfunni.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. september 2016.
Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira