Lið Íslands í Meistaradeild Evrópu verður fullskipað Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. september 2016 06:00 Birkir leikur væntanlega sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni í kvöld. vísir/afp Meistaradeildin fer af stað í kvöld með látum, en stórleikur er á dagskrá strax á fyrsta leikdegi. Frakklandsmeistarar Paris-Saint-Germain taka á móti Arsene Wenger og lærisveinum hans í Arsenal í París en liðin leika í A-riðli ásamt eina Íslendingaliðinu í keppninni þetta tímabilið, Basel. Birkir Bjarnason og félagar í svissneska meistaraliðinu eiga stórleik fyrir höndum gegn búlgörsku meisturum síðustu fimm ára, Ludogorets Razgrad. Flestir reikna með að PSG og Arsenal fljúgi upp úr riðlinum og í 16 liða úrslitin þannig að leikur Basel og Ludogorets í kvöld gæti verið annar af tveimur úrslitaleikjum um þriðja sætið og þar af leiðandi farseðill í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar.Árni Gautur í búningi Rosenborg í leik gegn Lyon í Meistaradield Evrópu árið 2002.Vísir/GettyLoksins orðnir ellefu Birkir Bjarnason er fastamaður í byrjunarliði Basel en hann kaus að vera áfram hjá svissnesku meisturunum þrátt fyrir áhuga annarra liða. Stór þáttur í þeirri ákvörðun hans er að Basel spilar í Meistaradeildinni en þar langar alla fótboltamenn að spila. Akureyringurinn verður ellefti íslenski leikmaðurinn sem spilar í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og er því loksins hægt að stilla upp íslenska Meistaradeildarliðinu eins og sjá má hér að neðan. Þetta er vitaskuld til gamans gert og þurfa sumir leikmenn að spila aðeins út úr stöðu. Basel fór illa að ráði sínu í fyrra og tapaði í umspili fyrir ísraelska liðinu Maccabi Tel Avic. Það fór í Evrópudeildina þar sem Birkir byrjaði níu af tíu leikjum liðsins og skoraði tvö mörk, en Basel féll úr leik í 16 liða úrslitum fyrir Sevilla.Eyjólfur Sverrisson í baráttu við Norðmanninn Tore Andre Flo í viðureign Herthu Berlín og Chelsea í Meistaradeildinni.Vísir/GettyÁrni og Eyjólfur riðu á vaðið Fyrsti Íslendingurinn sem spilaði í riðlakeppni Meistaradeildarinnar var Árni Gautur Arason, fyrrverandi landsliðsmarkvörður. Hann stóð vaktina í marki Rosenborg 21. október 1998 þegar Noregsmeistararnir gerðu sér lítið fyrir og unnu tyrkneska stórveldið Galatasaray, 3-0, í Þrándheimi. Árni var þar 23 ára og hélt hreinu gegn Galatasaray sem bauð upp á Georghe Hagi, Umit Davala, Hasan Sas og Hakan Sukur sem fremstu fjóra. Ári síðar varð Eyjólfur Sverrisson fyrsti íslenski útispilarinn til að spila í Meistaradeildinni. Hann var sem klettur í vörn Herthu Berlín í mögnuðum 1-0 sigri á AC Milan. Eyjólfur lokaði þar á ekki ómerkari framherja en Oliver Bierhoff og Andriy Schenchenko.Eiður Smári með Evrópubikarinn góða.Vísir/GettyEiður Smári eini sigurvegarinn Eiður Smári Guðjohnsen á glæstasta Meistaradeildarferil allra íslenskra leikmanna. Hann er sá eini sem hefur verið í sigurliði (Barcelona 2009) en spilaði 45 leiki og skoraði sjö mörk fyrir Barcelona og Chelsea. Til viðmiðunar má benda á að eftir leik Birkis í kvöld verða hinir tíu með 64 leiki. Eiður hefur einnig skorað sjö af átta mörkum Íslendinga í Meistaradeildinni eða 88 prósent. Alfreð Finnbogason skoraði hitt markið og það á síðustu leiktíð gegn Arsenal. Kolbeini Sigþórssyni, þeim mikla markaskorara, mistókst að skora í ellefu tilraunum. Birkir Bjarnason getur því orðið þriðji Íslendingurinn sem skorar í Meistaradeildinni takist honum það á þessari leiktíð en hann fær tækifæri til þess í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 klukkan 18.45.grafík/fréttablaðið Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sjá meira
Meistaradeildin fer af stað í kvöld með látum, en stórleikur er á dagskrá strax á fyrsta leikdegi. Frakklandsmeistarar Paris-Saint-Germain taka á móti Arsene Wenger og lærisveinum hans í Arsenal í París en liðin leika í A-riðli ásamt eina Íslendingaliðinu í keppninni þetta tímabilið, Basel. Birkir Bjarnason og félagar í svissneska meistaraliðinu eiga stórleik fyrir höndum gegn búlgörsku meisturum síðustu fimm ára, Ludogorets Razgrad. Flestir reikna með að PSG og Arsenal fljúgi upp úr riðlinum og í 16 liða úrslitin þannig að leikur Basel og Ludogorets í kvöld gæti verið annar af tveimur úrslitaleikjum um þriðja sætið og þar af leiðandi farseðill í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar.Árni Gautur í búningi Rosenborg í leik gegn Lyon í Meistaradield Evrópu árið 2002.Vísir/GettyLoksins orðnir ellefu Birkir Bjarnason er fastamaður í byrjunarliði Basel en hann kaus að vera áfram hjá svissnesku meisturunum þrátt fyrir áhuga annarra liða. Stór þáttur í þeirri ákvörðun hans er að Basel spilar í Meistaradeildinni en þar langar alla fótboltamenn að spila. Akureyringurinn verður ellefti íslenski leikmaðurinn sem spilar í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og er því loksins hægt að stilla upp íslenska Meistaradeildarliðinu eins og sjá má hér að neðan. Þetta er vitaskuld til gamans gert og þurfa sumir leikmenn að spila aðeins út úr stöðu. Basel fór illa að ráði sínu í fyrra og tapaði í umspili fyrir ísraelska liðinu Maccabi Tel Avic. Það fór í Evrópudeildina þar sem Birkir byrjaði níu af tíu leikjum liðsins og skoraði tvö mörk, en Basel féll úr leik í 16 liða úrslitum fyrir Sevilla.Eyjólfur Sverrisson í baráttu við Norðmanninn Tore Andre Flo í viðureign Herthu Berlín og Chelsea í Meistaradeildinni.Vísir/GettyÁrni og Eyjólfur riðu á vaðið Fyrsti Íslendingurinn sem spilaði í riðlakeppni Meistaradeildarinnar var Árni Gautur Arason, fyrrverandi landsliðsmarkvörður. Hann stóð vaktina í marki Rosenborg 21. október 1998 þegar Noregsmeistararnir gerðu sér lítið fyrir og unnu tyrkneska stórveldið Galatasaray, 3-0, í Þrándheimi. Árni var þar 23 ára og hélt hreinu gegn Galatasaray sem bauð upp á Georghe Hagi, Umit Davala, Hasan Sas og Hakan Sukur sem fremstu fjóra. Ári síðar varð Eyjólfur Sverrisson fyrsti íslenski útispilarinn til að spila í Meistaradeildinni. Hann var sem klettur í vörn Herthu Berlín í mögnuðum 1-0 sigri á AC Milan. Eyjólfur lokaði þar á ekki ómerkari framherja en Oliver Bierhoff og Andriy Schenchenko.Eiður Smári með Evrópubikarinn góða.Vísir/GettyEiður Smári eini sigurvegarinn Eiður Smári Guðjohnsen á glæstasta Meistaradeildarferil allra íslenskra leikmanna. Hann er sá eini sem hefur verið í sigurliði (Barcelona 2009) en spilaði 45 leiki og skoraði sjö mörk fyrir Barcelona og Chelsea. Til viðmiðunar má benda á að eftir leik Birkis í kvöld verða hinir tíu með 64 leiki. Eiður hefur einnig skorað sjö af átta mörkum Íslendinga í Meistaradeildinni eða 88 prósent. Alfreð Finnbogason skoraði hitt markið og það á síðustu leiktíð gegn Arsenal. Kolbeini Sigþórssyni, þeim mikla markaskorara, mistókst að skora í ellefu tilraunum. Birkir Bjarnason getur því orðið þriðji Íslendingurinn sem skorar í Meistaradeildinni takist honum það á þessari leiktíð en hann fær tækifæri til þess í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 klukkan 18.45.grafík/fréttablaðið
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sjá meira