Gengi hlutabréfa í suður-kóreska tæknifyrirtækinu Samsung hríðféll í nótt um 6,98 prósent. Ástæðu þess má rekja til vandamála ve3gna nýjasta flaggskips fyrirtækisins á símamarkaði, Galaxy Note 7.
Eins og Vísir greindi frá hefur verið ákveðið að stöðva sölu á símanum vegna þess að fréttir hafa borist frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni.
Á dögunum vöruðu svo bandarísk yfirvöld eigendur símans við því að kveikja á eða hlaða símann sinn um borð í flugvél í háloftunum. Flugmálayfirvöld hafa einnig varað við því að pakka símanum niður í farangur.
Vika er síðan fregnir af sprengingum bárust en forsvarsmenn Samsung sögðu þá að það myndi taka tvær vikur fyrir fyrirtækið að komast yfir vandamálið.
Galaxy Note 7 var settur á markað þann 19. ágúst síðastliðinn en alls hafa selst um 2,5 milljón eintaka.
Viðskipti erlent
Hlutabréfahrun hjá Samsung
Tengdar fréttir
Galaxy Note 7 eigendur varaðir við því að nota símann í háloftunum
Ástæðan er að fregnir hafa borist að því að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni.
Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7
Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni.