Erlent

Spenna vegna vopnahlésins í Sýrlandi

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Lavrov og Kerry tilkynntu samkomulag um vopnahlé í Sýrlandi í Genf í gær.
Lavrov og Kerry tilkynntu samkomulag um vopnahlé í Sýrlandi í Genf í gær. Vísir/Getty
Ekki er talið líklegt að stærsti uppreisnarherinn í Sýrlandi muni virða vopnahléið sem á að hefjast þar í landi á miðnætti á morgun. Bandaríkjamenn og Rússar gerðu með sér samning um að stöðva hernaðaraðgerðir eftir 13 klukkustunda fund í Genf í gær.

Lítið er vitað um samkomulag Rússa og Bandaríkjamanna en John Kerry og Sergei Lavrov utanríkisráðherrar en þeir segja að mikilvægt sé að halda upplýsingum frá fjölmiðlum af pólitískum ástæðum. Ástandið í Sýrlandi sé brothætt og þar séu öfl sem nýti hvert tækifæri til þess að grafa undan samkomulaginu til að skapa aukna spennu.

Barist var í Sýrlandi í dag en talið er að andspyrnuherinn muni virða vopnahléið til þess að koma í veg fyrir frekara mannfall óbreyttra borgara. Talið er að um 400 hundruð þúsund manns hafi látið lífið í stríðinu til þessa.

Uppreisnarmenn eru sagðir vonlitlir á að stjórnvöld í Damaskus og Moskvu haldi vopnahléið. Hingað til hafi þeir ekki haldið nein samkomulag og traust til þeirra því ekkert.

Talsmaður uppreisnarmanna segir vopnahléið hannað til þess að gefa sýrlenska hernum tækifæri tíma til þess að flytja fleiri hersveitir frá Íran að Aleppo, þar sem stærsti bardaginn hefur verið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×